Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 16

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 16
• Að í nútímasamfélagi sé ekki nægur tími íyrir leik og samræðu foreldra og barna. • Ýmis konar afþreying (sjónvarpið, víd- eóið og tölvan) teíji fyrir fullorðnum í þeirri viðleitni. • Við látum aðra um uppeldi barna okk- ar (dagmæður, leikskóla, skóla og sér- fræðinga). • Afleiðingar þessa séu „óæskilegar” og það verði að gera eitthvað í málunum, frekar fyrr en seinna. Báðir gefa þeir í skyn að vandamálið hafí ekki verið til staðar í fortíðinni, þar sem þeir beina spjótum sínum að nútíma- þjóðfélaginu. „Gömul og gróin fjöl- skyldugildi” á undanhaldi segir Halldór. Karl segir okkur af móður sinni. Kerlingarnar heim á ný? Margir höfðu ýmislegt út á þessar ræður karlanna að setja. En aðrir fögnuðu þeim. Sumir þóttust lesa út úr ræðunum að landsfeðurnir vildu konurnar heim í eld- hús á ný, eða alltént væru þeir að reyna að koma inn samviskubiti hjá konum fyr- ir að vera svona ómögulegar að „yfirgefa börnin sín” eða „láta aðra um uppeldi þeirra”. Aðrir fussuðu og sveiuðu og töl- uðu um bölvaða ofsóknarkenndina í þessum kerlingum, mennirnir hefðu ekki minnst á það einu orði að konur ættu að fara heim að sinna börnunum. Karlarnir minnast báðir á fortíðina í jákvæðu samhengi, eins og til fyrirmynd- ar. Þá tíma þegar konur voru flestar heimavinnandi húsmæður, eins og mamma biskupsins. Mamma hafði alltaf tíma fyrir börnin. Mamma þjónaði ekki bara öllum á heimilinu heldur líka „stór- fjölskyldunni” með því t.d. að taka inn á heimilið aldrað fólk (afa, ömmur, frænd- ur og frænkur) og annast það. Þá þurfti ekki að vera að byggja elliheimili útum allar trissur. Þá þufti engin barnaheimili. Kerlingarnar sáu um þetta launalaust meðan karlarnir unnu úti og treystu valdastöður sínar í samfélaginu. Þetta var fórnfysi og góðsemi hinnar kristnu konu í praxís. Þetta fyllti karla ör- yggiskennd og ástúð. „Ég vil gjöra mann- inum meðhjálp við hans hæfi,” sagði Guð við Adam og stóð við það. Allt var harla gott. En svo kom reiðarslagið. Margar konur voru óánægðar. Það var þeim ekki nóg að takast á við umönnunar- og hús- móðurhlutverkið. Þær vildu ekki eyða öllum deginum heima að elda og þrífa og nzllna 1 Næst fór hún að tala um fyrirbærið barnaland.is, sem hýsir heimasíður barna á Þar getur að líta þúsundir mynda af smábörnum sem kölluð eru prinsar og prinsessur og gullmolar hugsa um manninn sinn og börnin. Þær vildu kanna hæfileika sína og takast á við mörg hlutverk í lífinu eins og karlar- nir sem bæði gátu verið eiginmenn og feður en líka læknar og lögfræðingar, íþróttagarpar og rithöfundar. Konum datt í hug að hægt væri að jafna út hlutverkin. Karlar gætu tekið við helmingi hlutverka á heimilinu og þær gætu þá sinnt hlutverkum utan heimilis líka. Reynt yrði að jafna kjörin, skipta verkunum jafnt á milli allra, uppeldið hvíldi jafnt á herðum karla sem kvenna. Þetta var jafnréttisbaráttan sem auðvitað þarf ekki að fræða lesendur VERU um. Ég riíja þetta bara upp vegna þess að það verður seint hamrað nægilega vel á því hvað þetta er mikilvægt. Og líka vegna þess að það sem fylgdi í kjölfar jafnréttis- baráttunnar, s.s. dagmæður og leikskólar og lengri vinnutími kvenna utan heimilis, er það sem biskupinn og forsætisráðherr- ann gagnrýna helst. Fóstureyðingar eru líka í þessum pakka - og þær tók bisk- upinn rækilega fyrir í áramótaávarpi sínu í fyrra. Mig langar að skoða svolítið aðstæður barna í fortíð og nútíð. Ekki þarf að taka fram að sú athugun er einkar óvísindaleg og sennilega full af öfgum og sleggju- dómum. Og hvað var svona frábært? Vinkona mín ein barnlaus sagðist ekki skilja þessa umræðu um vanrækslu barna í nútímanum. Hún sagði að allir vinir hennar sem ættu börn gerðu ekki annað en að hugsa um þau. Börnin væru númer eitt, tvö og þrjú. Vinna, vinir og félagslíf yrði að koma á eftir. Ekkert væri gert eða farið nema grislingarnir væru með. Svo andvarpaði þessi vinkona mín þreytulega. En hún var kornin á skrið. Næst fór hún að tala um fyrirbærið barnaland.is, sem hýsir heimasíður barna á netinu. Þar getur að líta þúsundir mynda af smá- börnum sem kölluð eru prinsar og prinsessur og gullmolar. )á og eru mynd- uð nær stöðugt alla þeirra daga, það er fylgst með hverju einasta skrefi. Afmælis- veislur þessara barna minna á hallarveisl- ur Loðvíks fjórtánda. „Eru þetta van- ræktu börnin biskupsins?” sagði vinkona mín æst. „Þessi sem eru yfirgefin oít á dag og ekkert er hugsað um?” Ég var sammála um að barnalands- æðið hefði verið erfitt að sjá fyrir sér í mínu ungdæmi. Samt er ég nú ekkert til- takanlega gömul manneskja. Nánar sagt, þá er ég 33 ára. „Nútíminn dýrkar börn” var sagt í ameríska fréttaskýringaþættinum 60 minutes um daginn og ég var sammála. Nú er það tákn um velsæld og hamingju að eiga mörg börn og í fyrsta sinn í sög- unni er hugað sérstaklega að velferð þeirra. Þau fara ekki að hjóla eða skíða nema vera með hjálm, þau fara ekki í bíl 16/1. tbl. / 2005 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.