Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Side 36

Bókasafnið - 01.04.1994, Side 36
Fríða S. Fiaraldsdóttir skólasafnskennari, Selásskóla Skólasafn Selásskóla Selásskóli tók til starfa árið 1986. Hann er grunnskóli fyrir 6 - 12 ára börn í Seláshverfi í Reykjavík. Nemend- ur eru rétt rúmlega 400. Skólastjóri er Kristín H. Tryggva- dóttir. Skólasafn hefur verið starfrækt í skólanum frá upphafi en fyrstu tvö árin var starfsemin lítil sökum þrengsla. Þeg- ar safnið fékk eigið húsnæði í skól- anum var ákveðið að hver bekkur fengi einn fastan vikulegan tíma á safninu. Þetta var gert til kynna starfsemi skólasafnsins og tryggja samstarf kennara og skólasafns- kennara. Þessi háttur hefur reynst svo vel að kennarar hafa æ síðan óskað eftir sama fyrirkomulagi. Stundataflan er því þannig upp- byggð að hver bekkur á fastan vikulegan tíma og hefur mögu- leika á fleiri tímum ef þörf krefur. í flestum tilfellum er um skipti- tíma að ræða, þannig að tveir kennarar annast kennsluna í sam- einingu. I upphafi skólaárs eru sam- starfsfundir með árgangakennur- um og skólasafnskennara. A þess- um fundum er safnvinnan skipu- lögð. Þessi háttur hefur gefist mjög vel því þannig fær skólasafnskenn- ari tækifæri til að fylgjast með hvað gerist í hverjum árgangi og getur fellt safnkennsluna inn í heildar- kennsluáætlun hvers árgangs. Samstarfsfundir eru síðan haldnir allt skólaárið eftir þörfum. Starfsemi skólasafnsins má í stórum dráttum skipta í eftirfar- andi þætti: safnfrœðslu, heimilda- vinnu, lestur. Markmið safnfræðslunnar er m.a. að kenna nemendum að finna gögn í safninu, kynna þeim uppbyggingu bóka og gagna og að þjálfa þá í að afla heimilda og vinna úr þeim. Við safnfræðsluna eru notaðar bækur Kristínar Unnsteins- dóttur og Ragnhildar Helgadóttur I leik á skólasafhi 1 sem nemendur í 4. bekk vinna (9 ára nemendur) og Leitum og finnum á skólasafhi 1 sem unnin er í 6. og 7. bekk (11 og 12 ára nemendur). Að auki notum við hluta af verkefnum Ragnheiðar Jónsdóttur og Sigríðar Maríu Jónsdóttur Safn- kennsla : verkefni fyrir 2. -7. bekk grunnskóla. Nemendur vinna fjölmörg önnur verkefni sem oft tengjast heimilda- verkefnum eða vinnu með skáldsögur. Heimildavinna Meginvinna nemenda á skólasafni Selásskóla er heim- ildavinna. Námskrá skólasafns Selásskóla er byggð þannig upp að hver aldurshópur á að tileinka sér ákveðna færni og þekkingu. Þannig verður til ferli sem á að tryggja að nem- endur hafi lært undirstöðuatriði í að nota safnkostinn við heimildavinnu þegar þeir útskrifast úr skólanum. I tengsl- um við heimildavinnuna eru lögð verkefni fyrir nemendur þar sem þeim er kennt að nota þær handbækur og fræðibækur sem þeir koma til með að nýta við vinnuna. Heimildavinnan tengist aðallega móðurmáli og samfélagsfræðigreinum. I stuttu máli má segja að þessi vinna fari fram á eftirfarandi hátt: I 1,- 2. bekk kanna nemend- ur heimildir, aðallega myndir í tengslum við efni sem þeir eru að fjalla um og fljótlega fara þeir að skrifa einfaldan texta. Sem dæmi má nefna að í vetur hafa 6 ára nemendur m.a. rannsakað fugla, helstu einkenni þeirra s.s. fæðu, umhverfi, og hugtökin staðfugl og farfugl. Vinnan fer þannig fram að nemendur skoða upp- stoppaða fugla, ræða saman um hin ýmsu sérkenni fugla þar á meðal skoða þeir fjaðrir í víðsjá. Síðan fá nemendur fuglabækur í hendurnar og eiga að finna sinn fugl. Þá teikna nemendur fuglinn eins rétt og hver hefur getu til og að síðustu skráir nemandinn heiti fuglsins og skrifar um fuglinn með aðstoð kennara eða foreldra. Sjö ára nemendur hafa unnið að margvíslegum verkefnum í vetur þar má t.d. nefna samvinnu við tónmenntakennara þar sem ýmis tónskáld hafa verið kynnt og nemendur skrifað um þau og hlustað á verk þeirra. Annað verkefni hjá þessum aldurshópi tengist þjálfun í ritun. Nemendum er kennt að semja texta í tengslum við heimildavinnu um villt dýr á Islandi. I 3. bekk er unnið markvisst með heimildir og nemend- ur þjálfaðir áfram í að semja eigin texta út frá þeim. Á haustmisseri unnu átta ára börn t.d. heimildaverkefni urn tré. Bók Jóns Guðmundssonar um Trévar að mestu leyti notuð sem heimild. Þessi nemendahópur hefur undanfarið unnið heimildaverkefni um húsdýr og hefur bókin Húsdýr- in okkar eftir Stefán Aðalsteinsson verið notuð. Þar hafa nemendur lesið textann og skilað lesskilningsverkefnum um nokkur húsdýr. Annað verkefni í þessari heimildavinnu er að skrifa eigin texta um eitt húsdýr og meta þá um leið aðalatriði frá aukaatriðum. Ég tel að það sé mikilvægt að börn á þessu aldursskeiði styðjist aðallega við eina heimild 36 Bókasafnið 18. árg. 1994

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.