Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 32

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 32
/ aðalviðtal Á útskriftarafmæli bekkjar úr Lindargötuskóla sem Guð- rún hafði umsjón með i fjögur ár. Við hlið hennar er Jón Á. Gissurarson skólastjóri. Með hópi kvenna úr verkakvennafélaginu Sókn sem sóttu starfsmenntanámskeið hjá Námsflokkunum. mér og við sátum oft lengi yfir heima- náminu. Ég skildi ekkert í því að krakk- arnir gætu verið úti að leika þegar ég sat yfir lestrinum. Á þessum árum var eng- inn skilningur á lesblindu, fólk vissi ekki hvað það var. En ég var þrautseig við námið og var komin í efsta bekkinn þeg- ar skóla lauk.” Guðrún segist muna vel eftir hernám- inu og öllum bröggunum sem risu upp í nágrenni við heimili hennar. Það var braggahverfi uppi á Laugarásnum, í Vatnagörðum og í Laugar- nesinu. Börnin úr brögg- unum gengu í Laugarnes- skólann og Guðrún kynnt- ist mörgum þeirra. „Ég sá mikið af erfið- leikum í kringum mig og fékk samúð með fóikinu. Ég gleymi því t.d. ekki þegar einn kennarinn ætl- aði að sýna okkur hvað hann myndi gera ef við lærðum ekki heima. Hann þreif í strák og lyíti honum upp með því að snúa honum svo buxur stráksins rifnuðu. Ég man hvað ég fyrirleit kennarann fyrir þetta því hann valdi minnsta strákinn og þann fátækasta. Það hefði hann átt að vita sjálfur. Þetta var að vísu vænn maður en hann missti bara stundum stjórn á sér. Þeir kennarar sem ég kynntist í Laugarnesskól- anum voru allir úrvalskennarar. Ég fór síð- an í landspróf í Austurbæjarskólanum og þaðan í MR. Á þessari leið fylgdumst við mörg að sem höfðum verið saman í Laug- arnesskólanum. Strákarnir hafa margir lát- ið að sér kveða í þjóðfélaginu en það hefur farið minna fyrir stelpunum, eins og dæmigert er fyrir mína kynslóð, þær völdu sér margar kennslu að ævistarfi. Ég á margar góðar vinkonur frá skólaárunum, þó margar séu reyndar látnar. Stúdentsár- gangurinn heldur vel saman, við hittumst yfirleitt tvisvar til þrisvar á ári og í vor stendur mikið til þar sem við verðum 50 ára stúdentar.” Guðrún lét lesblinduna ekki aftra sér frá því að fara í menntaskóla en minnist orða Einars Magnússonar rektors MR, sem líldega eru dæmigerð fyrir skilnings- leysi á lesblindunni á þeim tíma. Hann sagði: „Það er slæmt fyrir þig, Guðrún, að vera komin upp í 4. bekk og vera bæði ólæs og ótalandi.” Svona gat menntað fólk verið fáfrótt. En ég náði mér niðri á honum seinna, þó ég sé ekki vön að hefna mín. Það var þegar hann bað mig að halda ræðu er við vorum á ferðalagi í 5. bekk. Þá sagði ég: „Það get ég ekki gert því eins og þér vitið og hafið sagt er ég hvorki læs né talandi.” Það var hins vegar ekki fyrr en ég var að ljúka háskólanámi að mér var sagt að ég væri lesblind. Það var útlendur maður sem las yfir prófin sem hringdi í mig og sagði mér þetta. Reyndar hefur mér alltaf gengið betur að halda ræður blaðalaust heldur en að lesa þær af blaði. Einar Magg hefur kannski verið búinn að koma auga á það,” segir hún og hlær. Guðrún segir að við þá ákvörðun að mennta sig hafi hún haft mikilvæga fyrirmynd sem var föðursystir hennar, íngibjörg Ólafsson. Hún sigldi ung til Kaupmannahafnar og menntaðist auk þess að vinna með KFUM og K. Hún tók síðar háskólapróf í Englandi, sem var sérstakt fyrir konur á þessum árum, og helgaði líf sitt líknarstörfum, fyrirlestra- haldi og skriftum. Ingibjörg skrifaði greinar í íslensk blöð þar sem hún benti á ýmislegt sem betur mætti fara hér á landi en hefur líklega rnóðgað ráðamenn. Hún kom aðeins einu sinni heim, á Al- þingishátíðina 1930, en lést í Englandi árið 1966 þar sem hún bjó síðustu ára- tugina. „Það var alltaf mynd af Ingi- björgu uppi á vegg hjá foreldrum mínum og ég man eftir því að hafa horft á hana og hugsað: Fyrst þú gast þetta, þá get ég. Þannig var hún mér hvatning.” Sú ákvörðun Guðrúnar að helga líf sitt kennslu kom ekki strax. Að loknu stúdentsprófi vann hún í Landsbankan- um og skráði sig í sagn- fræði í Háskólanum. Það gekk þó ekki upp því tím- arnir og vinnan stönguð- ust á og hún gafst upp. „Bryndís Víglundsdóttir, vinkona mín úr MR, hvatti mig þá til að fara í kennaraskólann eins og hún hafði gert, en kenn- aranám stúdenta var þá einn vetur. Mér leist ekki of vel á það. Ég var ekki viss um að ég gæti ráðið við bekk. Sjálfsálitið var nú ekki meira. Önnur vinkona mín fékk mig svo til að gæta heimilis fyrir systur sína sem dvaldist erlendis sumarlangt. Hún átti fjóra stráka, 5,7,11 og 13 ára, og þeir sáu um sig sjálfir á meðan ég var í vinnu í bankanum. Þetta gekk svo vel að við urðum perluvinir, þeir voru eins og hugur minn þessir drengir. Ég fór þá að hugsa að fyrst ég réði við þá gæti ég kannski alveg orðið kennari og skráði mig í Kennaraskólann.” Að loknu kennaranáminu sótti Guð- rún um kennslu í Laugarnesskólanum en þegar hún frétti að hún fengi ekki ráðn- ingu þar vildi hún draga umsókn sína til baka. Hún var að sækja umsóknina á fræðsluskrifstofuna þegar maður hljóp hana uppi og bað hana að halda umsókn sinni inni. Það var Jón Á. Gissurarson skólastjóri í Lindargötuskólanum sem Hann þreif í strák og lyfti honum upp með því að snúa honum svo buxur stráksins rifn- uðu. Ég man hvað ég fyrirleit kennarann fyrir þetta því hann valdi minnsta strákinn og þann fátækasta. Það hefði hann átt að vita sjálfur 32/1. tbl. / 2005 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.