Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 39

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 39
Þórunn Hrefna S i g urj ó n s d ó t tir / Nálgunin um nauðgun í núgildandi lögum er ekki hvort samþykki hafi verið fyrir hendi eða ekki, með nægilega grófum hætti, þ.e. með ofbeldi eða hótun um ofbeldi leggur kynfrelsi ekki til grundvallar, heldur nær því eingöngu fram að flokka kynferðisbrot eft- ir mismunandi verkn- aðaraðferðum, eins og gert er í núgildandi kyn- ferðisbrotakafla. Þar virðist því áhersl- an lögð á það með hvaða aðferð brotið var gegn þolanda, fremur en að aðalatriði málsins sé í forgrunni, þ.e. að brotið hafi verið gegn sjálfsákvörðunarrétti, athafnafrelsi og persónu hans með því að kynfrelsi hans var virt að vettugi. Sjónarhornið ætti að vera hvort þolandi hafi verið í aðstöðu til að velja og hafna, hvort hann gat raun- verulega skilið hvað samþykki haíði í för með sér og svo framvegis.” Þorbjörg segir að mikilvægt sé að gera sér grein fyrir því að þessi skilningur lög- gjafans á hugtakinu nauðgun hafi mun afdrifaríkari áhrif á konur en karlmenn, þar sem nauðgun er í eðli sínu kynbund- ið afbrot. Skilningsleysi löggjafans á af- brotinu bitnar því á konum sem þolend- um nauðgana. „Þetta er gott dæmi um það hvernig kynhlutlaus lagasetning get- ur haft ólík áhrif á kynin. Kynferðis- brotakaflinn mismunar kynjunum ekki og kynferði hefur enga þýðingu samkvæmt lögunum. Konur verða hins vegar fyrst og fremst fyrir kynferðisbrotum þannig að ó- fullnægjandi löggjöf um þennan brota- flokk bitnar aðallega á konum.” Ekki bara þvingun, heldur hvernig þvingun „1 ritgerðinni fór ég þá leið að bera sam- an dóma í málum þar sem ákært hafði verið fyrir nauðgun, misneytingu og ó- lögmæta kynferðisnauðung með það fyr- ir augum að sýna frarn á að í öllum tilvik- um sé í raun um eitt og sama afbrotið að ræða, en í núgildandi hegningarlögum er ekki litið svo á. Það eina sem aðgreinir málin er að gerendur nota mismunandi aðferð þegar þeir fremja kynferðisbrotið. í einu málinu náði gerandi fram vilja sín- um með ofbeldi, í öðru með því að not- færa sér ölvun þolanda og í enn öðru með því að hafa samræði við konu sem var þroskahömluð og skildi því ekki til fulls hvað fór fram. Þessi nálgun hefur ákveðna hættu í för með sér. I einu málinu var ungur rnaður sýknaður þrátt fyrir að dómarar teldu frásögn ungrar stúlku trúverðuga. Sýkn- an virðist byggja á því að ekki tókst að flokka þvingun mannsins undir rétt hegningarlagaákvæði. Málið var höfðað gegn honum fýrir að hafa þröngvað 14 ára frænku sinni til kynferðismaka og fyrir að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við kynmökunum sökum ölvunar. Hins vegar var talið ósannað að ákærði hefði beitt 14 ára frænku sína þvingun í skilningi 194. gr. hgl. Ekki var heldur talið að ölvunarástand hennar hafi verið slíkt að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum, þar sem hún var með fullri meðvitund. Dómarar virtust í þessu máli standa frammi fyrir þeinr vanda að meta hvernig þvingun hafi átt sér stað, en virðast raunar ekki í vafa um að þvingun hafi verið fyrir hendi. Frásögn stúlkunnar um að hún hafi streist á móti var til dæm- is talin óvéfengd. Eftirfarandi setning birtir að mínu mati að núgildandi kyn- ferðisbrotakafli veitir þolendum kynferð- isbrota ekki nægilega vernd en þar segir: „Verður við þessar aðstæður sérstaklega og vegna frændseminnar að telja þá full- yrðingu hennar trúverðuga um að hún hafi ekki sjálfviljug tekið þátt í atlotum ákærða.” Þetta er auðvitað kjarni málsins og ætti að vera þungamiðjan í sönnun um kynferðisbrot, þ.e. hvort þolandi hafi sjálfviljugur tekið þátt eða ekki. Svo er hins vegar ekki nú, sem sést best á því að maðurinn er sýknaður þrátt fyrir að full- yrðingu stúlkunnar um að hún hafi ekki sjálfviljug tekið þátt sé trúað. Með því að fara þá leið að leggja kynfrelsi til grund- vallar, þ.e. viðurkenningu á sjálfsákvörð- unarrétti manna um kynferðislegt sam- neyti við aðra, myndi nauðgun í lagaleg- um skilningi ekki aðeins snúast um það hvernig gerandi upplifði atvik og aðstæð- ur, heldur einnig um sjálfstæðan rétt þol- anda til að velja og hafna. Mér finnst það mun eðlilegri nálgun og réttlátari. Nálgunin um nauðgun í núgildandi lögum er ekki hvorl samþykki hafi verið fyrir hendi eða ekki, heldur hvort brotið hafí verið gegn þolanda með nægilega grófum hætti, þ.e. með ofbeldi eða hótun um of- beldi. Næsta skref við skil- greiningu nauðgunar ætti að vera áhersla á kynfrelsi en í því hugtaki sameinast virðing fyrir persónu þol- anda, athafnafrelsi og síð- ast en ekki síst sjálfs- ákvörðunarrétti.” Forgangsmál að skilgreina hug- takið nauðgun Hvernig datt þér í hug að velja þetta efni? Er ekki lýjandi að sökkva sér niður í að lesa og skrifa um þennan ömurlega glæp? „Sumum fannst skrýtið að velja sér þetta verkefni og það er auðvitað skiljan- legt. Ég hef hins vegar alla tíð haft mikinn áhuga á refsimálum, eins pervisið og það nú hljómar. Og mér fannst jákvætt að velja mér verkefni sem gæti hugsanlega leitt til góðs. Auðvitað er óhuggulegt að lesa dóma í kynferðisbrotamálum, en nálgun mín var ópersónuleg að því leyt- inu til að ég var að kanna skilgreiningu löggjafans, en ekki t.d. hvaða áhrif þessi hræðilegu brot hafa á þolendur. Ég gat því látið mér nægja að lesa dómana en ég ímynda mér að það hefði haft meiri áhrif á mann að þurfa t.d. að hitta þolendur eða gerendur augliti til auglitis.” Þorbjörg segir að viðbrögðin við rit- gerð hennar hafi verið meiri en hún bjóst við, sem sýni kannski að efnisvalið hafi ekki verið svo galið eftir allt saman. „Það virðist sem margir hafi áhuga á efninu og mér finnst auðvitað líka miklu máli skipta að viðbrögð lögfræðinga hafa verið jákvæð. Kynferðisbrotamál eru til umfjöllunar nánast daglega í íjölmiðlum, en yfirleitt er verið að fjalla um sönnun og dæmdar refsingar. Mig langaði hins vegar til að kanna inntak brotanna, hvaða augum löggjafinn lítur þessi brot. Það er að mínu mati upphafsreiturinn. Núgild- andi skilgreiningar veita þolendum kyn- ferðisbrota ekki ekki nægilega vernd og sumt í lögunum er hreinlega forneskju- legt, t.d. ákvæði 205. gr. hgl. þar sem fram kemur að fella megi niður refsingar í kyn- ferðisbrotamálum ef gerandi og þolandi eru í hjónabandi eða í sambúð. Hvaða skilaboð sendir ákvæði sem þetta? I mín- unr huga er það forgangsmál að skil- greina hugtakið nauðgun með fullnægj- andi hætti í kynferðisbrotakaflanum.” vera / 1. tbl. / 2005 / 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.