Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 35

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 35
hjónum með börn. hetta eru fóstursynir hennar sem eru bræður og komu til Guð- rúnar skömmu eftir fermingu. Hún segir mér söguna af því hvernig það atvikaðist en tekur fram að hún hafi ekki alið þá upp. „Þeir ólu sig upp sjálfir í skjóli mínu,” segir hún af hógværð sinni. Þegar Guðrún vann í Landsbankanum kom oft til hennar gömul kona, þreytt og slitin, með hnýttar hendur. Guðrún hélt að þetta væri þvottakona og reyndi að vera eins góð við hana og mest hún gat. Seinna kom í ljós að konan var kennari á eftirlaunum en var flutt til Kaupmanna- hafnar og bað Guðrúnu að sjá um að færa eftirlaunin yfir á bankareikning sinn úti. Guðrún gerði það en blandaðist við það inn í tengsl konunnar við ættingja sína hér á landi. „Strákarnir mínir voru frændur þess- arar konu og bjuggu við erfiðar aðstæður. Eftir að pabbi þeirra var dáinn og mamma þeirra komin í sjúkravist, voru þeir sjálfala í húsi fjölskyldunnar ásamt eldri bróður þeirra og gekk á ýmsu. Ein- hverju sinni kom ég þarna og sagði þeirn að þeir gætu komið og verið hjá mér ef þeir vildu breyta til. Það leið ekki á löngu þar til þeir voru báðir komnir og voru hjá mér upp frá því. Mér þykir ánægjulegt að þeir skuli hafa getað kornið sér eins vel á veg og nú er,” segir hún og sýnir mér myndir af fjölskyldum þeirra og ömrnu- börnunum sem eru orðin fimm. „Þeir hafa reynst mér afskaplega vel og verið vænir við mig. Þeir eru fjölskylda mín og við höfum gott samband,” segir hún og bætir við að reyndar hafi fleiri ungmenni verið hjá henni tímabundið, m.a. ung- lingur sem vildi frekar búa hjá henni heldur en að fara á annað heimili sem bauðst. „Þau urðu öll vinir mínir þessir unglingar. Ég hef alltaf haft gaman af samskiptum við fólk á þessum aldri. Þessi drengur var listrænn og hæfileika- ríkur,” segir hún og bendir á mynd eftir hann sem er nosturslega gerð. „Hann var líka efnilegur bassagítarleikari. Stundum þegar ég fór út með ruslið gekk hann á eftir mér og spilaði fyrir mig á meðan.” „Hann hefur ekki boðist til að fara út með ruslið fyrir þig?” „Nei, hitt var miklu skemmtilegra,” segir hún og hlær. „En ég á fleiri ömmubörn,” bætir hún við og sýnir mér mynd af hópi Víetnama sem komu til landsins árið 1990. „Ein stúlka úr hópnurn kom til mín og sagði að þeim þætti leiðinlegt að eiga enga ömmu á íslandi, hvort ég væri til í að verða amma þeirra. Þar með eignaðist ég átta ömmubörn á einu bretti því hún var ekki bara að spyrja fyrir sig heldur öll systkinin. Þau halda góðu sambandi við ntig og héldu mér rnikla veislu með dýrind- is austurlenskum mat á afmælinu mínu. Þau hafa mörg eignast börn svo ég er líka orðin langamma, “ segir Guðrún og brosir. Ekki er hægt að skilja svo við Guð- rúnu J. Halldórsdóttur að ekki sé minnst á þingmennsku hennar fyr- ir Kvennalistann. Hún sat oft á þingi sem varamaður á árunum 1988 til 1994 þegar hún varð aðalmaður fyrir Ingibjörgu Sól- rúnu, sem hafði verið kjörin borgarstjóri, og sat til loka kjörtímabilsins 1995. „Þetta var gefandi tímabil og mér þótti gaman að taka þátt í starfi Kvennalistans,” segir hún. „Ég var auðvitað misánægð með það sem við gerðum enda voru oft uppi misjafnar skoðanir, en ég var hrædd við að leggja Kvennalistann niður þegar að því kont. Ég óttaðist hvernig raunveru- legri kvennabaráttu reiddi af innan Sam- fylkingarinnar. Það ávannst margt fyrir tilstilli Kvennalistans en mér finnst verið að tæta ýmislegt af því niður núna. Sam- fylkingin verður að hindra það ef hún ætlar að vera marktæk sem jafnaðar- mannaflokkur. Ég sé ekki annað en að stéttaskipting sé að aukast verulega í samfélaginu og óttast að það rnuni dynja meira á konum en körlum. Þær verða rnargar einstæðar mæður og þurfa verulega að berjast í samfélagi þar sem fjármálamarkaðurinn er að verða allsráðandi. Þó að mikið sé talað um þenslu og velmegun núna er það bara lögmál að þegar alda rís á hún eftir að skella niður aftur. Ég óttast að það eigi eftir að gerast. Það er til fátækt hér og ég er hrædd um að hún eigi enn eftir að aukast þegar afturkippurinn kemur í efnahagslífið. Kannski er ég orðin svart- sýnni með aldrinum. Ég er þó viss urn að menntun kvenna skiptir höfuðmáli, bæði upp á sjálfstyrk þeirra og möguleika í samfélaginu. Við vitum þó aldrei hvað getur gerst. Ein óhuggulegasta frétt sem ég hef lesið nýlega er frá Þýskalandi þar sem konu á atvinnuleysisskrá var boðin vinna við vændi og átti á hættu að missa bætur ef hún þægi ekki atvinnutilboðið. Að það skuli vera hægt í menningarsamfélagi að neyða manneskju í vændi finnst ntér vera ógeðslegt tákn unt hvað getur dunið yfir ef við uggurn ekki að okkur,” segir Guð- rún með áherslu. Það skulum við láta vera hennar lokaorð. Það ávannst margt fyrir tilstilli Kvennalistans en mér finnst verið að tæta ýmislegt af því niður núna. Samfylkingin verður að hindra það ef hún ætlar að vera marktæk sem jafnaðarmannaflokkur vera / 1. tbl. / 2005 / 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.