Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 41

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 41
kvennasmiója / í starfi okkar félagsráðgjafanna hjá Félagsþjónustunni höfðum við fundið mikla þörf fyrir stuðning við einstæðar mæður með mikla félagslega erfiðleika sem voru búnar að fá fjárhags- aðstoð í langan tíma kunnug varðandi einstæðar, atvinnulaus- ar mæður og velferð þeirra. Hún þekkir vel þær fjölmörgu ástæður sem legið geta að baki því að kona hafi einangrast heima með börn sín og treysti sér ekki út á vinnumarkaðinn. Ella Kristín er sannar- lega ekki þeirrar skoðunar að þessum hópi sé hampað um of. Hún telur það skyldu samfélagsins að hjálpa þeim að fóta sig því skólakerfið hafi brugðist þeim á sínum tíma. Það hefur sýnt sig að starf- semi Kvennasmiðjunnar hefur borið góð- an árangur, þrátt fyrir mikið brottfall. Ekki bera allar konurnar gæfu til að klára endurhæfinguna eða nýta sér hana sem stökkpall út í lífið. Flestar hverfa þó von- betri á braut, með aukið sjálfstraust í farteskinu og von um innihaldsríkara líf. Átján mánaða nám Á dögunum fór ég vestur á mela á fund Ellu Kristínar, í eina af hverfamiðstöðv- um Félagsþjónustunnar, til að forvitnast nánar um Kvennasmiðjuna fyrir Veru. Það var notalegt að koma inn úr kuldan- um í Vesturgarð sem er nýlegt og smekk- legt húsnæði. Ella Kristín er lágvaxin, dökkhærð kona á miðjum aldri. Hún er létt í fasi og ég fékk hlýjar móttökur á rúmgóðri skrifstofu hennar. Ég bað Ellu Kristínu fyrst að lýsa starfseminni nánar. „Kvennasmiðjan samanstendur af 16- 18 kvenna hópum sem fara í 18 mánaða nám. Konurnar sækja skriflega um að komast að og skrifa undir þátttökusamn- ing og áætlun, fái þær inngöngu. Fimm hópar hafa þegar útskrifast, sá sjötti er kominn vel á veg og sá sjöundi byrjaði í janúar.” Mér lék forvitni á að vita hvað væri tekið fýrir í Kvennasmiðjunni. „Námið er þríþætt: hagnýtt, sjálfstyrkjandi og skap- andi. Kenndir eru átta námsþættir á sex mislöngum önnum. Fyrst er kennt hóp- efli og sjálfstyrking sem er rauður þráður allan tímann, viðhaldið mánaðarlega. Á vegum Námsflokka Reykjavíkur eru kennd námstækni, tjáning, enska, ís- lenska, heimilisbókhald, stærðfræði, mynd- mennt, tölvur, bókfærsla, félagsfræði og samskiptahæfni og farið er á íjármála- námskeið. I Hússtjórnarskólanum í Reykjavík eru kennd heilbrigðisfræði, næringarfræði, vörufræði, matreiðsla og handavinna. Þá er farið í tveggja daga sumarferð á tímabilinu sem á að styðja við samveru fjölskyldunnar í frístundum. Á sumarnámskeiði er farið í jóga, göngu- ferðir, dans, handmennt og í kynningar- ferð á söfn. Á lokaönninni er svo farið í Mími - Símenntun til frekari undirbún- ings í lífinu. Ef til vill er spáð í frekara nám og kenndur er und- irbúningur fýrir þátttöku á vinnu- markaði.” Mér kom á óvart hve margþætt end- urhæfingin er. Margt gott kemur frá út- löndurn og mér datt í hug að spyrja Ellu hvort Kvennamiðjan væri gerð eftir erlendri fyrirmynd. „Nei, en vitaskuld er svipuð starfsemi til erlendis. Ég heimsótti danskan kvennaskóla í Kaupmannahöfn sem rek- inn er útfrá svipaðri hugmynd, svonefnd- an Kvinnedagshojskole, eftir að Kvenna- smiðjan tók til starfa. í starfi okkar félags- ráðgjafanna hjá Félagsþjónustunni höfð- um við fundið mikla þörf fyrir stuðning við einstæðar mæður með mikla félags- lega erfiðleika sem voru búnar að fá fjár- hagsaðstoð í langan tíma. Þær höfðu ýrn- ist ekki unnið sér inn rétt til atvinnuleys- isbóta eða þær höfðu glatað honum. Það hefur heilmikið verið gert til að aðstoða illa staddar konur hérlendis í gegnum tíð- ina þótt það láti lítið yfir sér. Við skoðuð- um allt sem við fundum og komumst að því að margir höfðu gert góða hluti, til dæmis Gangskör hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Gallinn var bara sá að þau á- taksverkefni spönnuðu svo stuttan tíma, frá sex vikum upp í tvo mánuði. Það ýtti ef til vill við sumum en dugði ekki til að breyta miklu í lífi kvennanna til lang- frama. Loks lánaðist okkur hjá Félags- þjónustunni að komast í samstarfsverk- efni með Tryggingastofnun ríkisins og upp úr því varð Kvennasmiðjan til og fleiri verkefni fylgdu í kjölfarið. Starfsem- in byggir á því að konurnar fá átján mán- aða endurhæfingarlífeyri frá Trygginga- stofnun meðan á þátttöku stendur en Reykjavíkurborg greiðir endurhæfinguna sem þær fá. Þarna skapaðist í fyrsta sinn á íslandi tækifæri fyrir konur til að fara í endurhæfingu sem spannaði þetta langan tíma.” Geta tekið próf Menntasmiðjan á Akureyri varð tíu ára á síðastliðnu ári. Ella Kristín og stöllur horfðu til hennar og fóru norður í heim- sókn eftir að þær byrjuðu með Kvenna- smiðjuna. Starfsemin þar er sú öflugasta með svipuðu sniði hérlendis sem áður hafði farið af stað. Ég spurði Ellu hvort þær hefðu haft starfsemina þar til hlið- sjónar við mótun Kvennasmiðjunnar. „Já, vissulega, en þar voru námskeið haldin allan daginn í þrjá mánuði og það fannst okkur vera of stuttur tími. Þar er reksturinn líka með öðrurn hætti, kon- urnar greiða skólagjöld og eru ýmist á at- vinnuleysisbótum, örorkubótum eða þær fá aðra félagsaðstoð.” í kennslufræðum er lögð áhersla á að nemendur, ekki síst fullorðnir, fái sjálfir að hafa áhrif á mótun eigin náms, talið er að það efli áhugahvöt. Mér lék forvitni á að vita hvort konurnar fengju sjálfar að móta starfið og hvort það gæti nýst þeim til eininga í framhaldsskólum. „Þær fá það á síðari stigum, í byrjun teljum við þær skorta sjálfstraust til á- kvarðanatöku og innsýn. Hópurinn sem er að klára núna bað til dæmis um stærð- fræði og fékk að læra hana. Annar hópur vildi komast á reykinganámskeið og við urðum við þeirri beiðni. Þær sem vilja geta tekið próf bæði í Hússtjórnarskólan- um og hjá Námsflokkunum og fengið einingar, standist þær próf. Þær sem ekki kæra sig um slíkt sleppa því.” Ella Kristín bætti því við að þótt konurnar tækju eng- in próf væri þeirn öllurn akkur í því að mennta sig, m.a til að geta aðstoðað börnin sín við heimanámið. Hún sagði þær einnig læra ýmislegt gagnlegt, eins og um gildi þess að fá hollt nesti og að fara vel með mat og heimilispeninga. Mig fýsti að vita meira um kjör Kvennasmiðjukvenna og eins urn ástæður svo mikils brottfalls sem raun ber vitni. „Það eru okkar stærstu vonbrigði hve brottfallið hefur verið hátt, þegar mest lætur upp undir 40%. Gerð er krafa um 100% mætingu með þó nokkrum sveigjanleika. Tilkynna ber forföll vegna eigin veikinda eða veikinda barna. Kon- urnar fá viðvörun þegar mætingin er komin niður fyrir 80% og taki þær sig ekki á geta þær átt á hættu að detta út. vera / 1. tbl. / 2005 / 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.