Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 12
lendingi að taka sér konu, þegar hann er í Noregi, þótt kvæntur sé hér á landi. Á einkvænisreglunni varð að sjálf- sögðu engin breyting við siðskiptin, þótt talið sé, að á þeirri skoðun hafi örlað í fyrstu ritum Lúthers um hjú- skaparmálefni, að tvíkvæni væri út af fyrir sig ekki and- stætt góðum siðum. Lúther leyfði og Filipusi frá Hessen tvíkvæni árið 1540. Ef nefna ætti þess dæmi hér á landi, að stjórnvöld hafi lagt samþykki sitt á tvíkvæni, mætti helzt nefna tilvik það, sem greinir í konungsleyfi 13. nóv. 1816, þar sem staðfestur er hjúskapur manns, er stofnað hafði hjúskap eftir að hafa fengið lagaskilnaðarleyfi hjá Jörundi Jörundssyni og leyfi hans til að ganga í nýjan hjúskap (L.f. I. VII, 639). Dr. Helgi P. Briem sýnir fram á það í riti sínu Sjálfstæði íslands 1809, Reykjavík 1936, bls. 402—405, að leyfi Jörundar til lögskilnaðar a. m. k. hafi aðeins verið árétting á leyfi, er konungur hafði veitt, og hafi Jörundur aðeins undirritað leyfi konungs, en Jörundur komst yfir leyfi þetta, áður en það var afhent leyfishafa. (Um önnur hjúskaparleyfi, er Jörundur veitti, sjá sama rit, bls. 405—6). Geta má þess, að lengstum hefir verið talið, að tví- kvænishjúskapur væri markleysa (ipso jure nullum) og þyrfti því ekki að ógiida hann sérstaklega, sjá og lands- höfð.br. 16. jan. 1895, nr. 3. Samkv. 1. nr. 39/1921 er slíkur hjúskapur ekki marklaus, ef öðrum skilyrðum er fullnægt, og þarf því að gera reka að þvi að ógilda hann. Drepa má á það, að í hjónabandsgreinunum frá 1587 var ákvæði um það, er maður var talinn af vegna þátttöku í styrjöld eða af öðrum sökum. Var hinum makanum heimilt, er svo stóð á, að fá sérstakan úrskurð um hvarf maka síns og mátti taka það ákvæði í úrskurð þenna, að þeim maka, er beiddist úrskurðarins, væri rétt ið ganga að nýju í hjúskap.Ef nú hinn horfni maki kom fram, gat hann krafizt þess, að hinn makinn sliti yngra hjúskapnum og tæki upp hjúskaparsambúð við sig, þó því aðeins að horfni makinn hefði haldið trúnað sinn við hinn 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.