Hugur - 01.01.2000, Side 28

Hugur - 01.01.2000, Side 28
26 Geir Sigurðsson HUGUR Þessi túlkun er ekki aðeins algeng, heldur líka á margan hátt skiljanleg. Leopardi var vissulega þunglyndur krypplingur. Hann þjáð- ist af ýmsum krankleikum allt sitt líf. Ef segja skal stutta sjúkdóms- sögu, þá var hann í fyrsta lagi með slæma hryggskekkju sem batnaði ekki við það að hann eyddi nánast öllum tíma sínum sitjandi við skrifborðið. í öðru lagi átti hann að stríða við stöðug svima- og hita- köst, sem á stundum gerðu honum ókleift að skrifa, lesa og jafnvel mæla orð af munni svo vikum skipti. Og loks fór sjón hans sífellt þverrandi. Ekki bætti úr skák að andrúmsloftið á heimilinu ku hafa verið í þyngra lagi. Foreldrarnir munu hafa verið kaldir og fjarlægir. Faðirinn var sérlyndur fræðimaður sem átti sér einhverja viðskipta- drauma. Sagt er að þótt fræðastörfin hafi verið af ómerkilegra taginu hafi þau samt verið mun betur heppnaðri en viðskiptin, enda tókst honum að setja fjölskylduna á barm gjaldþrots í einhverri ævintýra- mennskunni. Þá tók mamman sig til, svipti karlmenn heimilisins fjárræði og boðaði kristilegan meinlætalifnað innan fjölskyldunnar, og þurfti Leopardi, sem þó var borinn greifi, að lifa við slík skilyrði allt sitt líf. Hann var því ekki aðeins veikur, þunglyndur og ástsjúkur, heldur líka blankur-en varla má hugsa sér betri skilyrði til að rækta fyrirtaks rómantíker. Eg held það sé rétt að segja að Leopardi hafi verið einhvers konar rómantíker, þótt hann hefði aldrei sætt sig við slíkan merkimiða og skrifaði til dæmis fræga ritgerð til höfuðs rómantísku stefnunni. Sú stefna, ef stefnu skyldi kalla, var auk þess svo margþætt og ruglings- leg að það er erfitt að finna skáld á þessum tíma sem var ekki undir neinum áhrifum frá henni. Þetta var einmitt sérstaklega áberandi á Ital- íu þar sem hinir svonefndu „klassíkerar," sem Leopardi vildi telja sig til, áttu í stöðugum ágreiningi við forsprakka rómantíkurinnar. í þess- um deilum ægði öllu saman, enda voru hugtökin sem beitt voru í þeim iðulega óskilgreind og óljós. Þannig virtust klassíkerarnir oft ásaka rómantíkerana um hluti sem rómantíkerarnir ásökuðu síðan klassíkerana um-einfaldlega vegna þess að báðir aðilar skildu sömu hugtök á mismunandi hátt.71 ritgerð Leopardis gegn rómantísku stefn- unni, sem ber titil er útleggja mætti einfaldlega sem „Umfjöllun ítala um rómantíska ljóðagerð,“8 setur hann fram hugmyndir um skáldskap, 7 Sjá Flora: „La rivolta romantica e la poesia come veritá," bls. xxii. ® Á frummáli, „Discorso di un Italiano intorno alla poesia romantica."
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.