Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 19

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 19
fjölskyldan - er eitthvað að? / miklum minnihluta en af umræðunni mætti halda að þær væru alls ráðandi. Fjölskyldur með börn eru þó að sjálf- sögðu sá hópur sem samfélagið þarf að fylgjast vel með og styðja, ekki síst til að tryggja hag barna. Það er forvitnilegt að skoða þessar tölur sem endurspegla mikl- ar þjóðfélagsbreytingar. Þess má geta að Evrópusambandið hefur áhyggjur af vax- andi fjölda einhleypinga í borgum og spyr hvað sé á seyði. Af hverju velur fólk að búa eitt og hvaða breytingar kallar það á, t.d. í húsnæðismálum? Komnar aftur á byrjunarreit? Að mínum dómi hafa málefni fjölskyld- unnar ekki verið í forgrunni femínískrar umræðu undanfarin ár. Það er helst að ráðakarlar tali um hana og þá helst í ein- hverjum saknaðartón eftir mömmu sem fór út að vinna. Það er þó ærin ástæða til að ræða urn mismunandi sambúðarform, jafnrétti á þeim sviðum, umburðarlyndi gagnvart alls konar fjölskyldum eða þeim sem kjósa að búa einir. Það er ástæða til að spyrja hvort ekki þurfi að skipuleggja byggð og íbúðir með allt öðrum hætti en þeim að miða allt við kjarnafjölskyldur. Það þarf að gefa fátækum fjölskyldum gaum og því misrétti sem mörg börn búa við. Nýleg könnun (RfKK) leiddi í ljós að verkaskipting á heimilum er ótrúlega rót- gróin og gamaldags og því má spyrja hvort við séum ekki aftur komnar á byrj- unarreit og þurfum enn á ný að taka upp umræðu um hlutverk fjölskyldunnar og hlut hennar í að viðhalda kynjakerfinu, jafnvel með ofbeldi og þar með að marka konum og körlum fyrirfram ákveðna stöðu sem því miður gengur afar hægt að breyta. Hvernig samfélag viljum við? KATRÍN ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, TALSKONA FEMÍNISTAFÉLAGS ÍSLANDS Hver finnst þér vera staðan f dag? Það hefur orðið vakning í jafnréttismál- um og jafnréttishugtakið hefur náð inn í umræðuna, ekki alltaf á réttum forsend- um en hefur þó hlotið sinn sess. í dag, árið 2005, eigum við þó enn langt í land, við stöndum enn í jafnréttisbaráttu. Hægt gengur að útrýma launamun kynjanna, fjölga konum í valdastöðum og kynbundið ofbeldi er að aukast. í stjórn- málum eru jafnréttismál gervimál og jafnréttislögin barn síns tíma. Þeim örfáu konum sem hefur tekist að rjúfa varðsveit karla inn á þing er haldið niðri eða bolað burt. Sýnileg staða kvenna í fjölmiðlum er enn á brókinni, brosandi en helst ekki talandi. Þetta er staða jafnréttisbaráttunnar í dag; við vitum gegn hverju er barist en spurningin er við hverja? Það eru gömul sannindi að vanþekk- ing er hættulegur óvinur. A öllum skóla- stigum skortir fræðslu í jafnréttismálum. Saga jafnréttisbaráttu þeirra sem á undan okkur komu nær ekki blaðsíðu í sögu- bókum, jafnréttishugtök eru flestum framandi og rangtúlkun á þeim algeng. Tími og þrek er öflugur samherji en langur vinnudagur og lág laun einkenna líf fjöl- margra. Þó dagvistunar- mál barna hafi batnað veldur stöðugur niður- skurður í heilbrigðiskerfmu og skortur á úrræðum fyrir aldraða því að umönnun færist yfir á heimilin og er þar oftar en ekki í höndum kvenna. Hefðbundin, úrelt kynhlutverk, mis- munandi viðhorf til getu og langana kynjanna, ásamt stöðugum þrýstingi um að passa í staðlað kyngervi á eflaust stór- an þátt í því bakslagi sem við nú erum að upplifa. Það er tregða til breytinga. Ójafnréttið hjakkar í sama farinu því sumir vilja ekki skipta kökunni. Vilji og þekking er allt sem þarf og þess vegna heldur baráttan áfram. Hvað er mikilvægast að gera? Það er nauðsynlegt að við séum meðvit- uð um hverjar birtingarmyndir kynja- misréttis eru, hvernig samfélag við vilj- um, og hvað við geturn gert til að breyta því. Við þurfum öll að taka afstöðu og slá taktinn fram á við. Tökum virkan þátt í baráttunni og krefjumst breytinga. Konur þurfa að komast til valda. Við þurfum aðgang að áhrifastöðum og stýr- ingu á fjármagni. Á sama tíma er nauð- Við erum að drekkja yngri kynslóð- um í klámi og kvenfyrirlitningu sem nú er orðin fyrirmynd þeirra sem á eftir okkur koma synlegt að sjá og skilja að vinnumarkað- urinn er kynskiptur og að auka þarf hlut kvenna í atvinnutekjum til að koma í veg fyrir þá kynskiptingu. Tryggja þarf fjár- hagslegt sjálfstæði kvenna eins og framast verður á kosið. Samfélag okkar er orðið fjölmenning- arsamfélag. Því fylgja ný verkefni og í baráttu okkar til jafnréttis verðum við að tryggja jafnrétti fólks af ólíkum uppruna í stað þess að búa sífellt til nýja minni- hlutahópa. Klámvæðingin er aðkallandi verkefni. Klámvæðingin vex og vindur upp á sig. Við erum að drekkja yngri kynslóðum í klárni og kvenfyrirlitningu sem nú er orðin fyrirmynd þeirra sem á eftir okkur konra. Klámvæðingin hefur víðtæk áhrif á virðingu og viðhorf til kynjanna sem á eftir að skila sér í framtíðinni sem aukið misrétti kynjanna. Jafnrétti er ekki að finna í ldámvæðingunni og hún skaðar sjálfsmynd ungs fólks og kemur þannig í veg fyrir vilja og getu til jafnréttis. Konur komast ekki til valda í þjóðfélagi sem metur helst útlit, kynþokka og þægð þeirra. Kynferðisofbeldi, vændi og mansali verð- ur ekki spornað gegn með því að hlutgera konur. vera / 1. tlil. / 2005 / 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.