Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 28

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 28
Ólafsdóttir, Koddahjal og kvenna- guöfræði Örleikrit fyrir tvær persónur: M: mamma, D: dóttla Siðla kvölds eru persónurnar staddar í rúminu. Mamma fer með hefðbundnar bænir og bætir við frá eigin brjósti: M: Góóa Guð, sendu okkur góða drauma og ... D: Mamma, hvað sagðirðu? M: Góða Guð... D: (með hneykslun i röddinni) Mamma, heldur þú ENNÞÁ að Guð sé kona? M: Já, ég trúi því að Guð sé kona. D: En hann er strákur. Eins og segir í kvæóinu, Góói Guð...! M: En ég trúi því aó Guð sé kona. Skiptir máli hvort Guó sé strákur eða stelpa? D: Hann ER strákur. M: Má minn Guð vera stelpa og þinn Guð vera strákur? D: (með þjósti) Mamma það er bara EINN Guð. M: Jæja, en ég viL hugsa um Guð sem konu. D: (með pirringi ? röddinni) Mamma, ég ER að reyna aó KENNA þér!!! Augnlok faila Mér er sagt að þegar ég var barn hafi ég talað um Guð í kvenkyni. Ég hélt því að það yrði lítið mál að ala dóttur mína upp í þeirri trú - en annað hefur komið á daginn. Feðraveldið var á undan mér að planta sinni útgáfu í huga hennar. Þaó hefur því verið á brattann að sækja og ég geri mér Ijóst að ég hefði þurft að byrja fyrr. Umræður okkar um Guð og kyn er einskonar framhaldssaga sem á sér staó öðru hvoru fyrir svefninn. Stuttu eftir ofangreint samtal okkar mæógna kom í Ijós að hún var reyndar að tala um Jesú því hún sagði að Guð væri karl á öllum myndum! Ég sagði að engin/n vissi hvernig Guð liti út en hins vegar væru tiL myndir af Jesú og ekki ætla ég að þræta fyrir að Jesú hafi verió kartkyns. Nýlega fékk ég þó aðstoó við aó breyta þessari mynd af Guði i huga dóttur minnar. Frænka hennar ætlar aó fermast í Kvennakirkj- unni svo hún hefur uppgötvað að fLeiri hugsa um Guð sem kven- kyns, mamma hennar er ekki sú eina. Hún er því farin að spyrja mig meira um þessi máL, hvort ég hafi fermst í Kvennakirkjunni en því miður var Kvennakirkjan ekki komin til sögunnar þegar ég var á fermingaraLdri. Sú stutta verður umburðarLyndari gagnvart skoóun- um móóur sinnar eftir því sem á Líóur þó enn virðist Langt i Land með að hún Láti segjast í þessum efnum. Ég fór nokkrum sinnum með dóttlu í barnastarf hverfiskirkjunnar þegar hún var fjögurra ára en hætti því þó fLjótlega. Barnastarfið og sú heimsmynd sem þar var dregin upp var ansi karLmiðuð og það þrátt fyrir að meirihtuti viðstaddra væru konur og stúLkur. Söngvarn- ir sLógu þó aLLt annað út. Einn sá versti er á þessa Leið: „Ég er ekki fótgönguLiði, riddaraLiói, stórskotaLiói, ég er ekki flughermaður, ég er hermaður Krists." Með tilheyrandi Látbragði þar sem er marserað, mynduó byssa með höndinni og skotið af. í mínum huga er megininntak kristindómsins fyrirgefningin og að við skuLum ekki gjöra öðrum það sem við viLjum ekki að aðr- ar/aðrir gjöri okkur. Mér finnst afLeitt að ísLendingar sem herLaus og friðelskandi þjóð (!) skuLi syngja sLíka söngva i kirkjum landsins og það í barnastarfi. Þessi texti sýnir ekki Guð fyrirgefningar heldur sem herforingja. Hermaður er augljósLega karLLæg mynd, þó konur geti gegnt herþjónustu sum staðar. Hvernig eiga börn í barnastarfi kirkjunnar að finna sig í hLutverki hermanns? Hver er tilgangurinn með sLíkum söng? Þetta var á sama tíma og stríðið í írak hófst og kom ég ábend- ingum mínum áLeiðis tiL starfsmanna kirkjunnar sem þökkuðu fyrir en hefur þótt þær Léttvægar því þetta er enn sungið í barnastarfi kirkjunnar. Einn dag nú í haust söngLaði dóttir mín þetta Lag. Hún hafði farið í kirkjuna með frístundaheimiLinu og þar er þessi söngur því enn í hávegum hafóur, mér til mikilla vonbrigða. Ég viL ekki hugsa um Guó sem HERRA yfir heiminum. Ég viL frek- ar eiga Guð sem vinkonu. Guð sem gefur von. 28/1. tbl. / 2005 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.