Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 18

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 18
í UMRÆÐUM UM STÖOU FJÖLSKYLDUNNAR ER OFT RÆTT UM BREYTINGARNAR SEM ORÐIÐ HAFA Á ÞJÓÐFÉLAGINU SÍÐAST- LIÐNA ÁRATUGI í KJÖLFAR BARÁTTU KVENNA FYRIR JAFNRÉTTI. KONUR ERU EKKI LENGUR HEIMAVINNANDI, ÞÆR ERU FARNAR ÚT Á VINNUMARKAÐINN EINS OG KARLAR OG VIÐ ÞVÍ ÞARF ÞJÓÐFÉLAGI0 AÐ BREGAÐST. VERA BAÐ TVÆR KVENNABARÁTTUKONUR AÐ META STÖÐUNA í ÞESSU LJÓSI OG HORFA FRAM Á VEGINN. KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR, FYRRUM FÉLAGI í RAUÐSOKKAHREYFINGUNNI OG KVENNALISTANUM, NÚ í FEMÍNISTAFÉLAGI ÍSLANDS Fjölskyldan þá og nú Þegar róttækar kvennahreyfingar vöknuðu til lífsins aó nýju á sjöunda áratug 20. aldar var fjölskyldan, staöa hennar og hlutverk, eitt helsta viöfangsefni kvennabarátt- unnar. Konur og líf þeirra var til skoðunar út frá öllum hugsanlegum sjónarhornum og því eölilegt aö sjónir beindust að fjölskyldunni og hlut hennar í að móta ákveðna staðalmynd af konum og marka konum bás í sam- félaginu. Orðræðan gekk út á aö koma lífi sem flestra kvenna í farveg hjónabands og barneigna. Hin sanna kona var gift og átti börn. Innan fjölskyldunnar blasti við mjög ákveðin verkaskipting og ófullnægja kvenna með einhæít og oft innihaldslaust líf húsmæðra í úthverfum. Þessi mynd var t.d. áberandi í bókum sem skrifaðar voru á þessum tíma og má t.d. minna á fræga bók Betty Friedan The Feminine Mystique sem kom út 1963 og skáldsögu Marilyn French Kvennaklósettið sem vakti heimsathygli, að ógleymdum sögum Svövu Jakobsdóttur. Myndin sem dregin var upp af fjölskyldunni var af kúgun og þjónustuhlutverki kvenna. Fjölskyldan var tæki sem beitt var til að halda konum í ákveðnu hlutverki sem margar þeirra voru vægast sagt ósáttar við. Fjölskyldan tryggði völd karla úti en hélt konum inni. í kjölfar róttækrar umræðu voru til- raunir gerðar með alls konar ný sambýl- isform og lífi kjarnafjölskyldunnar var sagt stríð á hendur. Skiln- aðartíðni óx og margar konur viðurkenndu sam- kynhneigð sína þegar and- rúmsloftið leyfði. Þetta tímabil gekk yfir og hefð- bundnar fjölskyldur, kona, karl og barn / börn voru um sinn algengasta fjölskylduformið. Það sem breyttist var að útivinna kvenna jókst til muna, barneignum fækkaði jafnt og þétt og nokkur breyting varð á verka- skiptingu á heimilum, einkum þó hvað varðar ferðrahlutverkið, t.d. hér á Noður- löndum. Ofurkonan sem var í fínni stöðu, átti glæsilegt heimili, mann og börn og var alltaf eins og nýklippt út úr tískublaði varð til. Sprungur og skuggar í fjöl- skylduspeglinum Þá kom til sögunnar önnur umræða. I fjölskylduspeglinum blöstu við sprungur og skuggar. I ljós kom að fjölskyldan og heimilið var hreint ekki sá griðastaður sem látið var í veðri vaka. Rannsóknir sýndu að ofbeldi gegn konum inni á heimilum var miklu útbreiddara en nokkurn óraði fyrir. Fjórða hver kona í heiminum verður fyrir kynbundnu of- beldi af hálfu maka síns og hefur ekkert dregið úr því nema síður sé. Síðar tók umræðan að beinast að börnum og kyn- ferðislegri misnotkun á þeim sem leiddi í ljós að fjölskyldan og heimilið geta verið börnum og konum stórhættuleg. Á síðustu árum hefur umræðan snúist æ meira um rétt barna og nauðsyn þess að styðja fjölskyldur, hvernig sem þær líta út. Kröfur um að fólk geti samræmt vinnu og einkalíf / fjölskyldulíf hafa orð- ið æ háværari og eru nú orðnar hluti af stefnu Evrópusambandsins. Slíka stefnu er að finna í framkvæmdaáætlun ríkis- stjórnarinnar í jafnréttismálum en lítið ber á framkvæmdum. Fæðingarorlof feðra er orðið að lögum en þar á móti koma sívaxandi kröfur vinnumarkaðar- ins um afköst og virkni. í stað þess að vinnutími styttist er hann að lengjast. Sá tími sem ætlaður er samvistum foreldra og barna fer síminnkandi. Fjölskyldugerðin hefur breyst Á sama tíma hefur orðið mikil breyting á fjölskyldugerðum á íslandi. Sífellt fleiri kjósa að búa einir, með eða án barna, og mikið er um pör án barna. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar (2003) eru hjón án barna 34% fjölskyldna, hjón með börn eru 33%, pör í óvígðri sambúð án barna eru 4%, óvígð pör með börn eru 12% og mæður með börn eru 15%. Að- eins 1% karla eru einir með börn. Um 33% kvenna eru ógiftar og barnlausar og 42% karla. Fjöl- skyldur þar sem er að finna pabba, mömmu og börn eru því í Ofurkonan sem var í fínni stöðu, átti glæsiJegt heimili, mann og börn og var alltaf eins og nýklippt út úr tísku- blaði varð til 18/1. tbl. / 2005 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.