Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 22

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 22
/ fjölskyldan - er eitthvað aó? Rannsóknir hafa t.d. sýnt fram á að viðvarandi yfirvinna foreldra hefur m.a. neikvæð áhrif á málþroska barna og að fylgni er á milli þe tíma sem börn eyða með fjölskyldu sinni utan skólatíma og minnkuð- um líkum á að þau hefji notkun tóbaks, áfengis og annarra fíkniefna okkar sem foreldrar. Eftir því sem vinnu- tíminn er lengri hafa foreldrar takmark- aðri tíma til þess að sinna börnum sínum sem getur haff ýmsar, jafnvel alvarlegar, afleiðingar í för með sér. Rannsóknir hafa t.d. sýnt fram á að viðvarandi yfirvinna foreldra hefur m.a. neikvæð áhrif á mál- þroska barna og að fylgni er á milli þess tíma sem börn eyða með fjölskyldu sinni utan skólatíma og minnkuðum líkum á að þau hefji notkun tóbaks, áfengis og annarra fíkniefna. Eðli starfa getur einnig haft neikvæð áhrif á fjölskyldulíf starfs- manna. Rannsókn á meðal foreldra í stjórnunar- og sérfræðingsstörfum leiddi í ljós að hegðunarvandamál voru algeng- ari hjá börnum sem áttu foreldra sem tóku álag sem fylgdi störfum þeirra með sér inn á heimilið. Fyrirtæki marki skýra stefnu Að þessu sögðu hljótum við að spyrja: Hvað er til ráða? Og hver ber ábyrgð á að snúa þessari þróun við? Að gera starfs- fólki kleift að samræma vinnu og fjöl- skylduábyrgð er málefni alls samfélags- ins: fjölskyldna, vinnuveitenda, stéttarfé- laga og stjórnvalda. Ég ætla að afmarka umfjöllun mína við vinnuveitendur og hlutverk þeirra. Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skulu at- vinnurekendur gera nauðsynlegar ráð- stafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu sinni, m.a. miða að því að auka sveigjanleika í skipu- lagningu á vinnu og vinnutíma. Fyrir- tæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skulu jafnframt setja sér jafnréttisáætlun eða kveða sérstaklega á um jafnrétti kvenna og karla í starfs- mannastefnu sinni. Kannanir benda hins vegar til að stefnumótun fyrirtækja og stofnana sé ábótavant. Niðurstöður BS ritgerðar Maríu Ágústsdóttur um stöðu jafnréttisáætlana hjá fyrirtækjum á mark- aði (61% svarhlutfall) leiddi t.d. í ljós að árið 2004 voru einungis 31% fyrirtækja með jafnréttisáætlun eða jafnréttisákvæði í starfsmannastefnu sinni. Fleiri atvinnu- rekendur í hóp þeirra sem nú þegar bjóða starfsfólki sínu sveigjanleika í starfi, bæði í orði og verki, væri skref í rétta átt. En hvers vegna er stefnumótun mikil- væg? Stefnumótun er trygging fyrir jafn- rétti starfsmanna svo komast megi hjá því að brotið sé gegn ákvæðum laga, til dæm- is ákvæðum laga um jafna stöðu og jafn- an rétt kvenna og karla. Taka á tillit til fjölskylduábyrgðar allra starfsmanna án tillits til kyns, aldurs og þess hvaða stöðu þeir gegna. Taka þarf tillit til mismunandi þarfa einstaklinga við mismunandi að- stæður, en algjör jöfnuður er þó óraun- hæfur. Mestu máli skiptir að starfsmönn- um sé ekki mismunað án þess að fýrir því séu réttlætanlegar ástæður. Þannig þarf stjórnandi sem hafnar beiðni starfs- manns um aukinn sveigjanleika í starfi að gera grein fýrir ástæðu þess að umsókninni er hafnað. Starfsfólk metur sveigjanleika mikils Atvinnurekendur hafa einnig hag af því að móta skýra stefnu í tengslum við sveigjanleika og samræmingu vinnu og einkalífs. I því sambandi má nefna að nýta má sveigjanleika til að laða að og halda í hæft starfsfólk með því að skjal- festa hann sem stefnu fýrirtækis. I könn- un IMG Gallup „fmynd starfa, atvinnu- greina og fyrirtækja: Viðhorf og vænting- ar fólks í atvinnuleit”, sem gerð var í október sl., var fólk í atvinnuleit spurt hvað skipti mestu máli við val á fyrirtæki sem vinnustað. „Að fyrirtækið bjóði sveigjanlegan vinnutíma og / eða hluta- störf” lenti þar í fjórða sæti af níu svar- möguleikum. Einnig var fólk spurt hvað skipti mestu máli við val á starfí. „Að starfið hæfi vel aðstæðum mínum í fjöl- skyldu- og einkalífi”, lenti þar í þriðja sæti af fimm svarmöguleikum - á undan „góðum launum og / eða hlunnindum”, sem lenti í fjórða sæti, og „góðum félags- skap / starfsanda á vinnustað”, sem lenti í frmmta sæti. Vinnustaður sem hefur inn- leitt sveigjanleika sem stefnu hefur þannig forskot á aðra vinnustaði í sam- keppni um vinnuaflið. En þó vinnustaður gegni mikilvægu hlutverki þegar gera á starfsfólki kleift að samræma vinnu og einkalíf má ekki gleyma því að ábyrgð okkar einstakling- anna er mikil í því sambandi. Vinnuveit- andinn getur ef til vill veitt okkur aukinn sveigjanleika í tilhögun vinnutíma eða starfshlutfalli. En fleira getur þurft að koma til ef við upplifum togstreitu. Við getum þurft að setja skýrari mörk á milli vinnunnar og einkalífsins og að nýta okk- ur leiðir sem geta hjálpað til að bægja vinnustreitunni frá. Við getum, síðast en ekki síst, þurff að breyta forgangsröðun okkar. Að gera starfsfólki kleift að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð er málefni alls fjölskyldna, vinnuveitenda, stéttarfélaga og stjórnvalda 22/ l.tbl. / 2005 /vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.