Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 17

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 17
fj ölskyldan - er eitthvaó að? / nema vera með belti. Þau eru vel upplýst, andlegar og líkamlegar þarfir þeirra eru í íyrirrúmi og þau eru vön því að þeim sé vel sinnt. Það eina sem fréttamaðurinn hafði áhyggjur af var að nútímabörn eru svo vel upplýst, fordómalaus og vön hóp- vinnu hvers konar að það kemur niður á frumkvæði þeirra og þau virðast kinoka sér við því að troðast yfir næsta mann til þess að komast áfram í lífinu. Það er talið háalvarlegt mál í Bandaríkjunum. Ég held að ég halli ekki sérstaklega á foreldra mína eða þeirra foreldra þegar ég segi að það sé bara nýlega til kornið að foreldrar eigi mikið að vera að tala við börn eða sinna þeim eitthvað sérstaklega. Heimavinnandi húsmæðurnar höfðu bara oft svo margt á sinni könnu að það kom þeim best að börnin væru sem mest úti að leika sér og gættu hvers annars en væru ekki að þvælast fyrir. „Börn eiga að sjást en ekki heyrast,” haíði elskuleg amma mín oft eftir formæðrum sínum. Að hugað væri að andlegum þörfum barna, eins og nú er gert, var ekki í efsta sæti á forgangslistanum. Fólk hafði hreinlega nóg annað að gera. Ég fékk gott atlæti hjá ömmu minni og inömmu en það þótti þó sjálfsagt og eðli- legt þegar ég var smábarn að ellefu ára frænka mín passaði mig flesta daga. Þeg- ar ég var ellefu ára var ég löngu farin að passa bræður mína sem voru þriggja ára og eins árs. Mér fannst aldrei neitt að því. Sonur minn er ellefu ára í dag. Ég þori varla að skilja hann eftir einan heima meðan ég skrepp út í sjoppu. Að skilja hann eftir með tvö smábörn í sinni umsjá þætti mér ávísun á heimsókn frá barna- verndarnefnd. Þegar ég fór að hugsa um þetta var svo ótalmargt sem mér kom í hug af því sem er betra við líf barna í dag en fyrir tutt- ugu, þrjátíu árum, svo ekki sé talað um um miðja síðustu öld eða lengra aftur. Með öllum sérfræðingunum sem hnýtt er í höfunt við nefnilega líka fcngið í hendur enn betri tól til þess að hugsa um börnin okkar og hlúa að þeim. Einelti er t.a.m. dæmi um það sem ekki var hugað sér- staklega að í skólum, en hefur litað og eyðilagt líf margra manneskja. Ein háðu börn það stríð án þess að fullorðnir væru nokkuð að skipta sér af því. Skipt var í bekki eftir gáfnafari og lesblinda og of- virkni hétu heimska og óþekkt. Kynferð- isleg misnotkun lá einnig í þagnargildi, sem og ofbeldi á heimilum. Óánægjuraddirnar sem bölsótast út í nútímann hafa líka heyrst kvarta yfir því Gamla tilhögunin skapaði meiri óánægju en ánægju Þess vegna var breytinga þörf. Núna hafa flestir mörg hlutverk. Móður- og föðurhlutverkið er eitt þeirra og það er uppáhaldshlutverk flestra að börn séu bara ekkert úti að leika sér núna. Þau hangi alltaf inni yfir tölvum og sjónvarpi og þau taki aðeins þátt í skipu- lögðum tómstundum sem foreldrarnir keyri þau í. En þá spyr ég: „Hvað er verra við tölvu en bók? Fótbolta í KR heimilinu eða fót- bolta úti á túni?” Og: „Er betra að leika sér í hálfköruðum húsbyggingum (og fá naglaspýtu í augað) en að spjalla við vin á msn?” Samfélagið er breytt. Það leikur enginn vafi á því. Hvernig væri að við sættum okkur við það? við að takast á við breytta samfélagsgerð? Að forsætisráðherra skuli hafa sett málið í nefnd er mikil huggun en ég ætla þó að leyfa mér að bæta einu heilræði við: Ger- um samverustundirnar fyllri og innilegri þó að þær séu kannski ekki eins margar inni á heimilinu og fyrir fimmtíu árum. Verum ánægð með okkur, hugsum um allt sem hefur breyst til batnaðar og höld- um áfram að gera eins vel og við getum. Málið í nefnd Daglegt líf barna og foreldra hefur sannarlega breyst mikið á síðustu árum og áratugum. En er allt verra effir að konur tóku á sig fleiri hlutverk en það að starfa eingöngu inni á heimilinu? Eru „gömlu og grónu fjölskyldugildin” þau að móðirin er alltaf heima við og hugsar um börnin meðan fað- irinn starfar utan heimilis og „gefur sér tíma frá önnum sín- um” til að huga að börnunum? Garnla tilhögunin skapaði meiri óánægju en ánægju. Þess vegna var breytinga þörf. Núna hafa flestir mörg hlut- verk. Móður- og föðurhlut- verkið er eitt þeirra og það er uppáhaldshlutverk flestra. Hlutverk sem fólk rækir eins vel og það getur. Kröfur hafa aukist og lífs- gæðakapphlaup er útbreitt vandamál, þar er ég hjartan- lega sammála. En það er dýrt að standa straum af þeim kostnaði sem fylgir nútíma- heimili. Meðalheimili verður líka illa rekið á tekjum einnar manneskju sem vinnur frá 9 - 5. Mörgu fleiru mætti velta fyrir sér en lokaspurningin hlýtur að vera: Hvernig eigum vera / 1. tbl. / 2005 / 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.