Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 9
ins til fullnaðarúrlausnar, sbr. ummæli í greinargerð fyrir frv. til 1. nr. 39/1921, Alþ.tíð. 1919, A, bls. 137. Með 1. nr. 39/1921, 8.—10. gr. var ekki gerð nein höfuð- breyting á reglum tilsk. 1824, en þær voru hins vegar gerðar skýrari og einfaldari. Þess má sérstaklega geta, að synjun réttra aðilja á samþykki til hjúskaparstofnun- ar, verður nú skotið beint til dómsmálaráðuneytisins, en ekki er gert ráð fyrir, að valdsmaður í héraði fjalli um það efni. 3. Vanheilsa. 1 kirkjuskipaninni frá 1537 er ekki vikið að því, að líkamlegir eða andlegir ágallar tálmi hjúskap. Þess má geta, að þau ákvæði voru í Kristinrétti Árna biskups, að geldingum eða fólki, sem gallað var kyn- ferðislega, var fyrirmunaður hjúskapur. Þau ákvæði Krist- inréttar voru hvorki beint né óbeint afnumin með kirkju- skipaninni og hafa því væntanlega gilt áfram, þótt ólík- legt sé, að þeirra hafi gætt mikið í lagaframkvæmdinni. 1 hjúskapargreinunum frá 1587 segir fátt um sjúk- dóma, er girði fyrir hjúskap. Það ákvæði var þó um trú- lofun, að hún væri ekki gild, ef til hennar var stofnað af hendi aðilja, sem ekki var þá með fullu ráði, og er héi' væntanlega bæði átt við varanlega vitskerðingu eða fávit og eins við skammvinna rænuskerðingu, t. d. af völdum ölvunar. Þá var einnig í lagaboði þessu ákvæði um atvik, sem ollu því, að trúlofað fólk hlaut að skilja eða trúlofun að falla brott. Meðal þeirra atvika var það, er annar aðili var haldinn sjúkdómi, sem hann hafði hlotið, áður en til trúlofunarinnar var stofnað, enda væri sjúkdómur ekki sýnilegur. Ef hinn sjúki leyndi hinn aðiljann sjúkdóm- inum, þá gat sá aðili, sem á var hallað, krafizt þess, að trúlofun félli brott. Þeir sjúkdómar, sem hér komu til greina, voru holdsveiki, flogaveiki „eller nogen anden slig besmittelig og vederstyggelig Siuge.“ Þá er enn getið nokkurra sjúkdóma, sem leiða skuli eða leitt geti til hjóna- skilnaðar. Vangeta til barneigna (impotentia) var t. d. 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.