Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 50
um að gera sölutilraunir. Einnig bað hann fasteignasöl- una N. að gera sölutilraunir. H. hafði samband við S., sem gerði tilboð í húsið, en samkomulag náðist ekki um verð. Nokkru síðar fékk S. tilboð fyrir milligöngu N. um kaup á húsinu fyrir nokkuð annað verð, en H. hafði mátt selja fyrir. Varð það úr, að S. keypti húsið fyrir milligöngu N. Var H . um þetta kunnugt og áskildi sér þegar rétt til sölu- þóknunar úr hendi K. Talið var, að þar sem H. hafði komið sambandi á milli K .og S. og til þessara kynna mætti rekja endanlegu söluna þá ætti hann rétt á nokkurri þóknun fyrir starfa sinn. (Dómur B.Þ.R. 27/11. 1954.) Girðingarskylda, um lóð. Leigulóðir þeirra G. og K. lágu saman að nokkru. G. vildi reisa steingirðingu um lóð sína og ræddi um það við þá lóðareigendur, sem hann átti sameiginleg lóðamörk með. Ekki er þó sannað, að hann hafi rætt um girðingu þessa við K. fyrr en eftir að vinna var hafin við hana. G. reisti síðan girðinguna. Krafði hann K. um endurgjald að hálfu fyrir girðinguna, að því leyti sem hún var á lóða- mörkum þeirra. K. synjaði um greiðslu, þar sem honum væri girðing þessi alveg óviðkomandi og að minnsta kosti hefði honum aldrei dottið í hug að reisa þarna steingirð- ingu. Eigendur og rétthafar lóða hér í bænum eru skyldugir að girða þær. Með hliðsjón af girðingalögunum var talið rétt, að þeir, er lóðamörk eiga saman, taki að hálfu hvor þátt í kostnaði af girðingunni. K. hreyfði engum athugasemdum við því, að G. reisti þarna steingirðingu og haft var að nokkru samráð við hann um gerð hennar. Var hann því dæmdur til að greiða að hálfu verð girðingarinnar á hinum sameiginlegu lóðamörk- um. (Dómur B.Þ.R. 2/3 1954.) 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.