Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1920, Side 37

Skírnir - 01.01.1920, Side 37
Skirnir] Elías Lönnrot og Kalevala. 31 samdi og gaf út á finska tungu fjölda bæklinga, bæði í bundnu máli og óbundnu, þar sem hann berst á móti hleypidómum og hjátrú manna, og vinnur að útbreiðslu margvíslegrar, nytsamrar þekkingar. Sérstaklega eggjar hann æskulýðinn lögeggjan að nota flnska tungu einvörð- ungu, er þeir ávarpi samlanda sína í riti. En til að full- komna sig í notkun flnskrar tungu væri að eins ein leið, °g' hún væri sú, að leggja hlustirnar rækilega að vörum finskrar alþýðu, sérstaklega er hún hefði yfir þjóðkvæði sín og forna söngva Lærisveinn Juteinis, Gottlund, verð- ur þá líka einna fyrstur til þess að ferðast um sveitir Finnlands í því skyni að safna finskum þjóðkvæðum. En þá hafði nokkuru áður (c.1818) læknir einn, Zachris Tope- tius, íaðir skáldsins fræga, gefið út 5 smáhefti samskonar Þjóðkvæða, og áður nefndur von Becker gert fyrstu til- raurina til að lesa sér úr þjóðkvæðum þessum eða kvæða- brotum samankangandi sögu höfuðpersónunnar í þeim flestum, — hins »vitra gamla Váinámöinens®. En sú ófullkomna tilraun er fyrir það frægust, að fyrir hana fseðist í sálu þess manno, sem hér skal sérstaklega minst, fiugmyndin um að lesa öli þessi fornu þjóðkvæði saman í eina heild, er leiðir til þess, að hinn heimsfrægi þjóð- kvæðabálkur Kalevala verður til. En sá maður hét Elias Lönnrot.‘) Nafnið Elias Lönnrot er virðulegast talið allra Uafna, hvort heldur er í menningarsögu Finna yfirleitt eða 1 bókmentasögu þeirra sérstaklega, enda hefir hann með réttu verið talinn »Kólumbus finska þjóðskáldskaparins, grundvallandi finska ritmálsins og þann veg i eiginleg- asta skilningi faðir finsku bókmentanna« (E. Aspelin). Elias Lönnrot var af alþýðufólki kommn og ólst upp við mestu fátækt. Faðir hans var sveitarklæðskeri, Jó- fiann Elías Lönnrot í Paikkaríþorpi í Sammatti-sókn á ‘) (Efisagan er þrædd eftir riti 0. A. Kallio: Elias Lönnrot, Belsingfors 1902, en jafnframt stnðst mikillega við skrautritið: Finland * 19de seklet. Framsteld i ord ock bild. Helsingfors 1898.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.