Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 9

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 9
Þegar ég tók við formennskunni var fyrsta verkefni okkar að gefa umsögn um nýja jafnréttisáætlun ríkisstjórnarinnar. Mér fannst nauðsynlegt að við færum fyrst yfir gömlu áætlunina og settum hluti í forgangsröð. Við byrjuðum á því að meta að hverju væri búið að vinna, á hvað við vildum leggja meiri áherslu og hvort við vildum bæta einhverju við. Eldri áætlunin var yfirgripsmikil og erfitt að koma því öllu í framkvæmd, enda frekar um viljayfirlýsingu að ræða. Við lögðum til að áætlunin yrði hnitmiðaðri og því líklegra að hægt yrði að ná fram þeim markmiðum sem stefnt var að. Einnig hver bæri ábyrgð á þeim og hvenær þeim ætti að ljúka. Þetta náðist fram og finnst mér það mikill kostur. Við sömdum síðan umsögn um nýju áætlun- ina sem fór inn í félagsmálanefnd þings- ins,” segir Fanný og bætir við að ráðið reyni að fylgjast með framkvæmd áætl- unarinnar. Á næsta fund þess koma t.d. jafnréttisfulltrúar ráðuneyta til að ræða hvernig gangi að vinna eftir áætluninni. Hægt er að nálgast jafnréttisáætlun ríkis- stjórnarinnar til næstu íjögurra ára á slóðinni: http://www.althingi.is/altext/ 130/s/1870.html Starfsmannastefna og fjöl- skylduábyrgð Launamyndun og kynbundinn launa- munur eru mikilvægir þættir í störfum Jafnréttisráðs og nú stendur til að endur- taka víðtæka launakönnun, eins og gerð var síðast 1995, þar sem m.a. verða kann- aðir þættir sem hafa áhrif á laun og starfs- frama kvenna og karla. Jafnréttisráð stend- ur að þeirri könnun ásamt félagsmála- ráðuneyti og Félagsvísindastofnun HÍ. „Við viljum m.a. láta kanna hvort breytingar hafi átt sér stað á þessu tíu ára tímabili sem rekja megi til breyttra reglna um fæðingar- og foreldraorlof. Nýlega létum við líka setja inn spurningu í spurningavagn Gallup um fjarvistir for- eldra úr vinnu vegna veikinda barna, starfsdaga, vetrarfía í skólum o.þ.h. Okk- ur langar að vita hvort fjölskylduábyrgð- in sé enn þá meira á herðum kvenna en karla. Sjálfri finnst mér ég sjá fleiri feður i koma í foreldraviðtöl og taka virkan þátt í foreldrastarfi í skólanum en fyrstu árin sem ég var kennari. Ég held að feður taki nú einnig meiri ábyrgð á börnum á leik- skólaaldri og komi í auknum mæli að for- eldrastarfi í leikskólum.” Eitt af verkefnum Jafnréttisráðs er að veita jafnréttisviðurkenningu sem hefur Ef íyrirtæki hafa sett sér fjöl- skyldustefnu og bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma tel ég mikilvægt að bæði kynin nýti sér þann rétt. Þetta er líka spurning um gildismat fólks og forgangs- röðun og að deila ábyrgðinni. Karlmenn verða að læra að minnka yfirvinnu sína og taka sinn hlut af fjölskylduábyrgðinni verið afhent 24. október ár hvert. Fyrir- komulaginu var breytt nú í haust og af- h e n d i n g i n tengd mál- þingi um jafnréttisáætl- anir sem ráð- ið stóð fyrir 26.október. „Síðastlið- ið vor var sent bréf til allra fyrirtækja og stofnana með 25 starfsmenn og fleiri með fyrirspurn um hvort þau væru byrjuð setja sér jafn- réttisáætlun eins og kveðið er á um í lög- um. Hægt var að senda svörin rafrænt en satt að segja voru skilin ekki góð, eða inn- an við 20%. Þó var bara verið að kanna hvort vinnan væri hafin, en eitt er að hafa jafnréttisáætlun og annað að fara eftir henni. Það er því ljóst að í þessum efnum er mikið verk óunnið. Það þarf t.d. að veita starfsfólki fræðslu um jafnréttis- áætlunina þegar hún er orðin til og þær stofnanir og fyrirtæki sem skipa jafnrétt- isfulltrúa verða að veita þeim svigrúm til að starfa og láta til sín taka. Víða er það svo að fólk er skipað í þessar stöður ofan á fullt starf og hefur því lítil tök á að beita sér. Ég sé fyrir mér að jafnréttisáætlun geti verið hluti af heildar starfsmanna- stefnu þar sem kveðið er á um íjölskyldu- stefnu, stefnu í eineltismálum og sí- menntunaráætlun. Jafnréttisráð er aðili að Hollvinum hins gullna jafnvægis sem er þarft verk- efni þar sem m.a. er hugað að fjölskyldu- stefnu fyrirtækja og sveigjanlegum vinnutíma. Hollvinir hafa haldið málþing á haustin og var síðast fjallað um stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði, auk þess sem veittar voru viðurkenningar fýr- ir sveigjanleika og fjölskylduvænt vinnu- umhverfi. Hollvinir reka fróðlega heima- síðu, www.hgj.is , þar sem hægt er að fmna ýmsan fróðleik um tengsl atvinnu- og fjölskyldulífs. Ef fyrirtæki hafa sett sér fjölskyldustefnu og bjóða upp á sveigjan- legan vinnutíma tel ég mikilvægt að bæði kynin nýti sér þann rétt. Þetta er líka spurning um gildismat fólks og forgangs- röðun og að deila ábyrgðinni. Karlmenn verða að læra að minnka yfirvinnu sína og taka sinn hlut af fjölskylduábyrgðinni. Samfélagið í heild verður að líta á rétt- mætar kröfur kvenna um launajafnrétti, ábyrgð og völd sem jafnréttismál og sjálf- sögð mannréttindi. Konur eru ekki að fara fram á annað en vera metnar að verðleikum og fá tækifæri til að standa jafnfætis körlum. Það getur vel verið að konur nálgist stjórnunarstörf á annan hátt en karlar og reynslan hefur sýnt okk- ur að konur sem gegna valda- og stjórn- unarstörfum standa sig ekki verr en karl- ar. Það er hluti af lýðræðisumræðunni í landinu að ræða áhrifa- og valdastöðu kvenna. Völdin í samfélaginu eiga að vera í höndum beggja kynja, völd og áhrif eru ekki ásköpuð körlum sem láta þau síðan „góðfúslega” af hendi til kvenna. Það er hverju samfélagi nauðsynlegt að sjónar- mið, reynsla og þekking beggja kynja endurspeglist á öllum sviðum samfélags- ins,” segir Fanný. Jafnréttisáætlun grunnskóla Það er ljóst að ef ná á árangri í jafnréttis- málum þarf að vinna að þeim á öllum sviðum samfélagsins og þar verður hið opinbera að leggja sitt að mörkum. „Við höfurn kynnt okkur aðferð sem tekin hef- ur verið upp í Danmörku til að mæla stöðuna í jafnréttismálum,” segir Fanný. „Það kallast jafnréttisvog og byggist á því að sveitarfélögum eru gefnar einkunnir eftir því hve langt þau eru komin í vinnu að jafnréttismálum og eru merkt með rauðum, grænum eða gulum lit. Hægt er að skoða þessa aðferð á slóðinni: www.ligestillingidanmark.dk” Fanný þekkir vel til innan skólakerfis- ins og segir að aðeins örfáir skólar á land- inu séu búnir að setja sér jafnréttisstefnu, samkvæmt svörum við fyrrgreindu bréfi, en því svöruðu aðeins finnn framhalds- vera / 1. tbl. / 2005 / 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.