Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 11
sen telur til hjónavígslubanna. Víst er, að eftir gildistöku tilsk. 30. apríl 1824 er holdsveiki eini líkamlegi sjúkdóm- urinn, sem tálmar hjúskap. Að því er tekur til sálrænna sjúkdóma tekur Magnús Stephensen sérstaklega fram, að hreppstjórum beri að mótmæla giftingum bjána og hálfvita. 1 tilsk. 30. apríl 1824,, 3. gr. 9. lið segir greinilega, að vitskerta menn megi ekki gifta, og er það skildagalaus hjúskapartálmi. Slíkt hjónavígslubann er og tekið í 11. gr. laga nr. 39/1921, þar sem einnig er berlega lagt bann við vigslu hálfvita. 1 þessu sambandi er einnig rétt að geta þess, að skv. tilsk. 30. apríl 1824 var presti óheimilt að gefa saman hjón, nema bæði brúður og brúðgumi sanni, að þau hafi fengið barnabólu eða þeim hafi verið sett kýrbóla. Þetta ákvæði var í gildi allt til gildistöku 1. nr. 39/1921, en var þá fellt brott. Hins vegar var þessi hjúskapartálmi að nýju tekinn í lög með 13. gr. laga nr. 36/1950. Að lokum er vert að drepa á það hér, að í helgisiðabók- inni frá 25. júlí 1685 er vikið nokkuð að hjónavígsluskil- yrðum. Segir þar m. a., að ekki skuli meina öðrum mönn- um hjúskap en þeim, sem vitanlega séu óhæfir til þess að rækja hjúskaparskyldur, svo sem geldingar. Sérstak- lega er tekið fram, að ekki megi bægja heyrnarlausu fólki, málleysingjum né blindu fólki frá hjúskap vegna þessara ágalla einna saman. Um lagagildi helgisiðabókar- innar hefir áður verið getið. 4. Frændsemi og tengdir. Sjá Afmælisrit dr. Ólafs Lár- ussonar, prófessors, Reykjavík, 1955, bls. 5—16. 5. Eldri hjúskapur eða hjúska'parheit tálma nýjum hjú- skap. a. Tvíkvæni. Islenzk sifjalög, sem geymzt hafa, leggja bann við tvíkvæni (fjölkvæni, fjölveri), og á það við alla þá tíð, er þessi lög taka yfir, e. t. v. þó þegar frá er skilið það ákvæði í Grágás II, 70 (Arfaþætti, 4), sem leyfir Is- 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.