Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 56

Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 56
50 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiimmimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiimiimimmiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiimmiimiiiiim r Övæntur 1 ofviðrinu mikla, er gekk yfir Norðurland, dagana 26.— 27. október 1934, kom mikill snjór fram til heiða, en minni í byggð hér í Kelduhverfi, vegna þess, að eftir því sem nær dró sjónum, varð úrkoman votari, jafnvel regn að mestu leyti úti við sjóinn. Eftir veðrið urðu menn á bæjunum Keldunesi og Eyvindar- stöðum hér í hreppi varir við, að ungt hreindýr var komið inn í hagagirðingu, er bæir þessir eiga í sameiningu, hefir sennilega í veðrinu farið yfir girðinguna, þar sem hún var á kafi í snjó. Snjó þann, er kom í veðri þessu, tók bráðlega upp að mestu, og eftir það var snjólétt mestan hluta vetrarins í fyrra. Og svo fóru nú leikar, að veslings dýrið dvaldi þarna í girðingunni yfir vet- urinn, hefir aldrei fundið hlið út úr henni, og ekki þorað að freista stökks yfir hana. Átti það þarna næðissama daga, og er voraði var það svo spakt, að menn — með því að fara var- lega — komust mjög nærri því, svo eigi var lengra í það, er styzt var, en ca. 3—4 metrar. Dvaldi það lengst af syðst í girðing- unni um veturinn, en þegar kom fram á vorið, leitaði það norður á bóginn, allt heim undir Keldunes. Hefir það þá líklega verið að leita að drykkjarvatni, sem eigi er til í þurrkatíð syðst í girðingu þessari. Einu sinni er það kom í vor heim undir Keldunes, kreptu tveir aðkomumenn að því við vestra girðingar-arminn; hafa víst ætlað að ná mynd af því. En þegar dýrið kom í þessa kreppu, gerði það sér hægt um vik, og lyfti sér fimlega yfir girðinguna. Var það þá komið í annað girðingarhólf, með miklu meira land- rými og f jölbreyttara gróðri en hitt er það var í áður; en tví- sýnt er mjög, að það hafi breytt til hins betra, eins og sést á því, sem fer hér á eftir. í girðingu þessari mun þessi einstæðingur hafa orðið fyrir meiri afskiptum af völdum manna og — ef til vill — hunda, en í hinni, enda árstíðin sú, að menn voru miklu meira á ferð nú um hana en hina meðan það var í henni. Gerðist það nú stygg- ara og varara um sig en áður, og hikaði eigi við — ef svo bar undir — að leggja til sunds yfir Litlá, sem hefir upptök sín í hrauninu í girðingu þessari, og fellur eftir henni alla leið til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.