Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 52

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 52
/ völd kvenna má tryggja með lögum í tilmælum Evrópuráðsins nr. 3 frá 2003 um jafnt hlutfall kvenna og karla í stjórn- málum og við opinbera ákvarðanatöku er m.a. gerð tillaga um að aðildarríkin setji á stofn sérstakt sjálfstætt eftirlitsembætti með stefnu stjórnvalda á þessu sviði ákvæði kom inn í lögin við meðferð þingsins og að frumkvæði þess, okkur til mikillar ánægju. Þar sameinuðust stjórn- málaflokkar um að skýra ábyrgð sína. I lögunum er jafnframt að finna ákvæði um skyldur þingsins til að tryggja jafnan hlut kvenna í sendinefndum á þess veg- um og í starfshópum. Hvernig skyldu sú staða vera hjá okkur? Eftirlit með stefnu stjórnvalda Nú er að hefjast vinna við endurskoðun íslensku stjórnarskrárinnar. í þeirri nefnd sitja tvær konur en ættu með réttu að vera a.m.k. fjórar. Eitt af því sem þar kemur til skoðunar er kaflinn um kosn- ingar til Alþingis. í því sambandi má nefna að á fyrri hluta síðasta árs var gerð breyting á ákvæði stjórnarskrár Slóveníu um kosningarétt. Breytingarákvæðið tryggir grundvöll til setningar almennra laga sem hafi það að markmiði að tryggja jafnt hlutfall kvenna og karla á þingi og í sveitarstjórnum ásamt því að Ieggja já- kvæðar skyldur á löggjafann til að setja slíka löggjöf. Síðastliðið vor voru sam- þykkt slík lög að því er varðar framboð Slóveníu til Evrópuþingsins. Ákvæði tryggir að a.m.k. 40% af hvoru kyni skuli vera á hverjum framboðslista og a.m.k. ein kona/karl í þremur efstu sætunum, en á hverjum lista eru sjö frambjóðendur. Sá listi sem ekki uppfyllir framangreint skil- yrði verður ekki lagður fram. Löggjöf um jafna stöðu kvenna og karla í stjórnmálum og jafna aðkomu þeirra að opinberri ákvarðanatöku er ein leið að markmiðinu. Þó svo að löggjöf breyti ekki í sjálfu sér, þá skilgreinir hún skyldur og réttindi og skapar farveg að- gerða. Og að lokum. I tilmælum Evrópuráðs- ins nr. 3 frá 2003 um jafnt hlutfall kvenna og karla í stjórnmálum og við opinbera ákvarðanatöku er m.a. gerð tillaga um að aðildarríkin setji á stofn sérstakt sjálfstætt eftirlitsembætti með stefnu stjórnvalda á þessu sviði. Slíkt embætti gæti þar að auki sinnt eða stuðlað að rannsóknum, fylgt eftir umræðu, safnað og miðlað upplýsingum og fleira. Embætti af þess- um toga mætti hugsa sér annað hvort á Jafnréttisstofu eða hjá Rannsóknarstofu í kvennafræðum. Hvernig væri að þing- konur allra flokka, í samstarfi við rétt- hugsandi þingkarla, fengju slíkt embætti sett á fót? Með því væri tryggt að átaks- verkefninu um fjölgun kvenna í stjórn- málum væri fylgt eftir og umræðunni um valdaleysi íslenskra kvenna haldið lifandi meðan þörf er á. Sú þörf er því miður enn til staðar. -x ■ D A |/M I A n I A p / -Viltu leggja þitt af mörkum D # \ l\ ll J r\ ll L r\ íi / til aö tryggja útgáfu VERU? STYRKTARAÐILAR / - Finnst þér mikilvægt að \/| MI/AMI IQ X/CDM timarit eins oq VERA komi út?VllMl\UINUri VLriU VERA þarf nú á öllum þeim stuðningi að halda sem velunnarar hennar geta lagt af mörkum. Breytingar á fjölmiðlamarkaði hafa komið niður á tekjum blaðsins. Þá þarf að finna aðra tekjumöguleika. Fastir áskrifendur eru dýrmætasta auðlind blaösins en ef þú ert aflögufær um meira bjóðum við þátttöku í styrktarmannakerfi þar sem skuldfærðar veröa 1000 krónur af greiðslukortareikningi mánaðarlega. Boöið er upp á aðrar leiðir fyrir fólk sem ekki á greiðslukort. HAFÐU SAMBAND í SÍMA: 552 6310 EÐA Á VERA@VERA.IS EF ÞÚ VILT VERA MEÐ 52/1. tbl. / 2005 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.