Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 38

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 38
Brot gegn manneskjunnar - NAUÐGUN FRÁ SJÓNARHORNI KVENNARÉTTAR Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir varói nýlega kandídatsritgerð sína í lögfræði en ritgerðin fjallar um afbrotið nauögun frá sjónarhorni kvennaréttar. Þorbjörg var í upphafi beðin að skýra út fyrir blaóakonu Veru hvaó kvennaréttur væri. „Kvennaréttur er tiltölulega ný grein í lögfræóinni en hún varó til um það leyti sem konur náðu fram lagalegu jafnrétti á við karla. Eitt helsta sérkenni þessarar fræðigreinar er áhersla á veruleikann aö baki lög- unum. Þaö er ríkt í lögfræðingum að telja lögin algildan sannleika, en kvennarétturinn skoðar fleiri sjónarmið. Þar er t.d. leitast viö að kanna hvort og hvernig rétturinn hefur ólík áhrif á kynin. Þegar afbrotiö nauðgun er kannað frá sjónarhorni kvennaréttar kemur í Ijós að verknaðaraðferð, ástand þolanda og jafnvel hjúskaparstaða hefur áhrif á þaö hvaða augum nauógun er litin. Jafnframt virðist sem litið sé á nauðgun sem afbrigði af líkamsárás, þ.e. líkamsárás í kynferöislegum tilgangi." Þorbjörg segir að meginefni ritgerðar- innar sé tvíþætt. Annars vegar leitist hún við að svara því hvað felst í afbrotinu nauðgun í lagalegri merkingu og því að hvaða marki þolendur líta nauðgun öðr- um augum en löggjafinn. Hins vegar fjalli hún um hvort ástæða sé til að endur- skoða skilgreiningu löggjafans á hugtak- inu nauðgun. „Ákvæði 194. gr. almennra hegningar- laga fjallar um nauðgun. Af ákvæðinu má ráða að í afbrotinu nauðgun felst í lagalegri merkingu að gerandi þröngvar þolanda til holdlegs samræðis eða annarra kynferðis- maka með ofbeldi eða hótun um það. Til samanburðar er síðan fjallað í 195. gr. hgl. um annars konar ólögmæta nauðung sem beitt er til að þröngva manni til samræðis eða annarra kynferðismaka og 196. gr. hgl. sem leggur refsingu við því að notfæra sér geðveiki eða aðra andlega annmarka manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða annað á- stand hans þess eðlis að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýð- ingu hans. Samkvæmt lögunum skipta að- ferðirnar við kynferðisbrotið miklu máli. Því teljast sum brot nauðgun en önnur „ó- lögmæt kynferðisnauðung” eða „misneyt- ing”, en við þeim tveimur síðarnefndu liggja mun vægari refsingar. Þetta gagnrýni ég í ritgerðinni og vísa í dóma máli mínu til stuðnings.” Þorbjörg segir að henni finnist núgild- andi skilgreining nauðgunar í hegningar- lögum ekki fela í sér næga viðurkenningu á því sem er þungamiðja í afbrotinu, þ.e. að þegar manneskju er nauðgað er brotið gegn kynfrelsi hennar, alveg sama hvaða aðferðir eru notaðar til þess. „Kynfrelsi er frelsi hverrar manneskju til að ákveða hvort og hvenær hún vill taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Á kynfrelsinu eru tvær hliðar og segja má að í því felist kynferðislegt sjálfsforræði, frelsi til að velja og hafna. Nauðgun felur í sér að brotið er gegn þessu frelsi mann- eskjunnar. I frelsinu til að hafna kynlífi felst að maður á að geta hafnað því hvenær sem er, hvar sem er og með hverj- um sem er. Kynferðislegt sjálfsforræði er einfaldlega ekki að fullu viðurkennt þeg- ar það skiptir máli hvort gerandi er maki, hvort þolandi er ölvaður eða andlega fatl- aður eða hvort „nauðgun” náðist fram með ofbeldi, hótun um ofbeldi eða annarri verknaðaraðferð. Slík nálgun 38/1. tbl. / 2005 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.