Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 34
„Frigidaire" hefði þegar fyrir árið 1930 — en þá var merkið skráð — verið almennt tákn rafknúinna kæliskápa. Til stuðnings þessu sjónarmiði voru ýmis vottorð. M. a. taldi félag háskólalærðra arkitekta og samband blaða- manna, að orðið „Frigidaire" hafi verið almennt notað sem tákn á rafknúnum kæliskápum, þegar það var skráð. Nokk- urnveginn sömu skoðun lét Fasteignaeigendafélag Kaup- mannahafnar í Ijós. Iðjuráðið taldi á hinn bóginn líklegt, að almenningur muni sennilega hafa talið orðið „Frigi- daire“ tákna kæliskápa handa heimilum, þegar merkið var skráð, en ekki kælikerfi, er umfangsmeiri voru. Hvorki So- og Handelsretten, en þar var málið fyrst dæmt, né Hæstiréttur töldu þó sannað, að almenningur hafi skilið orðið ,,Frigidaire“ sem almennt tákn á rafknúnum kæli- skápum, þegar það var skráð vörumerki. Skráning vöru- merkisins „Frigidaire" var því dæmd lögmæt. Auk þess dæmdi So- og Handelsretten, að merkið „Frigerator" skyldi afmáð. Rökin vcru þau, að það væri of líkt orðinu „Frigi- daire“. En Hæstiréttur var ekki á sama máli. Hans sjónar- mið var, að stofn orðsins ,,Frigidaire“, þ. e. „frigid“, leiði hugsunina að kælibúnaði, og líking orðanna væri sú ein. Ijrslitin lurðu þau, að orðið „Frigerator“ nyti réttarvernd- ar jafnhliða hinu skráða orði „Frigidaire“. Annað dæmi má nefna: So- og Handelsretten kvað upp dóm, sem er að finna í U.f.R. 1954, bls. 124. Deilt var um orðin „Vacreator“ annarsvegar, en hinsvegar orðið „Vac- umator“. Hvorttveggja merkið var skráð vörumerki fyrir tæki til að aflofta (udlufte) rjóma og mjólk. Sækjandi, sem átti rétt á orðinu ,,Vacreator“, viðurkenndi, að merkið fæli í sér lýsingu, enda ber orðið með sér, á hvern hátt tækið vinnur, þ. e. að það skapar (creates) eða býr til tóm. Varn- araðili bar það fyrir, að orðið „Vacreator“ hlyti, eins og á stæði, að vera mjög veikt merki, enda væri það aðallega merki, sem fæli í sér lýsingu alveg á sama hátt og merkið „Vacumator“ benti til þess eiginleika að búa til (make) tóm. Sö-ogHandelsretten féllstáþetta sjónarmiðog létorðið 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.