Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 42

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 42
/ kvennasmiðja Starfsemin byggir á því að konurnar fá átján mánaða endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun meðan á þátttöku stendur en Reykja- víkurborg greiðir endurhæf- inguna sem þær fá Þær sem það gera hafa ekki verið reiðu- búnar að setjast á skólabekk; þeim hefur hreinlega verið um megn að mæta og standa sig. Hafa ber í huga að margar kvennanna glíma við veikindi, andleg eða líkamleg, og börn sumra einnig. Ef til vill mætti skoða betur hvort námsþættir og framsetning þeirra séu eins og best verð- ur á kosið, það er þó í sífelldri endur- skoðun. Þær sem klára eru undantekn- ingalítið ánægðar. Konurnar hafa allar fé- lagsráðgjafa sem þær hitta reglulega og hún skoðar vanda þeirra.” Leið út úr aðgerðaleysi Ellu Kristínu þykir sjálfsagt að gera ekki mjög strangar kröfur til kvennanna, námslega séð, fyrsta kastið. í byrjun verði þær að átta sig á mikilvægi þess að mæta vel og er það átak íyrir margar þeirra. Námið er frekar létt í fyrstu en þyngist þegar fram í sækir. Hún vill ekki að kon- urnar fái þau skilaboð að hægt sé að slugsa í námi, þannig sé það ekki í fram- haldsskólunum. Hún segir að framundan hjá félagsráðgjöfum Félagsþjónustunnar sé Evrópuverkefni þar sem m.a. verði kannað hvort huga þurfi betur að áhuga- hvöt kvennanna áður en þátttakendur eru valdir til leiks og eins við skipulagn- ingu námsins. Ella segir talsverða ásókn í að komast að í Kvennasmiðjunni, þarna sjái konur leið út úr aðgerðaleysi og þeirri kreppu sem því fylgir. „Þegar konurnar fara í Kvennasmiðjuna hefur þegar verið reynt að styðja þær sem einstaklinga með við- tölum hjá félagsráðgjöfum og sálfræðing- um. Það hefur sýnt sig að hópmeðferðin í Kvennasmiðjunni er vænlegri til árang- urs. Það örvar konur til dáða að kynnast og starfa með mæðrum sem eins er kom- ið fyrir. Þetta eru konur sem hafa dagað uppi heima, margar hafa aldrei verið á vinnumarkaðinum, eru einhleypar eða fráskildar með eitt til sex börn á fram- færi. Margar þeirra kunna ekkert annað en að halda heimili og ala upp börn. Þær hættu á sín- um tíma í námi, ýmist í grunnskóla eða fljótlega eft- ir að þær hófu framhalds- skólanám. Ástæður þess eru auðvitað margvíslegar. Sum- ar urðu mæður mjög ungar og fengu lítinn sem engan stuðning frá sínum nánustu til náms. Skólinn veitti þeim heldur ekki þá hjálp sem þær þurftu svo þær gáfust upp. Við erum í rauninni að bæta þeim þennan skaða með því að taka þær inn í Kvenna- smiðjuna.” Ég spurði Ellu Kristínu hvort hún yrði vör við kvíða hjá konunum þegar líða tæki að lokum verkefnisins og hvað tæki við að endurhæfingu lokinni. „Þá von- umst við til að sem flestar komist í frekara nám, vinnu eða endurhæfingu. Óraunhæft er að reikna með því að allar Kvennasmiðjukonur klári endurhæfingu sína. Það felst því mikill sigur í því að virkja einstakling sem einangrast hefur, einkum fyrir konuna sjálfa, en einnig fyr- ir samfélagið í heild. Félagsþjónustan get- ur hugsanlega veitt þeim sem hafa staðið sig vel námsaðstoð og þær eiga jafnvel möguleika á frekari endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Því miður kvíða margar óvissunni sem tekur við en á lokasprettinum fá konurnar fræðslu hjá Mími - Símenntun um atvinnuviðtöl sem ætlað er að styrkja þær þegar náminu sleppir. Svo er auðvitað undir þeim sjálf- um komið hvernig þær standa sig.” Of mikil áhersla á bóklegt nám Ella Kristín segir nú standa fyrir dyrum að gera könnun á því hvernig þeim sem þegar hafi útskrifast reiði af í þjóðfélag- inu, því að brátt séu liðin tvö ár síðan fyrsti hópurinn útskrifaðist. Hún segir Guðrúnu Reykdal hjá þróunarsviði Fé- lagsþjónustunnar sjá um slíkt mat en að reglulega frá byrjun Kvennasmiðjunnar hafi Þróunarsvið Félagsþjónustunnar gert mat eftir hvern námsþátt. Ella Krist- ín vill ekki að konurnar verði fyrir of mikilli pressu varðandi framhaldsnám því hún óttast að ef illa gangi brotni þær niður. Henni finnst of mikil áhersla lögð á bóklegt nám í samfélaginu, það henti ekki öllum að sitja á skólabekk. Henni finnst að þær konur sem þannig séu gerð- ar ættu frekar að finna starf við hæfi. Margar kvennanna segir hún mjög færar í verklegum greinum, jafnvel listrænar. Hún segir að í handmennt hafi þær gert bæði fallega og nýtilega hluti sem þær hafi getað nýtt til gjafa. Það nýjasta af nál- inni hjá Kvennasmiðjunni er að gefa út- skrifuðum konum tækifæri til að hittast mánaðarlega með börn sín í opnu húsi, á fræðslufundum. Hún segir þetta hafa gef- ið góða raun. Það er greinilegt að EIlu Kristínu er annt um skjólstæðinga sína og að hún sinnir starfi sínu af alúð. Þegar við kveðjumst óska ég henni velgengni í starfi. Ég er bjartsýn þar sem ég rýk út í vind- inn og mér er þakklæti efst í huga. Þakk- læti í garð þeirra kvenfrelsiskvenna sem ruddu okkur hinum brautina og börðust íyrir því að konur menntuðu sig og öðl- uðust þannig fjárhagslegt sjálfstæði. Börðust gegn því að heimilishald yrði megin inntakið í lífi þorra kvenna. Kon- unum sem sækja um inngöngu í Kvenna- smiðjuna hefur ekki tekist að láta þennan draum rauðsokkanna rætast. En þær vilja rífa sig upp, mennta sig og verða virkir samfélagsþegnar. Það er frábært til þess að hugsa að þeim veitist annað tækifæri, að þær fái stuðning samfélagsins meðan þær byggja sig upp í von um betra líf. Það er einnig gaman að geta þess í lokin að í haust fór af stað Karlasmiðja á vegum sömu aðila. Lifi jafnrétti kynjanna! ERTU ASKRIFANDI? EF EKKI LATTU VERÐi ASKRIFTARTILBOÐ: Þrjú eldri blöö og bók að eigin vali. Kíktu á www.vera.is VERA ■ SIMI: 552 6310 42/ l.tbl. / 2005 /vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.