Morgunblaðið - 01.05.2005, Side 26

Morgunblaðið - 01.05.2005, Side 26
26 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER komið sumar við Vífils- staðavatnið, flugan er komin á kreik í blíðunni og fyllir brjóst veiðimanns af væntingum um veiði. Það er í raun merkilegt að aka svona stutta vega- lengd og vera kominn alveg út úr borginni, í tæra náttúruna þar sem hægt er að fá sér vatnssopa úr sprænum sem renna í vatnið; það hlýtur að vera hreint því við austur- enda þess eru vatnsból Garðabæjar. Krían er komin, endur eru í hópum á vatninu og á bakkanum undir hlíð- inni norðaustan megin situr einn af vorfuglum Vífilsstaðavatns og horfir á afkvæmi sitt úti á vatninu. Þetta eru þeir Þór Nielsen og son- ur hans Sigurður Þór Þórsson í Arkó sem vaðið hefur um tíu metra frá landi og setur nú í bleikju á stöng sem heitir Nielsen, í höfuðið á föður hans. Áratuga veiðireynsla í vatninu Ég tylli mér við hliðina á Þór Nielsen, sem veitt hefur manna mest í vatninu, og við fylgjumst með Sig- urði Þór þreyta bleikjuna. „Hann er með engjafluguna eftir Jón heitinn Petersen undir,“ segir Þór en hann og Jón veiddu áratugum saman í vatninu og löngu fyrir þann tíma að fluguveiðimenn fóru að stunda það að einhverju marki. Þótt engjaflug- an, eða „rafmagnið“ eins og hún er oft kölluð, sé firnasterk í Vífilsstaða- vatni er þó önnur henni fremri að mati Þórs: „Peter Ross er náttúrlega alsterkasta flugan sem ég hef látið í vatnið. Og mjó Watson Fancy með kúlu og Herdís líka eftir Jón Sig- urðsson.“ Þór er greinilega hógvær því hann nefnir ekki eina sterkustu fluguna í vatninu sem heitir eftir því, Vífó grá, og er eftir hann sjálfan. Þegar ég nefni hana spyr Þór kurteislega hvort hún hafi ekki gefið mér og verður ánægður þegar ég upplýsi að ég hafi oft fengið feiknagóða veiði á hana og reyni hana undantekning- arlaust. „Ég byrjaði að veiða hérna í Vífils- staðavatni fyrir um 30 árum. Þá hljóp ég þarna yfir girðinguna og tók fjóra fiska og hljóp síðan aftur yfir girðinguna því Helgi læknir á Vífils- stöðum varð alveg brjálaður því ég var að stelast í vatnið. Hann leyfði engum að veiða í vatninu nema sjúk- lingunum. Þetta var um tíma kallað „Berklavatnið“ en það var mesti mis- skilningur því fiskurinn hér er af- bragðs matfiskur.“ Þór segir að þegar hann hafi byrj- að að veiða í Vífilsstaðavatninu hafi það ekkert verið stundað. „Það var ekki kjaftur hérna, þeir máttu veiða, sjúklingarnir hérna. En ég og Nonni Pet erum búnir að veiða saman hérna í fjölda, fjölda ára. Við vorum einu sinni þarna undan bílastæðun- um [norðan til] 20. apríl og vorum að nálgast 100 fiska um tólfleytið eftir að hafa byrjað að veiða um átta.“ En hvaða flugur þarf sá að hafa se reynir fyrir sér í vatninu? „Ef maður á þessar flugur, Peter Ross, engjafluguna, Herdísi, Vífó gráa og Watson Fancy þá á það að vera nóg. Þetta eru þær pöddur sem hafa reynst okkur vel en Tailor og Peacock eru ekki eins sterkar hérna og í Elliðavatni,“ segir Þór og bætir við að hann noti mest stærð 12 og svo fjórtán og sé með stangarlengd í taum eða tæplega það. Þurrflugu notar hann líka, einkum litla rauð eftir Jón Petersen. Þór vill helst hafa veðrið stillt og hlýtt og ekki verra ef það er bjart. Sólin er tekin að lækka á lofti og vindur farinn að blása aðeins í fangið á okkur en þótt Sigurður hafi nú fengið tvær bleikjur er þetta hvorki sá staður við vatnið né sá tími sem Þór og Sigurður kjósa sér helst á vorin. „Ég vil vera á bökkunum sunnan megin og að morgninum,“ segir Þór. „Við Siggi höfum mokveitt þar. Bleikjan er stutt frá landi þar, maður á helst ekki að vaða heldur byrja að kasta af bakkanum og kannski rétt aðeins að færa sig út í. En hérna undir hlíðinni er eiginlega besti hauststaðurinn í vatninu. Torf- urnar kom hérna að í ágúst en bleikj- an hrygnir hér.“ Þór segist kjósa að veiða á morgn- ana á vorin, kvöldveiði gefist þá ekki eins vel þótt hún geri það á haustin. Þór og Sigurður Þór hafa veitt sam- an í vatninu í um áratug en sjálfur veiddi Þór einnig með föður sínum í Vífilsstaðavatni. Aflanum ekið í fiskbúðir „Einu sinni var ég á bökkunum þarna sunnan megin í júlí með pabba. Yfirleitt er ekki veiði þar í júlí en við fengum 220 bleikjur yfir dag- inn, frá sjö til sjö. Allt á Peter Ross. Svo fór ég morguninn eftir og tók hundrað. Svo ætlaði ég að fara aftur en þá fékk ég ekki neitt. Konan mín kom með bala að ná í aflann og keyra hann í fiskbúðir.“ Sigurður veður í land með bleikj- urnar tvær. „Þú hefðir fengið fleiri ef vindurinn hefði ekki farið að snúa sér beint á móti þér. En það er ekki öngullinn í rassinum að minnsta kosti, það er ágætt,“ segir Þór. „Það var gaman að fá þennan,“ segir Sigurður Þór og bendir á aðra bleikjuna. „Ég hélt að þetta væri stærri fiskur því þetta var dálítið góð taka. Við tileinkum Jóni Petersen þessa fiska,“ segir Sigurður Þór og Þór tekur strax undir það. Sigurður Þór segist hafa veitt mikið á þessum stað á árum áður en hann komist þó minna núorðið vegna anna. En líkt og Þór kýs hann helst að vera sunnanmegin að morgni til á vorin. „Þá þarf maður ekki að vera að vaða út, hún er bara svo að segja við tærnar á manni.“ Sigurður Þór man vel eftir met- veiði pabba síns og afa sem Þór greindi frá. „Þá voruð þið með bala var það ekki, bleikan bala. Svo var bara brunað með þetta í fiskbúðina. Þetta var rosalegt,“ segir Sigurður Þór og hlær. STANGVEIÐI | Veitt með Þór Nielsen og Sigurði Þór Þórssyni Með bleikan bala við Vífilsstaðavatn Morgunblaðið/Golli Sigurður Þór og Þór Nielsen á bökkum Vífilsstaðavatns. „Konan mín kom með bala að ná í aflann og keyra hann í fiskbúðir.“ Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is AÐ ÞESSU sinni er veitt með feðg- unum Þór Nielsen og Sigurði Þór. Þór Nielsen er löngu landsþekktur veiði- maður og fluguhnýtari og er höfundur margra sterkra flugna. Þór starfar í Arkó veiðivörum. Sigurður Þór og kona hans eiga og reka verslunina Arkó veiðivörur að Krókhálsi 5g en Sigurður er einnig mik- ill hnýtari. Sigurður Þór er einnig fram- kvæmdastjóri Nielsen Group sem hóf að framleiða Nielsen flugustangirnar og veiðibúnað fyrir um þremur árum síðan en þær hafa selst vel hér á Íslandi en nú er farið að selja Nielsen Fishing Gear í bæði Danmörku og Svíþjóð. Höfundar flugna og stanga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.