Morgunblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 55 Til leigu í Fákafeni Tímabundið - hagstæð leiga allt að 110 fm skrifstofuhúsnæði á áberandi stað með sérinngangi. Lýsing: Stór opinn sal- ur, eldhús og snyrting. Mjög vel frágengið og bjart húsnæði á 2. hæð. Unnt er að leggja við inngang. Getur hentað fyrir námskeiðahald/ ferðaþjónustu/sumartengda starfsemi. Leigu- tími frá 15. maí til 15. ágúst. Upplýsingar í síma 891 6625 og 897 7922. Skrifstofuhúsnæði til leigu Til leigu er ca 280 fm skrifstofuhúsnæði í Faxa- feni, sem er að hluta til búið glæsilegum skrif- stofuhúsgögnum. Sanngjörn leiga. Áhugasamir leiti upplýsinga í síma 517 5040 eða sendi fyrirspurn á netfangið ohj@hradbraut.is. Atvinnuhúsnæði Óska eftir atvinnuhúsnæði fyrir matvælafram- leiðslu og lager til langtímaleigu eða kaups á höfuðborgarsvæðinu. Ekki minna en 150 fm. Kostur er kælir eða frystir á staðnum og 3ja fasa rafmagn. Gott aðgengi nauðsynlegt. Vin- samlega sendið upplýsingar og símanúmer á netfangið hjordis@madurlifandi.is Atvinnuhúsnæði Fyrirtæki Ýmislegt Félagsmenn Matvæla- og veitingasambands Íslands og Rafiðnaðarsambands Íslands Til hamingju með daginn! Tökum þátt í hátíðarhöldum dagsins og mæt- um síðan í 1. maí kaffi í félagsmiðstöðinni á Stórhöfða 31. Stjórnir RSÍ og Matvís. Félagslíf Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Fjölskyldusamkoma kl. 11:00. Allir velkomnir. Bænastund kl. 19:30. Almenn samkoma kl. 20:00. Högni Valsson predikar. Lofgjörð, fyrirbænir og samfélag í kaffisal á eftir. Allir velkomnir. www.vegurinn.is Í kvöld kl. 20.00 Samkoma. Umsjón Elsabet Daníelsdóttir. Hallelújakórinn syngur. Mánud. 2. maí kl. 15.00 Heimilasamband. Allir konur velkomnar. I.O.O.F. 3  186528  Dn. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Fossaleyni 14, Grafarvogi. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00 með breyttu sniði fyrir alla fjöl- skylduna. Grillaðar pylsur og gos selt eftir stundina. Samkoma kl. 20.00 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Ólafur H. Knútsson predikar. Heilög kvöldmáltíð. Allir hjartanlega velkomnir. Brauðsbrotning kl. 11:00. Ræðumaður Ester Jacobsen. Lofgjörðarsamkoma kl. 16:30 með Gospelkór Fíladelfíu. Aldursskipt barnakirkja á meðan samkomu stendur. Allir eru hjartanlega velkomnir. Mánud. 2. maí kl. 17:00 er sjón- varpsupptaka, samkoma sem verður sýnd á RÚV á hvítasunnu- dag. Á eftir verður grillað og átt samfélag. Allir eru hjartanlega velkomnir. filadelfia@gospel.is www.gospel.is Ath! Hægt er að horfa á beina útsendingu á www.gospel.is eða hlusta á útvarp Lindina fm 102.9 Ath! Kl. 20:00 á Omega er sam- koma frá Fíladelfíu og á mánu- dagskvöldum er þátturinn „Vatnaskil” frá Fíladelfíu sýndur á Omega kl. 20:00. Aðalfundur Lífssýnar verður haldinn þriðjudaginn 3. maí kl. 20.30 í Bolholti 4, 4. hæð. Venju- leg aðalfundarstörf. Stjórnin. Eignaraðild/samruni Sérvöruverslun með einstaka, viðskiptahug- mynd (concept) hér á landi, á einum besta stað á Laugaveginum óskar eftir meðeiganda/ samruna. Áhugasamir sendi fyrirspurnir á auglýsinga- deild Mbl. eða í box@mbl.is merktar: „Viðskipti/Laugavegi — 17041“. Raðauglýsingar 569 1111 Verslunar-/þjónusturými Til leigu tvö rými, 220 og 112 fm, við Reykjavík- urveg 64 í Hafnarfirði. Hentar vel fyrir verslun eða aðra þjónustu. Góð staðsetning, næg bíla- stæði. Nánari uppl. gefur Hallgrímur í síma 898 0071 eða Jónas Þór í síma 864 5203. Lóðir Lóðir óskast Byggingafyrirtæki óskar eftir að kaupa lóðir undir raðhús, parhús eða einbýlishús í Kópavogi eða Vallahverfi í Hafnarfirði. Fullum trúnaði heitið. Upplýsingar í síma 659 8980. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Nauðungarsala Uppboð Reiðhjól og aðrir óskilamunir í vörslu lögreglunnar verða boðnir upp á Dalvegi 18, Kópavogi, laugardaginn 7. maí nk. kl. 11:00. Mun- irnir verða til sýnis föstudaginn 6. maí frá kl. 10:00-16:00 og gefst eigendum tækifæri til að endurheimta eigur sínar gegn sönnun á eignarétti. Greiðsla við hamarshögg. Ávísanir aðeins teknar gildar sem greiðsla með samþykki uppboðshaldara. Sýslumaðurinn í Kópavogi, 29. apríl 2005. Þuríður B. Sigurjónsdóttir, ftr. Húsnæði óskast óskar eftir 4 herbergja íbúð á Akureyri til leigu með húsgögnum frá byrjun maí til loka september. Upplýsingar í síma 894 5390 (Friðrik). Húsnæði óskast til leigu Fjölskylda sem er að flytja heim frá útlöndum óskar eftir einbýlishúsi eða raðhúsi til leigu í Garðabæ frá 1. ágúst nk. Vinsamlegast hafið samband við Sigríði í síma 616 6531 eða sigridur@gmail.com. FORSÆTISRÁÐHERRA veitti á dögunum styrk til vinnuhóps sem vill athuga hvort það sé hagkvæmt að setja á stofn alþjóðlega rann- sóknarstofnun á sviði loftslags- breytinga hér á landi. Stofnunin myndi verða á Ísafirði og rann- saka sérstaklega áhrif loftslags- breytinga á líf- ríki hafsins, haf- strauma, dýralíf og gróður og bráðnun jökla. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt, á sæti í hópnum en hún hefur unnið að þessari hugmynd í eitt ár. Ólöf segir hugmyndina spretta upp af áhuga á byggðastefnu og rannsóknum á loftslagsbreyting- um. Hún bendir á að þær lofts- lagsbreytingar sem spáð hefur verið muni hafa hvað mest áhrif á norðurslóðum og þar af leiðandi á Íslandi. „Þess vegna er eðlilegt að Ísland komi að rannsóknum á loftslagsbreytingum. Allar athug- anir hafa leitt í ljós að loftslags- breytingar og breytingar á haf- straumi hanga saman enda er þetta eitt jarðkerfi,“ segir Ólöf og bætir við að Ísafjörður sé mjög vel staðsettur til svona rannsókna. Gæti styrkt hugmyndir um háskóla á Ísafirði Ólöf hætti nýverið sem formaður Landverndar en hún segir að þar hafi hún haft tækifæri til að kynna sér rannsóknir víða að um lofts- lagsbreytingar. „Erlendis hafa verið ýmsar nýjungar í rannsókn- um á sviði haffræði og loftslags- breytinga. Það er verkefni hópsins að kynna sér hvað er um að vera í þessum efnum hér á landi og er- lendis og athuga í framhaldi af því hvort þessi hugmynd sé hagkvæm. Haraldur Sigurðsson, prófessor, er að vinna með hópnum og hann set- ur sig í samband við vísindamenn erlendis.“ Ólöf segir vinnuhópinn hafa mikinn áhuga á að styrkja byggð á Ísafirði og að eina raunhæfa byggðastefnan sé að auka mennt- un. „Við höfum lengi haft áhuga á því að efla hugmyndir um háskóla á Ísafirði og nú viljum við sjá hvort þetta verkefni geti styrkt þær hugmyndir enn frekar,“ segir Ólöf. Auk Ólafar og Haralds sitja í vinnuhópnum Björgólfur Thor- steinsson, rekstrarhagfræðingur, Hallvarður Aspelund, arkitekt, Ív- ar Jónsson, prófessor, og Jónas Guðmundsson, hagfræðingur. Forsætisráðherra hefur veitt styrk til að skoða hagkvæmni loftslagsrannsókna hér á landi Alþjóðleg rannsóknar- stofnun á Ísafirði? Ólöf Guðný Valdimarsdóttir HEIMILI og skóli – landssamtök for- eldra leita eftir tilnefningum til for- eldraverðlauna sem veitt verða í Þjóð- menningarhúsinu 17. maí nk. Foreldraverðlaunin eru veitt þeim að- ila/aðilum sem á yfirstandandi skóla- ári hafa unnið frábært starf í þágu skóla, foreldra og barna. Við veitingu verðlaunanna er sér- staklega litið til verkefna sem stuðlað hafa að eflingu samstarfs heimila og skóla og aukinni virkni foreldra, nem- enda, skólastarfsmanna og annarra aðila sem koma að þessu mikilvæga samstarfi. Foreldraverðlaunin verða nú veitt í 10. sinn og er aðalmarkmið með veit- ingu þeirra að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem unnið er á fjölmörgum sviðum í grunnskólum landsins. Árlega velur sérstaklega skipuð dómnefnd eitt verkefni til verðlauna. Að auki verða í ár veitt sérstök hvatn- ingarverðlaun og dugnaðarforkaverð- laun ef tilefni þykir til. Tilnefningum skal skila fyrir 4. maí á þar til gerðum eyðublöðum til Heimilis og skóla á Suðurlandsbraut 24. Sjá nánar á vef- síðunni heimiliogskoli.is. Leita tilnefninga til foreldraverðlauna MÁLÞING verður haldið næstkom- andi miðvikudag um orsakir of- þyngdar og meðferð offitu frá fæð- ingu til fullorðinsára. Fer það fram í hátíðarsal Háskóla Íslands milli kl. 9 og 17 og er á vegum læknadeildar HÍ, landlæknisembættisins og franska sendiráðsins á Íslandi. Á málþinginu flytja íslenskir og erlendir sérfræðingar erindi um or- sakir offitu barna, áhrif offitu á með- göngu, um næringu og offitu ung- barna, kyrrsetu og hreyfingu og um meðferð við offitu. Í hádegishléi mál- þingsins verður kynnt nám í lækn- isfræði í Frakklandi. Málþing um orsakir offitu og meðferð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.