Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 34

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 34
/ aðalviðtal hugsað íyrir fólk sem vildi komast í vinnu á skrifstofum o.þ.h Það var svo fyrir áeggjan Sjúkraliða- skóla íslands að við komum á fót For- skóla sjúkraliða til undirbúnings sjúkra- liðanáms. Hann var starfræktur í mörg ár en þróaðist síðan yfir í heilsugæsludeild eftir að Sjúkraliðaskólinn var lagður nið- ur og námið fært inn í fjölbrautaskólana. Heilsugæsludeildin er stór þáttur hjá okkur og hefur aðlagað sig að þeim breytingum sem hafa orðið á námi í fjöl- brautaskólunum. Hjá okkur getur fólk tekið ýmis undirbúningsstig og nýlega fengum við leyfi til að útskrifa félagsliða sem er fagheiti fyrir fólk sem vinnur störf sem sjúkraliðar unnu áður við umönnun á sjúkrahúsum og öldrunarheimilum. Annar mikilvægur þátt- ur í kennslu okkar hef- ur verið að kenna full- orðnu fólki að lesa, bæði fólki sem er les- blint og illa læst og einnig fólki sem hefur fengið heilablóðfall og þarf að þjálfa sig upp á nýtt. Síðustu árin hefur íslenskukennsla fýrir útlendinga orðið sífellt stærri þáttur í starfi Námsflokkanna. Þegar fyrsti flótta- mannahópurinn frá Víetnam kom til landsins 1979 var samið við Námsflokk- ana um kennslu þeirra og síðan annarra flóttamannahópa sem hafa komið til landsins á vegum hins opinbera. Islenskukennslan óx síðan í kringum það fólk en tók mikinn kipp á síðasta ára- tug þegar erlendu vinnuafli tók að fjölga mjög og lög voru sett um að fólk yrði að hafa lágmarkskunnáttu í íslensku ef það vildi fá lengra dvalarleyfi en í þrjá mánuði. „Lögin voru sett en ekkert gert til að verða við þeim. Mér fannst því skylda okkar að búa til námsefni og við fórum í það af fullum krafti. Við settum efnið líka á vefinn til að geta boðið fjarnám í gegn- um tölvur fýrir fólk utan höfuðborgar- svæðisins og buðum einnig kennslu í bóklegum greinum á netinu, svokallað prófanám. Samhliða þessu fórum við að þróa kennsluefni fyrir kennara sem vildu kenna íslensku á netinu og skipti þá ekki máli hvar í heiminum þeir væru staddir. Það efni var unnið í samvinnu við Hum- boldt háskóla í Berlín og upp úr þessu samstarfi þróuðum við fjarnám fýrir ein- staklinga sem læra vilja íslensku og sú sem heldur utan um það er íslensk kona sem býr á Ítalíu. Sumarskóli fyrir nýbúa- börn og fullorðna hefur líka verið skemmtilegur þáttur í starfinu en hann hefur verið til húsa í Austurbæjarskólan- um og í Námsflokkunum frá árinu 1992. Bæði börn og foreldrar koma, sem og aðrir fullorðnir og ekki má heldur gleyma unglingunum sem sækja síðdeg- istíma eftir vinnu. Einnig hefur aðsókn íslenskra barna sem búa erlendis aukist.“ N ámsflokkar Reykjavíkur hafa svo sannarlega vaxið og dafnað undir stjórn Guðrúnar. Hún segir að nemendur séu rúmlega 1000 en þegar mest var að gera í íslensku fyrir útlend- inga voru þeir að jafnaði um 1700 á önn. Hún segir að sá hópur sé ennþá stór en á- líka margir stundi nám í bóklegum grein- Ein stúlka úr hópnum kom til mín og sagði að þeim þætti leiðinlegt að eiga enga ömmu á íslandi, hvort ég væri til í að verða amma þeirra. Þar með eignaðist ég átta ömmubörn á einu bretti um, svokallað prófanám, og er hluti af þeim nemendum í fjarnámi. „Það var minni aðsókn hjá okkur í haust og ég tel að það geti verið vegna þess að það harðnaði heldur á dalnum peningalega hjá fólki. Þegar það gerist er frístundanám það fyrsta sem skorið er niður. Nú eru líka fleiri komnir inn í þetta. MFA hefur t.d. aukið umsvif sín og yfirtekið mikið af þeirri kennslu sem við sinntum áður fyrir stéttarfélögin og hófst með samstarfi okkar við verkakvennafé- lagið Sókn þegar Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir var formaður félagsins. Sá þáttur í starfi Námsflokkanna er mjög merkur og hafa mörg hundruð manns fengið launa- hækkanir í kjölfarið. Við sinntum kennslu ferns konar hópa ófaglærðs starfsfólks, það var fólk sem vann í um- önnun, í eldhúsum eða við ræstingar og í þvottahúsum, fólk sem vann með fötluð- um og þroskaheftum, fólk sem vann á leikskólum og enn er í boði fræðsla fyrir dagforeldra hjá okkur. Á tímabili buðum við líka kennslu fyrir atvinnulausa og enn eru í gangi hjá okkur svokallaðar smiðjur, Kvennasmiðja og Karlasmiðja sem eru fýrir fólk sem hefur verið á bótum hjá Fé- lagsþjónustunni eða Tryggingastofnun og vill auka færni sína til að komast út í lífið á ný. Sjötti og sjöundi kvennahópurinn er nú í gangi og tveir karlahópar eru farnir af stað.” Effir að Guðrún tók við skólastjórn Námsflokkanna fengu þeir fastan sama- stað í Miðbæjarskólanum við Tjörnina en höfðu áður verið gestir í hinum ýmsu skólum borgarinnar. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur var síðan flutt í Miðbæjar- skólann sem þrengdi mjög að starfsemi Námsflokkanna. Þá var þeim úthlutað húsnæði í Mjóddinni og hafa þar fimm kennslustofur en ellefu kennslustofur í Miðbæjarskólanum. Þegar Guðrún hverfur nú frá störfum og lítur yfir farinn veg segist hún harla ánægð en tekur fram að þetta hafi hún ekki gert ein. Hún hafi verið mjög lánsöm og alla tíð haft úrvals- starfsfólk sér við hlið. „Ég lærði snemma að bera virðingu fyrir fólki sem ekki hafði langa skólagöngu að baki og því má segja að þessi hluti lífsstarfs míns hafi fallið vel að lífsskoðun minni. Faðir minn gekk aðeins eina viku í skóla en var mjög vel að sér, kunni tungumál og var vel lesinn í jarðfræði og landafræði sem voru hans áhugamál. Föðursystir mín Soffía, sem ég hafði miklar mætur á, var líka lítt skólagengin en hafði mikinn á- huga á bókmenntum og sagði okkur oft frá merkum bókmenntaverkum sem hún var að lesa. Ég hef kynnst mörgu fólki í gegnum árin sem er greint og vel að sér þó það hafi ekki langt nám að baki,” segir Guðrún. Samfélagið hefur metið störf Guðrún- ar að fræðslumálum mikils og hefur hún hlotið margar viðurkenningar sem sanna það. Meðal þeirra má nefna íslensku starfsmenntaverðlaunin sem Forseti ís- lands afhenti og eru vegna fræðslustarfa fyrir verkalýðshreyfinguna. Fyrir tveimur árum fékk hún Norrænu alþýðufræðslu- verðlaunin, sem þykir mikill heiður að fá, og hún fékk viðurkenningu Alþjóðahúss- ins fýrir að hafa sinnt innflytjenda- kennslu í 25 ár. Guðrún fékk riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir nokkrum árum og hún hefur líka fengið Dannebrogsorðuna sem viðurkenningu fýrir þátt sinn í dönskukennslu á fslandi. A meðal fjölskyldumynda á veggj- unum hjá Guðrúnu er mynd af ungum brúðhjónum og ungum 34/1. tbl. / 2005 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.