Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 13
makann. Þessu atriði hefir ekki beinlínis verið haggað með síðari lögum, en ekki kemur til greina að leysa það nú á grundvelli þessa lagaboðs (sbr. Persónurétt eftir dr. Þórð Eyjólfsson, bls. 33—34). 1 þessu sambandi má drepa á kon.br. 20. marz 1634, þar sem segir, að ekki skuli taka strangt á legorði þeirra, sem á Islandi séu og bundnir séu hjúskap við nokkra þá menn, er Tyrkir rændu. Óheimilt var hins vegar að veita slíkum mönnum leyfi til hjúskap- ar, nema fullsannað væri, að makar þeirra væru látnir (Forordningar, II, 376—77). b. Biðtími vegna fyrra hjúskapar. Samkvæmt tilsk. 14. apríl 1752 skyldi ekkja bíða 1 ár, en ekkill 6 mánuði með nýjan hjúskap. Þó var unnt að fá leyfi til að stofna nýjan hjúskap fyrr. Þessari reglu var breytt með tilsk. 23. maí 1800, I., 4. í það horf, að ekkjum var ekki leyfilegt að giftast að nýju, fyrr en 9 mánuðir voru liðnir frá and- láti maka, nema kona væri úr barneign eða annað væri, að hún væri ekki barnshafandi af völdum bónda síns. 1 tilsk. 23. maí 1800 er ekki vikið að ekkjumönnum og er þó ólíklegt, að biðtími að því er þá varðar hafi verið alger- lega afnuminft. I tilsk. 30. apríl 1824, I, 5 er það ákvæði, að ekkjumaður skyldi bíða ókvæntur a. m. k. í 3 mánuði, en ekkja árlangt hið skemmsta frá dánardægri maka. Þó var bændum og öðru almúgafólki, „hverra kjör og ástand ekki leyfir þeim lengur að bíða ógift“, leyft að giftast á ný innan skemmra frests, ekkjumanni 6 vikum eftir dauða konu sinnar, en ekkju 3 mánuðum eftir andlát bónda síns. Sá varnagli var þó sleginn um ekkjuna, að henni væri ekki leyfilegur hjúskapur innan hins skemmra frestsins, nema vissa væri fyrir því, að „hún ekki sé ólétt af hennar sáluga manns völdum.“ Ákvæði þessi áttu samkvæmt orðum sín- um því aðeins við, er hjúskap lauk fyrir andlát, en ekki hins vegar er hjúskap lauk fyrir skilnað eða ógildingu. En væntanlega hefir verið unnt að beita ákvæðinu um hjúskap konu fyrir lögjöfnun, er svo stóð á, en hins vegar væntanlega ekki um hjúskap bónda. Reglur þessar voru í 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.