Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 17
sækja um sérstakt hjúskaparleyfi og sama var um stefn- anda, er dómur fékkst ekki fyrir kröfu hans um, að sér yrði leyfður hjúskapur af nýju. Þegar hjúskap var slitið með leyfisbréfi, þurfti jafnan að fá giftingarleyfi. Unnt var að fá slíkt leyfi samtímis því, að skilnaðarleyfið var veitt. Sérákvæði, er tálmuðu hjúskap lögskilinna manna, voru numin úr lögum, er 1. nr. 39/1921 tóku gildi, en gæta skal þó ákvæða 3. málsgr. 99. gr. þeirra laga, er meta á, hvort dómur í skilnaðar- eða ógildingarmáli sé fullnægjandi skil- ríki fyrir brottfelli eldra hjúskapar. e. Hjúskaparheit. 1 kirkjuskipan Kristjáns III. er ekki vikið beinlinis að því, að heitorð karls við konu sé því til fyrirstöðu, að t. d. festarmaður gangi að eiga aðra konu en festarkonu sína. Á þetta atriði er drepið í alþingisdómi um hjúskaparheit og hjúskaparrof frá 1. júlí 1562 (Dipl. Isl. XIII, 747). Dæma dómendur þá menn, sem lofa kon- um og meyjum eiginorði með handsölum og tveimur vott- um og liggja með þeim síðan, skylduga að festa þessar konur eftir lögmálsins ávisun. Sama gegndi um þá menn, sem kaupa sér konur með vottum og handsölum og gift- ingannanns ráði og samþykki, ,,þá dæmdum vér þá undir sama skilyrði um festing og fullnaðarhjúskaparband sem fyrr greinir". Ef karlmaður trássaðist við, skyldi hann hljóta áminningu þrisvar sinnum og gjalda giftingarmanni bætur og því hærri sem hann þrjózkaðist lengur. Þcss má geta, að helmingadómur, sem gekk á árabilinu 1665—70 dæmdi mann nokkurn, sem keypt hafði konu og látið lýsa með þeim, en færðist síðan undan hjúskap án iöggildra ástæðna, til sekta við konung og til að gjalda giftingar- manni fullrétti. Hins vegar var hann ekki dæmdur „hjú- skap að binda“, eins og á stóð (Dipl. Isl. XIV, 453—4). Nærlægast er að skilja hin ítarlegu ákvæði um trúlof- anir í hjónabandsgreinunum frá 1587 svo, að þeim, sem stofnaði til trúlofunar með löglegum hætti, hafi verið fyrirmunað að ganga í hjúskap við annan en festarmann 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.