Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 50

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 50
/ Elsa S. Þorkelsdóttir, lögfræðingur í Basel, Sviss Völd kvenna má cryggja með lögum » í fjóróa tölublaði Veru 2004 ræða saman við hringborðið fulltrúar allra stjórnmálaflokka undir yfirskriftinni „Jafnréttismál eru ekki átaksverkefni" Þörf lesning allra og takk fyrir góðar samræður. Svo sannarlega eru jafnréttis- mál ekki átaksverkefni heldur samfelld, markviss vinna. Vissulega höfum við náð margvíslegum árangri. Atvinnuþátttaka kvenna er há og þær njóta því fjárhagslegs sjálfstæðis í ríkara mæli en margar systur þeirra í öörum löndum. Samfélagið hefur á síðustu árum tekiö stakkaskiptum aö því er varðar að- stööu og möguleika giftra kvenna til að starfa utan heimilis. Þá er oft bent á aukna menntun kvenna þegar árangur er metinn. Á öðrum svióum sjáum viö ekki mikinn árangur. Fyrir mér er það ekki árangur að hlutfall kvenna á Al- þingi íslendinga skuli við einar kosningar hafa náö 35% en lækkaði síöan verulega strax við næstu kosningar, þ.e. þær síðustu, og nái nú ekki 30%. Á heimasíðu skrifstofu bresku ríkis- stjórnarinnar sem fer með þessi mál, www.womenandequalityunit.gov.uk er að fínna lista yfir þau ríki heims sem náð hafa 30% markmiði Sameinuðu þjóð- anna. Þar er að finna öll Norðurlöndin nema Island. Auðvitað hljóta allir jafn- réttissinnar að setja viðmiðið við 40 til 50% hlutfall og það á öllum sviðum sam- félagsins. Og hvar eru íslenskar konur þegar efnahagslegar ákvarðanir eru tekn- ar? Þær skipa ekki til jafns við karla þær opinberu nefndir sem móta stefnu stjórnvalda og/eða gera tillögur til breyt- inga. Nýverið var á það bent að stjórn- völd virðast í auknum mæli nýta sér und- anþáguheimild starfsmannalaganna frá 1996 og auglýsa ekki tiltekin opinber störf. Það er sorglegt hve stutt við erum á veg komin þegar kemur að markvissu starfi og hve illa okkur hefur gengið að flétta jafnréttisstarfið inn í opinbert starf. Því eins og viðmælendur við hringborð Veru eru sammála um eru jafnréttismál ekki átaksverkefni. En hvernig fléttum við jafnréttisstarfið öðru daglegu starfi? Bent er á samþættingu og að henni þurfi að huga. Ein af forsendum samþættingar er kyngreind tölfræði, gagnsætt samfélag. Ákvæði um að greina skuli milli kynja við söfnun gagna til opinberrar hagsýslu- gerðar um einstaklinga, úrvinnslu þeirra gagna og birtingu, nema sérstakar ástæð- ur mæli gegn því, er að finna í 21. gr. jafn- réttislaga. Mjög mikilvægt er að þessu ákvæði sé fylgt eftir af festu. Jafnframt er mikilvægt að kyngreindar upplýsingar liggi fyrir sem víðast þó þar sé ekki endi- lega um opinbera hagsýslugerð að ræða. Ef rétt er að ráðherrar velji í auknum mæli framangreint undanþáguákvæði starfsmannalaga þá er nauðsynlegt að fyrir liggi hvort konur njóti þar jafnra möguleika á við karla. Ella ber að bregð- ast við á grundvelli jafnréttislaga. Tímabil rikisábyrgðar Það er oft gagnlegt að skoða söguna þeg- ar við stöldrum við og íhugum hvar við stöndum og hvert við viljum stefna. Jafn- réttisbaráttan á sér langa sögu. Þar fóru fyrir sterkar konur með ólíkan bakgrunn sem áttu sér skýr markmið. Tímabil „rík- isábyrgðar” á þessu sviði er styttra, en þó um þrír áratugir. Þar hefur því einnig orðið til saga. Flest ríki vestur Evrópu settu sér sína fyrstu löggjöf um jafnrétti kvenna og karla á áttunda áratugnum, ís- land árið 1976. Skipta má þeirri löggjöf í tvo hópa. Annars vegar löggjöf sem af- markaðist við jafnrétti kynja á vinnu- markaði, svo sem í Svíþjóð og Bretlandi, hins vegar löggjöf sem tók til alls samfé- lagsins en með sérstakri áherslu á jafn- rétti á vinnumarkaði, svo sem á íslandi, í Noregi og Finnlandi. Þá má nefna að bæði Bretar og Danir hafa ætíð verið með sérstaka löggjöf um launajafnrétti kynja. Áherslan á vinnumarkaðinn var því frá upphafi skýr enda löngum sagt að for- senda framfara sé efnahagslegt sjálfstæði kvenna. Þessi áhersla skýrist án efa einnig af samþykkt fyrstu tilskipana Evrópu- sambandsins á þessu sviði, jafnlaunatil- skipunarinnar árið 1975 og jafnréttistil- skipunarinnar árið 1976. Hvort sem ríki Evrópu völdu almenna löggjöf eða 50/ 1. tbl. / 2005 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.