Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 21

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 21
fj ölskyldan - er eitthvað að? / er að gera starfsfólki betur kleift að sam- ræma vinnu og einkalíf. Til fróðleiks vil ég skýra í stuttu máli hugtakið sveigjan- leiki. Hugtakið sveigjanleiki tengist lengd vinnutíma (starfshlutfalli), að á vinnu- staðnum sé starfsfólki t.d. gefinn kostur á hlutastörfum. Það hentar ekki öllu starfs- fólki að vinna fullan vinnudag, fjöl- skyldu- eða umönnunarábyrgð getur ver- ið ein ástæða þess: ung börn, mörg börn, fatlaður einstaklingur eða aldrað foreldri - allt eru þetta dæmi um ástæður sem geta takmarkað löngun og getu einstaklings til þess að vinna fullan vinnudag. Hugtakið sveigjan- leiki tengist tilhögun vinnutíma, að á vinnu- staðnum sé starfsfólki t.d. gefinn kostur á sveigjanlegum vinnu- tíma eða að stytta vinnuvikuna, t.d. með því að vinna 10 klukkustundir á dag íjóra daga vikunnar. Hugtakið sveigjanleiki tengist því einnig hvar störfin eru innt af hendi, að starfsfólki sé gefinn kostur á að vinna að öllu eða nokkru leyti að heiman frá sér eða frá fjarvinnslustöð. Að lokum tengist hugtakið sveigjanleiki möguleika starfs- fólks á leyfi frá störfum til bæði skamms og langs tíma og því hvernig störfin eru innt af hendi. Þegar innleiða á aukinn sveigjanleika eru möguleikarnir því margir. Það er að sjálfsögðu háð því um hvers konar fyrir- tæki er að ræða hverju sinni, starfsemi þess, einstaklingunum sem starfa þar og skipulagningu vinnunnar hvaða mögu- leikar henta hverju sinni. En hversu sveigjanleg reyndust fyrirtækin sem tóku þátt í verkefninu vera? I verkefninu komust fulltrúar þátttökufyrirtækjanna að raun um að fyrirtækin væru mörg hver sveigjanlegri en þeir höfðu í upphafi verkefnisins gert sér grein fyrir. Langal- gengast var að sveigjanleiki væri í tilhög- un vinnutíma og möguleikar væru á leyfi frá störfum í stuttan tíma. Um óformlega stefnu var þó að ræða hjá þeirn flestum og því skorti almennt að mótuð væri skýr stefna á þessu sviði. Eftirfylgni verkefnisins - vef- svæði hollvina og viðburðir Verkefninu „Hið gullna jafnvægi” lauk sem fyrr segir í október 2001 en var hleypt af stokkunum að nýju í breyttri mynd 1. apríl 2003 en þá var vefsvæði Hollvina hins gullna jafnvægis (www.hgj.is) opnað. Vefsvæðið starfrækja 17 samtök, stofnanir og fyrirtæki og er tilgangurinn einkum sá að styrkja umræðu um sveigj- anleika á vinnustöðum og samræmingu vinnu og einkalífs og miðla nýjurn fróð- leik um það efni. Hollvinir standa jafn- framt fyrir árlegri viðurkenningu. Viður- kenningin „Lóð á vogarskálina” var af- hent í fyrsta skipti á ráðstefnu hollvina í nóvember 2003, en viðurkenninguna hlutu þá Sjóvá-Almennar og ÍTR. í nóv- ember sl. voru það svo Landsvirkjun og ISS ísland sem urðu fyrir valinu. Það er skemmst frá því að segja að vef- svæði hollvina hefur verið einkar vel tek- ið. Gestir vefsvæðisins eru stjórnendur og starfsmenn sem vinna að bættu starfsum- hverfi, auknum sveigjanleika og sam- ræmingu vinnu og einkalífs. Nemendur hafa líka í talsverðum mæli sótt vefsvæð- ið, m.a. í þeim tilgangi að afla sér heim- ilda. Að ógleymdum kennurum, leið- beinendum og sérfræðingum sem sinna kennslu og námskeiðahaldi á þessu sviði. Fjöldi fyrirtækja og stofnana gerir vel Og þá að stöðu fjölskyldunnar í samfé- laginu í dag með hliðsjón af „hinu gullna jafnvægi”. Eru íslensk fyrirtæki almennt sveigjanleg eða fjölskylduvæn? Fjöldi ábendinga frá starfsfólki rúm- lega 50 fyrirtækja og stofnana í tengslunv við veitingu viðurkenningarinnar „Lóð á vogarskálina” í nóvember sl. er til vitnis urn að á mörgum vinnustöðum er vel gert í þessurn efnum. Hér eru nokkur dæmi: • Starfsmaður sagði m.a. frá sveigjanleika og stuðningi sem honum var sýndur þeg- ar sonur hans greindist með krabbamein. • Annar starfsmaður sagði frá hvernig sveigjanlegur vinnutími, heirna- og vaktavinna gera honum og maka hans kleift að taka ávallt á móti börnunum þegar þau koma heim úr skóla. ■ Starfsmaður sem vildi halda vinnu sinni en jafnframt flytja í það umhverfi sem hann og fjölskylda hans kusu sér sagði: „Með stuðningi yfirmanns míns fluttist ég og fjölskylda mín búferlum frá Reykja- vík austur á land. Fjarvinna var lausnin.” • Starfsmaður sem hefur sveigjanlegan vinnutíma sagði: „I svona kerfi felst ákveðið aðhald ekki síður en frelsi. Maður vill að sjálfsögðu ekki þurfa að vinna kvöld og helgar til að hafa upp í vinnuskyldu mánaðarins og því er rnaður ekkert að skreppa nieira en rnaður þarf.” • Og starfsmaður skrif- aði um ríkjandi viðhorf á sínurn vinnustað: „Það er ríkjandi við- horf hjá stjórnendum [félagsins] að góð sam- ræming á vinnu og einkalífi skili sér margfalt til baka.” Þetta eru aðeins örfá dærni um ábend- ingar sem dómnefndinni bárust en þau gefa innsýn í hvað vel er gert og hve mik- ils starfsmenn meta gott starfsumhverfi, sveigjanleika og stuðning af hálfu stjórn- enda. Lengstur vinnutími hér á landi En betur má ef duga skal. Vinnutími karla og kvenna er langur. Vinnutími meðal fólks í fullu starfi mældist lengstur á íslandi af öllum löndum í Evrópu á ár- unum 1995 - 2002. Þannig var heildar- fjöldi vinnustunda að jafnaði 48,5 klst. árið 2002 hér á landi en á bilinu 39 - 44 klst. að jafnaði í öðrurn löndum. Vinnuálag er mikið og vaxandi. I könnun IMG Gallup frá árinu 2003 sögðu tæp 71% starfandi fólks vinnuálag sitt vera mjög eða frekar mikið og 44% töldu vinnuálag vera vaxandi, konur (57%) í rneira mæli en karlar (34%). Það þarf því ekki að koma á óvart að margir upplifa togstreitu milli vinnu og einkalífs. I fyrrnefndri könnun IMG Gallup sagði 31% starfandi fólks vinnu sína og einkalíf oft rekast á og í könnun frá árinu 2004 sagðist 27% starfandi fólks nokkrum sinnum í viku hafa kontið of þreytt úr vinnunni til að geta sinnt þeirn verkefnum sem vinna þarf heima fyrir. Rétt er að taka þessar niðurstöður al- varlega því hvernig við vinnum hefur áhrif á það hvernig við sinnum hlutverki Hugtakið sveigjanleiki tengist því einnig hvar störfin eru innt af hendi, að starfsfólki sé gefinn kostur á að vinna að öllu eða nokkru leyti að heiman frá sér eða frá fjarvinnslustöð vera / 1. tbl. / 2005 / 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.