Morgunblaðið - 06.03.1999, Page 1

Morgunblaðið - 06.03.1999, Page 1
STOFNAÐ 1913 54. TBL. 87. ARG. LAUGARDAGUR 6. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Efasemdir um sekt Woodward MÁL bresku barnfóstrunnar Lou- ise Woodward, sem sakfelld var fyr- ir að myrða kornabarnið Matthew Eappen, tók á sig nýja mynd í gær þegar greint var frá því að tveir bandarískir læknasérfræðingar héldu því fram að Eappen hefði ver- ið kæfður. Er haft eftir öðrum læknanna í Sixty Minutes-þætti bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS sem sýndur verður á morgun, sunnudag, að forsendur fyrir dómi Woodwards hafí verið vafasamar því hún var fundin sek um að hafa hrist barnið til bana. Eftir að hafa rannsakað sönnunargögn í málinu segjast læknamir telja að barnið hafi mátt þola illa meðferð um nokkum tíma, en það hefði átt að gefa tilefni til að gruna fleiri en Woodward um dauða bamsins. ---------------- Clinton ósk- ar Lewinsky velfarnaðar Washington. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti óskaði Monicu Lewinsky í gær- kvöldi velfamaðar. A frétta- mannafundi var Clinton spurður um Lewinsky, sem sagt hefur heiminum sögu sína í vikunni, og kvaðst forsetinn þá leiður yfir þeim lífsraunum sem hún hefur mátt ganga í gegnum. „Ég vona einfaldlega að henni verði nú leyft að halda lífí sínu áíram. Og ég vona að hún eigi góða ævi framundan,“ sagði Clinton. ■ Viðtalinu líkt/28 Mikið umrót í serbneska hluta Bosníu-Hersegóvínu Westendorp rekur Poblasen úr embætti Sarcyevo, Banja Luka. Reuters. CARLOS Westendorp, eftirlitsmaður vesturveldanna í Bosníu, rak í gær þjóðernissinnann og harðlínumanninn Nikola Poblasen úr emb- ætti forseta í serbneska lýðveldinu í Bosníu-Hersegóvínu. Á sama tíma úrskurðaði alþjóðlegur dómstóll að bærinn Brcko, sem bæði Bosníu-Serbar og Króatíu-múslimir gera kröfu til, skyldi áfram verða hlutlaus og njóta sjálfstæðis. Magnaðist upp mikil spenna í kjölfar þessara tíðinda og sagðist Milorad Dodik, forsætisráðherra serbneska lýðveldisins, ætla að segja af sér vegna ákvörðunar dómstólsins. Fylgdi öll ríkisstjórn hans fordæminu og sagði af sér. Poblasen Bandaríkja- stjórn ósátt með Israela Jerúsalem. Reuters. BANDARÍSK stjómvöld hafa til- kynnt ísrael að fyrirhugaðri fjár- hagsaðstoð að jafnvirði 87 milljarða ísl. króna verði seinkað sjái stjóm Israels ekki til þess að Wye-samn- ingnum við Palestínumenn verði framfylgt. Háttsettm- embættismað- ur í ísraelsstjórn sagði þetta til merkis um óánægju ráðamanna í Washington með ákvörðun Benja- míns Netanyahu, forsætisráðherra Israels, um að fresta því að fram- fylgja ákvæðum samkomulagsins. Seinkun aðstoðarinnar væri einnig tilraun til þess að hafa áhrif á niður- stöðu þingkosninganna, sem haldnar verða í ísrael 17. maí. l** b^ . r ^> Vesturveldin auka þrýsting á strfðandi fylkingar í Kosovo Engin merki um breytta afstöðu Serba Kosovo-Albanar segjast ætla að skrifa undir Pristina, Skopje, Brussel, Belgrad. Reuters. VESTRÆNIR sendifulltrúar juku í gær þrýsting á stríðandi fylkingar í Kosovo að skrifa undir samkomulag í friðarviðræðum sem hefjast eiga að nýju í Frakklandi 15. mars. Eng- in teikn voru þó á lofti um að stjórn- völd í Belgrad hygðust láta af and- stöðu sinni við þá fyrirætlan að sendar verði alþjóðlegar hersveitir á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) til að standa vörð um frið í Kosovo. Héldu skærur áfram í hér- aðinu í gær og særðust a.m.k. ellefu serbneskir lögreglumenn og tveir skæruliðar Frelsishers Kosovo (UCK) í bardögum nærri bænum Magura, suðvestur af Pristina, höf- uðborg Kosovo. Wolfgang Petritsch, fulltrúi Evr- ópusambandsins, hitti Nikola Sa- inovic, aðstoðarforsætisráðherra Bob Dole Júgóslavíu, sam- bandsríkis Serbíu og Svartfjalla- lands, í Pristina til viðræðna. Pet- ritsch mun hafa flutt Sainovic þau tíðindi að vestur- veldin myndu ekki sætta sig við nein- ar meiriháttar breytingar á þeim samningsdrögum sem liggja á borð- inu. Á sama tíma hitti Bob Dole, fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, fulltrúa Kosovo- Albana í Skopje í Makedóníu, að beiðni Bills Clintons Bandarfkjafor- seta. Sagði Dole að loknum fundin- um að Albanar hefðu fullvissað sig um að gera mætti ráð fyrir að þeir skrifuðu undir samkomulagið í byrj- un næstu viku. Herflutningar Serba sagðir „eðlileg ákvörðun" Slobodan Milosevic, forseti Jú- góslavíu, hefur margoft sagt að hann myndi ekki sætta sig við her- sveitir á vegum NATO í Kosovo. Klaus Naumann hershöfðingi, einn af æðstu yfirmönnum herja NATO, lét hins vegar hafa eftir sér í gær að Milosevic yrði að gera sér grein fyrir því að liðsmenn UCK myndu ekki leggja niður vopn sín, og þ.a.l. myndi átökum ekki linna í Kosovo, fyrr en þeir væru þess fullvissir að NÁTO kæmi til með að standa vörð um frið í héraðinu. Virtust Serbar þó ekki ginn- keyptir fyrir þessum rökum og sagði háttsettur stjórnarerindreki í Belgrad að sú ákvörðun júgóslav- neskra stjómvalda á fímmtudag að efla landamæravarnir umhverfís Kosovo væri „eðhleg ákvörðun rílds sem teldi ógn steðja að landamær- um sínurn". Mátti ráða af ummæl- um hans að herflutningamir væru ekki síður til að varna inngöngu hersveita NATO í Kosovo, en því að hryðjuverkahópar Kosovo-Albana kæmust þar inn. Reuters Hryðjuverk í Tyrklandi ÞRJÁR manneskjur týndu lífi er bflsprengja sprakk í gær í bænum Cankiri í Tyrklandi. Slasaðist bæj- arstjórinn í bænum einnig alvar- lega en líklegt þykir, að tilræðinu hafi verið beint gegn honum því að sprengjan var sprengd með fjar- stýringu er hann átti leið hjá. Poblasen for- dæmdi í gærkvöld ákvörðun West- endorps og kvaðst ekki sætta sig við hana, hún væri „ólögleg og ólýð- ræðisleg“. Fór Poblasen fram á þjóðaratkvæða- greiðslu um það hvort hann ætti að sitja áfram í emb- ættinu. Poblasen hefur að mati Westendorps hunsað vilja almenn- ings, komið í veg fyrir að niðurstöður kosninga í september næðu fram að ganga að fullu og „ítrekað stuðlað að óróa“ í lýðveldinu. Hlutverk Westendorps er ekki að- eins fólgið í eftirliti, heldur hefur hann umtalsverð völd til að tryggja framgang Dayton-friðarsamkomu- lagsins, sem náðist í Bandaríkjunum árið 1995. Með samkomulaginu var bundinn endi á 43 mánaða langt stríð í Bosníu og búið til serbneskt lýð- veldi og ríkjasamband Króata og múslima. Saman mynda þau sam- bandsríkið Bosníu-Hersegovínu. Solana segir hersveitir NATO í viðbragðsstöðu Mikil ólga hefur verið í serbneska hlutanum síðan Poblasen bar sigur úr býtum í forsetakosningum í sept- ember á kostnað Biljönu Plavsic, sem naut stuðnings vesturveldanna. Hafa samskipti vestrænna stjórnar- erindreka og Poblasen verið afar erf- ið og sakar Westendorp Poblasen nú um að hafa misbeitt valdi sínu þegar hann neitaði að tilnefna Milorad Dodik til að gegna áfram forsætis- ráðherraembættinu. Harðlínumenn úr röðum Bosníu- Serba munu líta á Brcko sem líflínu milli austur- og vesturhluta Serb- neska lýðveldisins og segja frétta- skýrendur að þeir muni eiga erfitt með að sætta sig við niðurstöðu al- þjóðlega dómstólsins. Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins (NATO), lagði hins vegar hart að deilendum að una ákvörðuninni og sagði sveitir NATO við öllu búnar kæmi til átaka í kjöl- far úrskurðarins. ESB býst til varnar í bananadeilunni Brussel, Genf. Reuters. EVRÓPUSAMBANDIÐ lagði í gær til atlögu til vamar viðskipta- hagsmunum sínum eftir að banda- rísk stjómvöld ákváðu að leggja 100% refsitolla á ýmsar vörur úr evrópskri framleiðslu vegna meintrar mismununar sem banda- rísk bananasölufyrirtæki sæta í innflutningsreglum ESB. í Genf kallaði ESB til fundar allsherjarráðs Heimsviðskipta- stofnunarinnar (WTO) strax eftir helgina til að koma á þeim vett- vangi á framfæri reiði sinni vegna þess sem talsmenn sambandsins kalla skýlaust brot Bandaríkja- manna á reglum stofnunarinnar. „Pað sem við eram að reyna að gera er að nýta hvem þann laga- lega farveg sem okkur stendrn- op- inn í WTO til að freista þess að leysa þessa deilu,“ sagði Nigel Gar- dner, talsmaður Sir Leons Brittan, sem fer með viðskiptamál í fram- kvæmdastjóm Evrópusambands- ins. En hann útilokaði einhliða mótaðgerðir af hálfu ESB. Japanir tóku í gær undir gagn- rýni á aðgerðir Bandaríkjamanna og sögðust vonast til að takast mætti að finna lausn á deilunni í samræmi við reglur WTO.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.