Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 4
að samþykki forráðamanna hjónaefnis til stofnunar hjú- skapar. Með áskilnaðinum um samþykki forráðamanna ungs fólks er forráðamönnum veitt vald til að reisa rönd við hjúskap þeirra, sem eru ólögráða. En telja verður það ósennilegt, að heimilt hafi verið að gifta mjög ungt fólk, þótt það hlyti slíkt leyfi. 1 rétti flestra ríkja, þar sem snú- izt var til mótmælendatrúar, var hjúskaparaldur hækkaður til muna frá eldri tíðar lögum og þá yfirleitt miðað við lögræðisaldur. Verður að telja líklegt, að ætlunin hafi verið að koma slíkri löggjöf á hér á landi einnig. Frá tímabilinu 1541 til 1587 hefi ég ekki rekizt á nein aldursleyfi í prent- uðum heimildum né önnur gögn, sem sýni framkvæmd þessa atriðis. 1 hjúskaparskipaninni frá 2. júní 1587 segir, að sú trú- lofun fái ekki staðizt, sem ómyndugir menn standi að. Ekki er hér skýrt nánar, hvað átt sé við, þegar rætt er um „ómynduga menn“, og verður þá að leysa úr því efni eftir þágildandi lögum um lögræði. Samkv. Jónsbók, Kvg. 16 ogRéttarb. 1294,17,urðu menn sjálfráða 16ára, en fjárráða 20 ára, sbr. t. d. Kvg. 2 og 26. Nærlægast er að skilja orð hjúskapargreinanna um ómynduga menn svo, að með þeim sé áskilið, að hjónaefni séu fullráða. 1 D. og N.L. Kristjáns V. var sett það ákvæði, að hjúskaparaldur konu skyldi vera 16 ár, en karla 20 ár, sbr. D.L. 3-16-5 og N.L. 3-18-5. Þessi ákvæði voru ekki lögleidd hér á landi, þótt Sveinn Sölvason telji svo í riti sínu, Tyro juris, 1754. Allt um það þykir mér líklegt, að ákvæði hjónabandsgreinanna hafi snemma og jafnvel frá upphafi verið skilið svo, að hjú- skaparaldur kvenna væri 16 ár, en karla 20 ár, enda hafði hjúskaparaldur kvenna verið lægri en karla frá fyrstu tíð. Umsögn Sveins Sölvasonar frá 1754 bendir einnig til þess, að sú hafi verið framkvæmd þeirra mála þá og senni- lega um nokkurn aldur þar á undan. Þess skal getið, að í vm. kafla í kirkjuritúali 1685 segir, að óheimilt sé að vígja fólk, sem ekki hafi verið til altaris. Karlar og konur gátu skv. þágildandi lögum farið til aitaris, er þau höfðu náð 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.