Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 50
um að gera sölutilraunir. Einnig bað hann fasteignasöl- una N. að gera sölutilraunir. H. hafði samband við S., sem gerði tilboð í húsið, en samkomulag náðist ekki um verð. Nokkru síðar fékk S. tilboð fyrir milligöngu N. um kaup á húsinu fyrir nokkuð annað verð, en H. hafði mátt selja fyrir. Varð það úr, að S. keypti húsið fyrir milligöngu N. Var H . um þetta kunnugt og áskildi sér þegar rétt til sölu- þóknunar úr hendi K. Talið var, að þar sem H. hafði komið sambandi á milli K .og S. og til þessara kynna mætti rekja endanlegu söluna þá ætti hann rétt á nokkurri þóknun fyrir starfa sinn. (Dómur B.Þ.R. 27/11. 1954.) Girðingarskylda, um lóð. Leigulóðir þeirra G. og K. lágu saman að nokkru. G. vildi reisa steingirðingu um lóð sína og ræddi um það við þá lóðareigendur, sem hann átti sameiginleg lóðamörk með. Ekki er þó sannað, að hann hafi rætt um girðingu þessa við K. fyrr en eftir að vinna var hafin við hana. G. reisti síðan girðinguna. Krafði hann K. um endurgjald að hálfu fyrir girðinguna, að því leyti sem hún var á lóða- mörkum þeirra. K. synjaði um greiðslu, þar sem honum væri girðing þessi alveg óviðkomandi og að minnsta kosti hefði honum aldrei dottið í hug að reisa þarna steingirð- ingu. Eigendur og rétthafar lóða hér í bænum eru skyldugir að girða þær. Með hliðsjón af girðingalögunum var talið rétt, að þeir, er lóðamörk eiga saman, taki að hálfu hvor þátt í kostnaði af girðingunni. K. hreyfði engum athugasemdum við því, að G. reisti þarna steingirðingu og haft var að nokkru samráð við hann um gerð hennar. Var hann því dæmdur til að greiða að hálfu verð girðingarinnar á hinum sameiginlegu lóðamörk- um. (Dómur B.Þ.R. 2/3 1954.) 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.