Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 7
prestastefnusamþykkt Odds biskups 1589 (Alþb. II, 147, sjá t. d. og Alþb. II, 121, 150, 235, 406, III, 56). Þessar prestastefnusamþykktir sýna, að nokkur vafi hefir þótt leika á því, hverjar reglur ættu við um þessi efni. Þess er að geta, og helmingadómur dæmdi hjúskap ógildan árið 1559 fyrir þá sök, að gilt samþykki giftingarmanns (skilgetins og samfædds bróður) hafði ekki komið til (Dipl. Isl. XIII, 384). Byggir sá dómur á því, að kirkju- skipanin hafi ekki brejht eldri reglum um þetta réttar- atriði. Á Alþingi 1577 var hjúskapur einnig dæmdur ógildur, þar sem svo stóð á, að H fékk K með samþykki annars aðilja en rétts giftingarmanns (Alþb. I, 340— 341). Þess er þó að geta um þenna dóm, að upp kom, að leikmaður hafði sagt fyrir kaupunum, og hafði ekki komið til annar hjúskapargjörningur, svo að menn vissu til (Bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar, bls. 118— 19, 172—73). Þá má einnig minna hér á dóm, sem gekk í Spjaldhaga 24. apríl 1574 út af trúlofun H ekkju og Þ nokkurs (sbr. einnig Bréfabók Guðbrands biskups, bls. 70—71). Svo virðist, að atbeini giftingarmanns H hafi ekki komið til. Dómur 6 leikmanna og 6 klerka dæmdi Þ skyldugan að gjöra hjónaband sitt til H ,,með ráði eðá samþykki giftingarmanns eða nokkurs annars frænda“, enda var talið, að ekkjan réði sér sjálf og trúlofun yrði ekki rift af hendi Þ. I hjónabandsgreinunum frá 1587 segir, að sú trúlofun sé ógild, sem sé leynileg og ráðin án samþykkis þeirra, sem hafi yfir aðiljum að segja. Er síðan mælt svo fyrir, að synjun foreldra eða forráðamanna skuli ekki vera til fyrirstöðu hjúskap, ef hún sé ekki á rökum reist. Ekkja hefir ugglaust getad ráðið fyrir sér sjálf, þótt þess sé ekki sérstaklega getið, og væntanlega hafa lögráða að- iljar ekki þurft atbeina forráðamanns við stofnun hjú- skapar, I lagaboði þessu segir skýrlega, að synjun for- eldra eða forráðamanna skuli ekki vera hjúskap til fyrir- stöðu, ef hún styðjist við ónóg rök. Ekki er hins vegar 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.