Hugur - 01.01.2000, Page 117

Hugur - 01.01.2000, Page 117
HUGUR A milli himins og jarðar 115 er meðal til allra starfa, breytni og ánægju, vanda hug sinn og sálarfar. Vísindahyggjan hefur ekki fleytt andlegu lífi manna eða sálarheill fram að sama skapi og hún hefur brotið náttúruna undir manninn og er Sig- urður afdráttarlaus í efasemdum sínum um vísindahyggjuna og þeirri efnishyggju sem hún hefur leitt af sér. Manninum er kennt að sækjast eftir ytri gæðum en ekki að njóta þeirra og öllu hefur fleygt fram í tæknivæðingu nútímans nema manninum sjálfum. Hvað gagnar öll tæknin þegar steytir á steini í mannlífinu? Sorg- irnar, áhyggjurnar, sálarkvalirnar og nektin andspænis dauðanum er hin sama þrátt fyrir allar tækniframfarirnar að mati Sigurðar. Við verðum að rækta hug okkar og anda til að öðlast hamingjuna. Þrosk- inn kemur að innan og í gegnum vandað líferni. Laun hins hófsama lífernis er að kunna að njóta syndarinnar án þess að drukkna í óhófi og fyrirgerast í svalli. Því eru laun dyggðarinnar syndin. Maðurinn verður að leggja rækt við sál sína og samvisku og bera lotningu fyrir leyndardómum tilver- unnar um leið og hann tekst á við þá og gerir að viðfangsefni í þroskaferli sínu. Hinn þroskaði maður umgengst syndina af hófsemi og lærir að njóta hennar án þess að hún skaði sálarlíf hans. Sigurður Nordal leggur áherslu á ábyrgð einstaklingsins við mótun tilveru sinnar og hamingjuleitar, að hætti tilvistarspekinga á borð við Sartre og Camus sem áttu miklu fylgi að fagna um miðbik 20. aldarinnar. Hann segir undir einstaklingnum komið hvað hverjum og einum verði úr þeim gæðum lífsins sem hann aflar sér. Löngunin til að vita og skilja meira er sá drifkraftur sem að baki þroska- og ham- ingjuleitinni býr. Líkt og Sigurður segir um tilgang erinda sinna: „Að vísu er það til- gangur minn með þessum erindum að fá ykkur til að hugsa um ýmis- legt, sem í ykkur býr, en þið þykist ekki hafa tóm til eða réttara sagt nennið ekki að gefa gaum. Ég hef fremur hugsað um að plægja en sá.“ Pá þagna minni menn og segja ekki neitt Þorsteinn Gylfason heimspekingur kynntist Sigurði Nordal vel og urðu þeir góðir vinir; Þorsteinn, þá kornungur, en Sigurður roskinn maður að lifa elli sína eftir langa og viðburðaríka ævi. Síðustu árin sem Sigurður lifði hittust þeir reglulega og unnu talsvert saman.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.