Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 37

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 37
Það er ekki spurning í mínum huga að það á að nýta þennan dóm til þess að breyta þeirri staðreynd að konur hafa einungis um 70% af launum karla á íslenskum vinnumarkaði. Sérstaklega vona ég að kvennastéttir sjái sér leik á borði að pressa á um betri kjör í kjarasamningum samið við konur sem voru i þessum störfum," segir Guðrún. Hvernig stóð á þvi að þú ákvaðst að fara i mál við bæinn? „Ég bjóst alltaf við að samið yrði við mig en þegar Ijóst var aó það ætluðu bæjaryfirvöld ekki aó gera varð ég að halda áfram, sjálfrar min vegna. Það er vont að finna sig órétti beitta og starfs- matió 1996 gaf okkur konum sem gegndum samanburðarstörfunum tækifæri til að leita eftir Leióréttingu á launum okkar til jafns við þá karLa sem gegndu samanburðarstörfunum. Það gerði ég fyrst form- Lega tveimur árum síðar, eða 1998, en var hafnað. Seint á árinu 2000 fór ég aftur i gang með þetta mál og fékk mér Lögfræðing tiL að annast samskipti við bæinn. Þaó er skemmst frá því að segja að þessi feriLL aLLur hefur verið óhemju langdreginn og menn hafa stundað mikLar æfingar til þess aó draga mátió á Langinn. Þáttur stéttarféLaganna var enginn, ég mætti algeru tómlæti þar og hef ekki enn fengið nein viðbrögð frá stéttarfélögum mínum sem eru tvö. Hins vegar hef ég fengið mikinn og góðan stuðning frá nánasta samstarfsfóLki mínu, fjöLskyLdu og vinum." Hefur þetta ekki verið erfitt? „Þetta hefur verið mjög erfitt og í raun tekió töLuverðan toLL af mér. SérstakLega hefur þaó verió erfitt hvað máLið hefur dregist á Langinn. Það er auðveLdara að umbera áLag þegar því Lýkur eftir stuttan tíma en þegar fóLk býr við mikið andlegt álag svo árum skiptir þá er það mjög erfitt." Hvað heldur þú um framhaldið? Verður ekki hægt að nýta þessa niðurstöðu öðrum til framdráttar? „Þaó er ekki spurning í minum huga aó þaó á að nýta þennan dóm tiL þess að breyta þeirri staðreynd að konur hafa einungis um 70% af Launum karla á íslenskum vinnumarkaði. SérstakLega vona ég að kvennastéttir sjái sér leik á borói að pressa á um betri kjör í kjarasamningum. Kannski verður að einhverju leyti að finna nýjar LeikregLur og það er bara fínt. Það er Líka mín skoðun að stéttarfé- lögin verði að koma meira að þessum máLum í framtiðinni, sérstak- tega vegna þess að þetta er varLa fær leió fyrir einstakLinga," sagði Guðrún að lokum. Að bera saman barnavernd og gatnagerð SIF KONRÁÐSDÓTTIR HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR » Dómur Hæstaréttar íslands f máli deildarstjóra hjá Akureyr- arbæ frá 20. janúar s.l. kemur i kjölfar mála tveggja fyrrum kvenstjórnenda hjá bænum. í málinu var Akureyrarbær dæmdur til að greiða Guðrúnu Sigurðardóttur deildarstjóra ráðgjafar- deildar bæjarins rúmar sex milljónir króna i skaðabætur að meðtöldum dráttarvöxtum, auk málskostnaðar. í máli fyrrum jafnréttisfulltrúa bæjarins, sem dæmt var i Hæstarétti 31. mai 2000, voru i fyrsta sinn borin saman störf á ólikum sviðum. Taldi Hæstiréttur störf jafnréttisfulltrúans og atvinnumálafull- trúa jafnverðmæt og sambærileg í skilningi jafnréttislaga. Nýjasti dómurinn gegn Akureyrarbæ er staðfesting á sjónarmiðum úr fyrri dómi; samningsfreLsi á vinnumarkaði takmarkast af jafnrétt- islögum, kjarasamningar geta einir sér ekki rétttætt Launamun miLli kynja, úrLausn þess hvort störf teLjist „jafnverðmæt og sambæriLeg" byggist á heiLdstæðu mati og getur verið um sLík störf að ræða, þó einstakir þættir þeirra séu óLikir og þau krefjist tiL dæmis mismun- andi menntunar en markmiöi jafnréttislaga verði ekki náð, eigi Launajöfnuður einungis að ná tiL fólks innan sömu starfsstéttar. Sönnunarfærslu i máLinu var þannig háttað að starfsLýsingar og samanburðarmat á starfi Guðrúnar og deildartæknifræóings var Lagt fram. Þótti þetta Leiða verulegar Líkur að því að störfin hafi verið svo sambærileg að inntaki og ytri búnaði, þótt þau væru á mismun- andi sviðum, að Guðrúnu hafi verið mismunað í kjörum i skiLningi jafnréttisLaga. Samkvæmt almennum sönnunarregLum og sérstakri sönnunarregLu jafnréttisLaga, varð þá Akureyrarbær að sanna að mismunandi kjör hafi ekki grundvaLLast á kynferði. Sjónarmið bæj- arins um að Laun verk- og tæknifræðinga hafi um Langt skeið verið hærri en annarra starfsmanna, óháð kyni, sem bærinn sagði meðaL annars skýrast af markaðslegum ástæóum, voru ekki talin haldbær rök fyrir Hæstarétti tiL að réttLæta Launamun. Atvinnurekandi verð- ur með öðrum orðum að sýna fram á að hLutlægar og máLefnaLegar ástæður réttLæti Launamuninn og nægir konu að Leiða Líkum að því að störf séu sambæriLeg og jafnverðmæt og kjör mismunandi til að veLta sönnunarbyrðinni yfir á atvinnurekandann. Merkilegur dómur Að mínu mati er síðasti dómurinn gegn Akureyrarbæ merkiLegur í fyrsta lagi fyrir þá sök að unnt er að bera saman ákafLega ólík störf sem unnin eru við óLíkar aðstæður og i öðru Lagi fyrir þá sök að ekki dugar atvinnurekanda að visa bara til markaðssjónarmiða, heLdur þarf hann beinlínis að leggja fram gögn og láta eftir atvikum fara fram heiLdarsamanburó, vilji hann eiga möguleika á því að sýna fram á að Launamunurinn skýrist af einhverju öðru en kynferði. Ólik störf geta verið sambærileg og enn hefur ekki tekist að sýna fram á fyrir ísLenskum dómstóLum að markaðssjónarmið ráði Launamun i þeim málum sem þar hefur reynt á. vera / 1. tbl. / 2005 / 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.