Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 23

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 23
Þegar skipta þarf um pabbahelgi SAGA ÚR SAMSETTRI FJÖLSKYLDU » Þegar rætt er um fjölskylduna hættir okkur til að hugsa um hina klassísku En fjölskyldur eru fjölbreytilegri og flóknari en það. Foreldrar margra barna búa ekki saman, heldur með öðrum eða þriðja maka og er samsett fjölskylda því veruleiki margra. Hér er lítið dæmi úr þeim veruleika. Ég á tvö yndisleg börn með jafnmörgum mönnum en þeir lieyra báðir fortíðinni til. Eins og gengur og gerist gekk nýr maður inn í líf mitt og honum fylgir son- ur hans sem dvelur hjá okkur aðra hverja helgi og rúmlega það. Saman myndum við fimrn manna fjölbreytta íjölskyldu sem hefur náð ótrúlegum árangri síðast- liðin þrjú ár í að verða samheldin íjöl- skylda. Það fer samt ekki fram hjá okkur að íjölskyldumálin geta verið snúin og ein- faldar ákvarðanir geta átt flókið ákvarð- anaferli að baki. Ef fjölskyldunni er t.d. boðið í afmæli þær helgar sem börnin okkar eru stödd hjá hinum foreldrunum þarf a.m.k. að hringja þrjú símtöl. At- huga þarf hvort hinir foreldrarnir geti séð af börnurn sínum nokkrar klukkustundir „þeirra” helgi. Stundum tekst að ná lend- ingu og stundum ekki. Og símtölin eru jafnvel fleiri, þó þau snerti okkur ekki beint, því hinir foreldrarnir eiga einnig nraka og þeir makar eiga börn með fyrr- verandi mökum. Hér er eitt dæmi: Fyrir nokkru vildi barnsfaðir minn skipta urn pabbahelgi. Ég og maðurinn minn höfðurn börnin hjá okkur sömu helgar og þurftum því að athuga hvort hinir foreldrarnir gætu skipt um helgi. Ég athugaði með hinn barnsföður minn og maðurinn minn at- hugaði málin hjá barnsmóður sinni. Þá fóru málin að vandast því barnsmóðir hans er í sambúð með rnanni sem á þrjú börn með jafnmörgum konum. Hann hefur börnin hjá sér sömu helgi og hefði eflaust þurft að ræða við allar barnsmæð- ur sínar. Málin gengu aldrei svo langt því okkur féllust hreinlega hendur. Einföld fyrirspurn hefði haft áhrif á ótal fjöl- skyldur sem við þekkjum ekki. Og hvers vegna ætti eitthvað bláókunnugt fólk út í bæ að vilja skipta urn pabbahelgi af því það hentar betur einhverjum sem það þekkir ekki? vera / 1. tbl. / 2005 / 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.