Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 20
til hjúskapar við þá, ef foreldrar þeirra samþykkja. Stjórn- valdsleyfis til hjúskapar er ekki getið. Þá má geta þess, að í op.br. 2. apríl 1762 er rætt um það, að sektir fyrir legorðsbrot falli brott, ef aðiljar gangi í hjúskap, sbr. einn- ig ákvæði um það efni í Stóradómi. Loks má drepa á það, að opinberar skriftir í tilefni af legorði voru felldar brott með tilsk. 8. júní 1767. Samkvæmt því, sem nú var reifað, sýnist einfalt legorð ekki hafa verið hjúskapartálmi, nema meira kæmi til. Prestum var þó þörf á leyfi, ef þeir vildu halda prests- tign sinni og prestsefnum. 7. Kirkjulegar kröfur, altarisganga o. fl. Áður var drepið á það, að menn þurftu um skeið að standa skriftir fyrir leg- orðssakir, áður en þeir hlutu fyrirgreiðslu kirkjunnar, og sýnist það einnig hafa tekið til þess að fá notið hjónavígslu, sbr. t. d. tilsk. 3. júní 1746, 7. og 8. gr. Yfirleitt sýnist það og hafa verið kirkjuleg krafa, að menn nytu í engu atbeina kirkjunnar manna þ. á m. ekki hjónavígslu, nema þeir hefðu rækt kirkjusiði, verið skírðir, fermdir og verið til altaris, sbr. í því sambandi kirkjurítúal 25. júlí 1685, VIII. kap. Að þessu atriði er vikið að nokkru i tilsk. 3. júní 1746 um hjúskap. Þar er áskilið, að menn hefðu hlotið uppfræðslu í kristnum fræðum, svo að presti væri rétt að vígja þá hjónavígslu. Skýrlegar var þetta þó orðað í tilsk. 30. apríl 1824, þar sem segir, að prestar megi ekki vígja þá, sem ekki séu skírðir, fermdir eða hafi verið til altaris. Eftir að 1. nr. 4/1886 um utanþjóðkirkjumenn voru sett, reis nokkur vafi um það, hversu beita skyldi þessu ákvæði um þá, er þau lög tóku til. tJr þessu vafamáli var greitt með bréfi landshöfðingja 11. okt. 1893 (nr. 116), þess efnis, að ferming sé ekki hjúskaparskilyrði fyrir utanþjóð- kirkjumenn, en hins vegar sé ákvæði 3. gr. stafliðs 2 í tilsk. 30. apríl 1824 um, að hjónaefni skuli hafa verið til altaris, ósnortið af 1. nr. 4/1886. Ákvæði 3. gr. 2. stafliðs var í heild sinni afnumið með 5. gr. laga nr. 30/1917. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.