Hugur - 01.01.2000, Side 43

Hugur - 01.01.2000, Side 43
HUGUR Lífsþjáningin, leiðindin og listin 41 veltur hans miða allar út frá hamingjunni leggur hann þó allt annað mat á þennan greinarmun og snýr í raun Platoni á haus. Einmitt vegna þess að skynsemin leiðir til sannleika býr hún yfir litlu eða jafnvel neikvæðu gildi, en gildi lista og skáldskapar er að sama skapi gífurlegt, vegna þess að þau leiða til tálsýna. Það eru nefnilega aðeins tálsýnirnar sem megna að draga úr firringu ntannsins frá veröldinni og fá hann til að finnast hann eiga þar heima. Tálsýnirnar gera ntanninum kleift að aðlagast náttúrunni, en þær eru runnar undan rótum ímyndun- araflsins. ímyndunaraflið er hins vegar tæki sem náttúran hefur hannað til að blekkja manninn svo hann komist ekki að sannleikanum um eigin veru og tortími þar með sjálfum sér, sem að einhverju litlu leyti myndi draga úr lífsafli náttúrunnar sjálfrar. I „Sögu mannkyns“ setur hann þetta fram með táknrænum hætti. Rómverski guðinn Júpíter, sem þar leikur hlutverk náttúrunnar, hefur varla undan að bæta við nýjum „effektum“ við veröldina og skreyta hana með ýmsum hætti fyrir mennina áður þeir fá leið á henni aftur og taka að svipta sig lífi. Hér hefur Júpíter bryddað upp á einn einni nýlundunni: [Júpíter skapaði nú] aragrúa drauma sem hann fól á hendur að blekkja mannsandann með margvíslegum myndum sínum og gera honum fyllingu annars óhugsanlegrar hamingjunnar óljóst í hugarlund án þess að hann eygði leið til að gera hana að veruleika, og alls kyns óskilgreinanlegar og óræðar ímyndanir sem hann sjálfur gat engar eftirmyndir gert af í raunveruleikanum...38 Tálsýnir ímyndunaraflsins eru manninum svo mikill gleðigjafi einmitt vegna þess að þær eru óræðar. ímyndunaraflið getur auðvitað ekki búið til sjálfan óendanleikann, en það getur búið til ásýnd hans, eða tálsýnina, með því að fela endimörk ásýndarinnar. Með þessum hætti lítur Leopardi á ímyndunaraflið sem „náttúrulega“ hæfni, tæki sem náttúran hefur hannað í því skyni að gera manninum kleift að lifa nokkurn veginn í samhljómi við umhverfi sitt. Með ónáttúrulegri skynseminni, hinni sögulegu, sem leggja má að jöfnu við heimspeki og vísindi, myndast hins vegar ógæfuleg spenna milli manns og heims. Maðurinn uppgötvar að heimurinn er ekki til fyrir hann, heldur hann fyrir heiminn, en uppgötvun hans útilokar að hann geti rækt hlutverk sitt sem skyldi: hann finnur til óhamingju og leiðinda. 38 Leopardi: „Saga mannkyns," bls. 415-16.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.