Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 34
„Frigidaire" hefði þegar fyrir árið 1930 — en þá var merkið skráð — verið almennt tákn rafknúinna kæliskápa. Til stuðnings þessu sjónarmiði voru ýmis vottorð. M. a. taldi félag háskólalærðra arkitekta og samband blaða- manna, að orðið „Frigidaire" hafi verið almennt notað sem tákn á rafknúnum kæliskápum, þegar það var skráð. Nokk- urnveginn sömu skoðun lét Fasteignaeigendafélag Kaup- mannahafnar í Ijós. Iðjuráðið taldi á hinn bóginn líklegt, að almenningur muni sennilega hafa talið orðið „Frigi- daire“ tákna kæliskápa handa heimilum, þegar merkið var skráð, en ekki kælikerfi, er umfangsmeiri voru. Hvorki So- og Handelsretten, en þar var málið fyrst dæmt, né Hæstiréttur töldu þó sannað, að almenningur hafi skilið orðið ,,Frigidaire“ sem almennt tákn á rafknúnum kæli- skápum, þegar það var skráð vörumerki. Skráning vöru- merkisins „Frigidaire" var því dæmd lögmæt. Auk þess dæmdi So- og Handelsretten, að merkið „Frigerator" skyldi afmáð. Rökin vcru þau, að það væri of líkt orðinu „Frigi- daire“. En Hæstiréttur var ekki á sama máli. Hans sjónar- mið var, að stofn orðsins ,,Frigidaire“, þ. e. „frigid“, leiði hugsunina að kælibúnaði, og líking orðanna væri sú ein. Ijrslitin lurðu þau, að orðið „Frigerator“ nyti réttarvernd- ar jafnhliða hinu skráða orði „Frigidaire“. Annað dæmi má nefna: So- og Handelsretten kvað upp dóm, sem er að finna í U.f.R. 1954, bls. 124. Deilt var um orðin „Vacreator“ annarsvegar, en hinsvegar orðið „Vac- umator“. Hvorttveggja merkið var skráð vörumerki fyrir tæki til að aflofta (udlufte) rjóma og mjólk. Sækjandi, sem átti rétt á orðinu ,,Vacreator“, viðurkenndi, að merkið fæli í sér lýsingu, enda ber orðið með sér, á hvern hátt tækið vinnur, þ. e. að það skapar (creates) eða býr til tóm. Varn- araðili bar það fyrir, að orðið „Vacreator“ hlyti, eins og á stæði, að vera mjög veikt merki, enda væri það aðallega merki, sem fæli í sér lýsingu alveg á sama hátt og merkið „Vacumator“ benti til þess eiginleika að búa til (make) tóm. Sö-ogHandelsretten féllstáþetta sjónarmiðog létorðið 96

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.