Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Page 13
makann. Þessu atriði hefir ekki beinlínis verið haggað með síðari lögum, en ekki kemur til greina að leysa það nú á grundvelli þessa lagaboðs (sbr. Persónurétt eftir dr. Þórð Eyjólfsson, bls. 33—34). 1 þessu sambandi má drepa á kon.br. 20. marz 1634, þar sem segir, að ekki skuli taka strangt á legorði þeirra, sem á Islandi séu og bundnir séu hjúskap við nokkra þá menn, er Tyrkir rændu. Óheimilt var hins vegar að veita slíkum mönnum leyfi til hjúskap- ar, nema fullsannað væri, að makar þeirra væru látnir (Forordningar, II, 376—77). b. Biðtími vegna fyrra hjúskapar. Samkvæmt tilsk. 14. apríl 1752 skyldi ekkja bíða 1 ár, en ekkill 6 mánuði með nýjan hjúskap. Þó var unnt að fá leyfi til að stofna nýjan hjúskap fyrr. Þessari reglu var breytt með tilsk. 23. maí 1800, I., 4. í það horf, að ekkjum var ekki leyfilegt að giftast að nýju, fyrr en 9 mánuðir voru liðnir frá and- láti maka, nema kona væri úr barneign eða annað væri, að hún væri ekki barnshafandi af völdum bónda síns. 1 tilsk. 23. maí 1800 er ekki vikið að ekkjumönnum og er þó ólíklegt, að biðtími að því er þá varðar hafi verið alger- lega afnuminft. I tilsk. 30. apríl 1824, I, 5 er það ákvæði, að ekkjumaður skyldi bíða ókvæntur a. m. k. í 3 mánuði, en ekkja árlangt hið skemmsta frá dánardægri maka. Þó var bændum og öðru almúgafólki, „hverra kjör og ástand ekki leyfir þeim lengur að bíða ógift“, leyft að giftast á ný innan skemmra frests, ekkjumanni 6 vikum eftir dauða konu sinnar, en ekkju 3 mánuðum eftir andlát bónda síns. Sá varnagli var þó sleginn um ekkjuna, að henni væri ekki leyfilegur hjúskapur innan hins skemmra frestsins, nema vissa væri fyrir því, að „hún ekki sé ólétt af hennar sáluga manns völdum.“ Ákvæði þessi áttu samkvæmt orðum sín- um því aðeins við, er hjúskap lauk fyrir andlát, en ekki hins vegar er hjúskap lauk fyrir skilnað eða ógildingu. En væntanlega hefir verið unnt að beita ákvæðinu um hjúskap konu fyrir lögjöfnun, er svo stóð á, en hins vegar væntanlega ekki um hjúskap bónda. Reglur þessar voru í 75

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.