Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 39
aðist við skráninguna. Þessi regla mundi reyndar verða leidd af almennum grundvallarreglum laga, þótt beinni heimild væri ekki til að dreifa. Hið beina ákvæði hefir þó áhrif, m. a. á þá leið, að það minnir vörumerkjaeigendur á, að þeim ber að gera meira en að skrá merkið, ef þeir eiga að njóta verndar á því. Það er því ríkt skilyrði verndunar sérréttar á vöru- merki, að eigandinn sé á verði og hefjist handa, ef hann telur notkun annarra ganga á rétt sinn á merkinu. Það skiptir og máli, er meta skal hæfni merkisins til þess að vera sértákn, hvert eðli þess er. Vörumerki, sem eðli sínu samkvæmt er á takmörkum þess að vera lýsingarmerki, hljóta að vera berskjaldaðri heldur en algerlega tilbúin heiti. Vörumerki fyrir alveg nýjar vörutegundir vekja á sér eft- irtekt almennings og eru rædd í blöðum. Þau verða síðar oft tákn á vörutegundinni. Framangreind tilvik öll sýna, að eðli vörumerkis getur falið í sér, að merkið verði skilið sem tákn vörunnar al- mennt. Þessa verður eigandinn að gæta. Hann verður að hefjast handa, ekki aðeins gegn keppinautum sínum, held- ur einnig v^ra á verði, þegar merkisins er getið eða því lýst í alfræðibókum, handbókum og tímaritum, er fjalla um sérgreinir. Ef vörumerki aðila er lýst í tæknitíma- riti eins og það sé almennt tákn vöru, verður hann að hefjast handa. Þegar um er að ræða þau tilvik, sem að ofan greinir, þ. e. að vörumerki fölnar og slokknar e. t. v. alveg, er oft talað um að það úrkynjist. Að lokum má geta þess sem dæmis um hreyfinguna, sem mjög gerir vart við sig í vörumerkjaréttinum, að samkvæmt kenningum alþjóða- vörumerkjaréttar er sú leið til, að vörumerki verði endur- vakið á þann veg, að það fái aftur þann týnda eiginleika sinn að vera sérgreint tákn. Helzt yrði þetta, ef eigandi sýndi sérstaka hæfni til þess að breyta skoðun almennings á merkinu. 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.