Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Síða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Síða 39
aðist við skráninguna. Þessi regla mundi reyndar verða leidd af almennum grundvallarreglum laga, þótt beinni heimild væri ekki til að dreifa. Hið beina ákvæði hefir þó áhrif, m. a. á þá leið, að það minnir vörumerkjaeigendur á, að þeim ber að gera meira en að skrá merkið, ef þeir eiga að njóta verndar á því. Það er því ríkt skilyrði verndunar sérréttar á vöru- merki, að eigandinn sé á verði og hefjist handa, ef hann telur notkun annarra ganga á rétt sinn á merkinu. Það skiptir og máli, er meta skal hæfni merkisins til þess að vera sértákn, hvert eðli þess er. Vörumerki, sem eðli sínu samkvæmt er á takmörkum þess að vera lýsingarmerki, hljóta að vera berskjaldaðri heldur en algerlega tilbúin heiti. Vörumerki fyrir alveg nýjar vörutegundir vekja á sér eft- irtekt almennings og eru rædd í blöðum. Þau verða síðar oft tákn á vörutegundinni. Framangreind tilvik öll sýna, að eðli vörumerkis getur falið í sér, að merkið verði skilið sem tákn vörunnar al- mennt. Þessa verður eigandinn að gæta. Hann verður að hefjast handa, ekki aðeins gegn keppinautum sínum, held- ur einnig v^ra á verði, þegar merkisins er getið eða því lýst í alfræðibókum, handbókum og tímaritum, er fjalla um sérgreinir. Ef vörumerki aðila er lýst í tæknitíma- riti eins og það sé almennt tákn vöru, verður hann að hefjast handa. Þegar um er að ræða þau tilvik, sem að ofan greinir, þ. e. að vörumerki fölnar og slokknar e. t. v. alveg, er oft talað um að það úrkynjist. Að lokum má geta þess sem dæmis um hreyfinguna, sem mjög gerir vart við sig í vörumerkjaréttinum, að samkvæmt kenningum alþjóða- vörumerkjaréttar er sú leið til, að vörumerki verði endur- vakið á þann veg, að það fái aftur þann týnda eiginleika sinn að vera sérgreint tákn. Helzt yrði þetta, ef eigandi sýndi sérstaka hæfni til þess að breyta skoðun almennings á merkinu. 101

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.