Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 30
bendingar um, frá hvaða landi varan sé, tegund vörunnar, ástand, notkunartilgang, magn eða verð. Eigi verða heldur skráð merki, sem ganga um of á sérrétt annarra til merkis, sem áður var skráð. Reynslan sýnir, að merki, sem fela í sér lýsingu, eru mjög eftirsótt í heimi viðskiptanna. Lagarök eru þó til þess, að tilkall einstaklinga til slíkra merkja beri ekki að virða. Fyrst er það, að þá yrðu rýrð um of tækifæri annarra til þess að lýsa vörum sínum. Ef einstökum aðila væri feng- inn einkaréttur á slíkum lýsingum, væru aðrir sviptir rétti til að nota þá málvenju, sem eðlilegt er, að öllum sé heimil á því sviði, sem um er að ræða. 1 annan stað hafa merki, sem fela í sér lýsingu, í rauninnr ekki áhrif sem vöru- merki. Sama er um merki, sem skortir sérkenni. Þessi merki stuðla ekki að því, að náð verði hinu sanna mark- miði vörumerkja — því, að greina markaðsvarning merkja- eigendanna hvern frá öðrum. Bannið gegn skráningu merkja, sem fela í sér lýsingu eða skortir sérkenni er ekki algert. Hvorttveggju geta orðið skráningarhæf, ef þau eru notuð. Lögin kveða svo á, er skera á úr um það, hvort merki feli í sér lýsingu eða skorti sérkenni, þá beri að hafa í huga allar aðstæður og einkum þó, hve lengi merkið hafi verið notað. 1 alþjóðlegum einka- málarétti er rætt um, að tiltekin tákn geti áunnið sér viðbótarþýðingu — „secondary meaning“. En í því felst, að jafnhliða hinni venjulegu, málfræðilegu merkingu táknsins, sem um er að ræða, skapar notkun þess ný hugmyndatengsl. Nokkur mjög almenn eigindartákn eins og t. d. ,,prima“ eða „extra“ eru þó samkv. grundvall- arreglum vörumerkjaréttar í flestum löndum talin óhæf til þess að öðlast „secondary meaning". Að jafnaði skortir tölur og bókstafi sérkenni vörumerk- is. Samkv. danskri dómvenju eru þess þó dæmi, að bæði tölur og bókstafir hafa verið talin hæf til skráningar og verndar fyrir notkun. Að því er snertir tölumerki má nefna, að firmað Ferd. Múhlens í Köln fékk viðurkennda 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.