Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 45

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 45
Eins og tíminn væri allt í einu kominn VIÐTAL VIÐ VILBORGU HARÐARDÓTTUR UM RAUÐSOKKAHREYFINGUNA, BLAÐAMENNSKUNA OG STJÓRNMÁLIN var mikil göngumanneskja. Hér er hún í Tékklandi. Vilborg er fædd í Reykjavík 13. september 1935. Foreldrar hennar skildu þegar hún var þriggja ára gömul og yngri systirin var hjá rnóður þeirra en Vilborg ólst að mestu upp hjá móðurforeldrum sínum og hjá vinafólki í Tálknafirði, en þá var ekki kominn þar þéttbýliskjarni. Áhrifin frá Tálknafirði voru ólík áhrifum frá móðurforeldrunum: „Annarsvegar amma og afi, hann embættismaður og félagi í Sjálfstæðisflokknum. Á heimilinu var einnig yngsta dóttir þeirra, mikil tísku- » Viðmælandi minn er Vilborg Harðardóttir sem var ein af stofnendum Rauðsokkahreyfing- arinnar og um tíma var hún varaformaður Al- þýðubandalagsins. Vilborg vann lengi sem blaða- maóur, meðal annars á Þjóðviljanum. Síðustu ár hefur hún unnið sem framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bókaútgefenda. Hún segir hér frá ýmsu því sem á daga hennar hefur drifið, talar um uppruna sinn, fjölskyldu og ekki síst stjórnmálin. drós og heimskona á þeirra tíma vísu, ferðaðist til útlanda og hvaðeina. Hins- vegar „sumarpabbi”, kaupfélagsstjóri og bóndi, róttækur í skoðunum og fram- bjóðandi Sósíalistaflokksins.” Vilborg varð stúdent frá MR 1955 og var þá þegar gift Árna Björnssyni, hákóla- nema, og hafði eignast soninn Mörð. Hún eignaðist tvær stelpur í viðbót, Ilmi 1958 og Dögg 1964. Þau hjónin skildu 1978 og hefur hún síðan verið ein að mestu leyti. Börn hennar hafa stundum búið hjá henni, sú yngsta Dögg, alveg til 1991, þá komin með rnann og barn. Vil- borg á fjögur barnabörn og eitt barna- barnabarn. Hún og Árni voru við störf hjá Al- þjóðasambandi stúdenta í Prag í tvö ár þar sem hún vann við blaðið World Stu- dent News. í framhaldi af því fór hún að starfa við Þjóðviljann og hóf jafnframt nám í ensku og norsku við Háskólann og lauk BA-prófi ásamt kennslu- og uppeld- isfræðum í ársbyrjun 1962. Síðan lá leið- in til Þýskalands vegna þess að eiginmað- urinn fékk sendikennarastöðu þar, fyrst til Greifswald í Austur-Þýskalandi en síð- an til Vestur-Berlínar. Hún mátti ekki vinna þar af því að hún hafði ekki at- vinnuleyfi en tók nokkra kúrsa í enskum og norskum bókmenntum við Freie Universitát í Berlín. Vilborg fékk áhuga á félagsmálum á menntaskólaárunum. Hún varð ekki pólitísk strax en á þessum árum voru skýr skil á milli hægri og vinstri. Hún gekk í Æskulýðsfylkinguna eftir stúdentspróf og nokkrum árum síðar í Sósíalistaflokkinn. Hún var í Félagi róttækra stúdenta í Há- skólanum og í Stúdentaráði. Hún vildi ekki ganga í Alþýðubandalagið strax vegna þess að henni þótti það ekki nógu róttækt. Vilborg segir frá: „Gekk loksins í það 1974 og fór á framboðslista í Reykja- vera / 1. tbl. / 2005 / 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.