Vera - 01.02.2005, Side 52

Vera - 01.02.2005, Side 52
/ völd kvenna má tryggja með lögum í tilmælum Evrópuráðsins nr. 3 frá 2003 um jafnt hlutfall kvenna og karla í stjórn- málum og við opinbera ákvarðanatöku er m.a. gerð tillaga um að aðildarríkin setji á stofn sérstakt sjálfstætt eftirlitsembætti með stefnu stjórnvalda á þessu sviði ákvæði kom inn í lögin við meðferð þingsins og að frumkvæði þess, okkur til mikillar ánægju. Þar sameinuðust stjórn- málaflokkar um að skýra ábyrgð sína. I lögunum er jafnframt að finna ákvæði um skyldur þingsins til að tryggja jafnan hlut kvenna í sendinefndum á þess veg- um og í starfshópum. Hvernig skyldu sú staða vera hjá okkur? Eftirlit með stefnu stjórnvalda Nú er að hefjast vinna við endurskoðun íslensku stjórnarskrárinnar. í þeirri nefnd sitja tvær konur en ættu með réttu að vera a.m.k. fjórar. Eitt af því sem þar kemur til skoðunar er kaflinn um kosn- ingar til Alþingis. í því sambandi má nefna að á fyrri hluta síðasta árs var gerð breyting á ákvæði stjórnarskrár Slóveníu um kosningarétt. Breytingarákvæðið tryggir grundvöll til setningar almennra laga sem hafi það að markmiði að tryggja jafnt hlutfall kvenna og karla á þingi og í sveitarstjórnum ásamt því að Ieggja já- kvæðar skyldur á löggjafann til að setja slíka löggjöf. Síðastliðið vor voru sam- þykkt slík lög að því er varðar framboð Slóveníu til Evrópuþingsins. Ákvæði tryggir að a.m.k. 40% af hvoru kyni skuli vera á hverjum framboðslista og a.m.k. ein kona/karl í þremur efstu sætunum, en á hverjum lista eru sjö frambjóðendur. Sá listi sem ekki uppfyllir framangreint skil- yrði verður ekki lagður fram. Löggjöf um jafna stöðu kvenna og karla í stjórnmálum og jafna aðkomu þeirra að opinberri ákvarðanatöku er ein leið að markmiðinu. Þó svo að löggjöf breyti ekki í sjálfu sér, þá skilgreinir hún skyldur og réttindi og skapar farveg að- gerða. Og að lokum. I tilmælum Evrópuráðs- ins nr. 3 frá 2003 um jafnt hlutfall kvenna og karla í stjórnmálum og við opinbera ákvarðanatöku er m.a. gerð tillaga um að aðildarríkin setji á stofn sérstakt sjálfstætt eftirlitsembætti með stefnu stjórnvalda á þessu sviði. Slíkt embætti gæti þar að auki sinnt eða stuðlað að rannsóknum, fylgt eftir umræðu, safnað og miðlað upplýsingum og fleira. Embætti af þess- um toga mætti hugsa sér annað hvort á Jafnréttisstofu eða hjá Rannsóknarstofu í kvennafræðum. Hvernig væri að þing- konur allra flokka, í samstarfi við rétt- hugsandi þingkarla, fengju slíkt embætti sett á fót? Með því væri tryggt að átaks- verkefninu um fjölgun kvenna í stjórn- málum væri fylgt eftir og umræðunni um valdaleysi íslenskra kvenna haldið lifandi meðan þörf er á. Sú þörf er því miður enn til staðar. -x ■ D A |/M I A n I A p / -Viltu leggja þitt af mörkum D # \ l\ ll J r\ ll L r\ íi / til aö tryggja útgáfu VERU? STYRKTARAÐILAR / - Finnst þér mikilvægt að \/| MI/AMI IQ X/CDM timarit eins oq VERA komi út?VllMl\UINUri VLriU VERA þarf nú á öllum þeim stuðningi að halda sem velunnarar hennar geta lagt af mörkum. Breytingar á fjölmiðlamarkaði hafa komið niður á tekjum blaðsins. Þá þarf að finna aðra tekjumöguleika. Fastir áskrifendur eru dýrmætasta auðlind blaösins en ef þú ert aflögufær um meira bjóðum við þátttöku í styrktarmannakerfi þar sem skuldfærðar veröa 1000 krónur af greiðslukortareikningi mánaðarlega. Boöið er upp á aðrar leiðir fyrir fólk sem ekki á greiðslukort. HAFÐU SAMBAND í SÍMA: 552 6310 EÐA Á VERA@VERA.IS EF ÞÚ VILT VERA MEÐ 52/1. tbl. / 2005 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.