Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 46

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 46
/ Á AFMÆLISÁRI 1935 - 2005 > 1970 - 2005 1975 - 2005 ■■---- Við höfðum rétt en ekki frelsi. Enginn get- ur frelsað mann nema maður sjálfur og þess vegna hlaut þetta að verða kvenfrelsis- barátta en ekki bara kvenréttindabarátta vík og varð varamaður á þingi.” Hún bæt- ir síðar við: „Merkustu störf mín á félags- sviði tel ég þó vera stofnun og starf Rauð- sokkahreyfíngarinnar 1970 og áratuginn næsta.” Vilborg hefur starfað við ýmislegt og fengið nokkra áhugaverða titla í gegnum árin: „Eftir Berlínarárin vann ég við Þjóð- viljann, utan veturinn 1972-73 sem ég kenndi ensku við Gaggó Aust. Lenti inná þingi vegna veikinda Magnúsar Kjartans- sonar haustið 1975. Ég átti fyrst að vera hálfan mánuð en það varð allur veturinn. Síðan varð ég ritstjóri Norðurlands á Ak- ureyri í tvö ár, þó ekki samliggjandi því ég lenti aftur á þingi frá áramótum og út þingtímabilið 1978. Eftir Akureyrarstörf fór ég aftur á Þjóðviljann og nú sem fréttastjóri í nokkur ár. Síðan varð ég út- gáfu- og kynningarstjóri Iðntæknistofn- unar um árabil, þá skólastjóri Tóm- stundaskólans og hef svo verið fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgef- enda síðan haustið 1992. Blaðamaður af Lífi og sál Hvenœr fékkstu fyrst áhuga á blaða- mennsku, hvað lá að baki? „Eiginlega fékk ég ekki áhuga á blaða- mennsku fyrr en ég var byrjuð í henni, þannig að það lá ekki mikið að baki því „vali”. Ég vann við blaðið í Prag af því að ég kunni nokkur tungumál og gat gert út- drætti úr erlendum stúdentablöðum, og þar að auki sá ég um bréfaskiptadálk.” Vilborg byrjaði á Þjóðviljanum 1960, í hlutastarfi með háskólanáminu og hún þótti skrifa skemmtilegar greinar. „Rit- stjórinn lagði að mér um vorið að koma í afleysingastörf á ritstjórninni, sem ég gerði og var þá fyrst og fremst framan af í erlendum fréttum, en síðar í innlendum fréttum og greinaskrifum áfram með hlé- um þegar ég bjó í útlöndum. Eftir að ég hóf blaðamennsku af alvöru gat ég ekki hugsað mér neitt annað, þótt ég væri í tungumálanámi og ætti eiginlega að verða kennari.” Af hverju í blaðamennsku? Hvað hefur þér fundist skemmtilegast og hverjir eru kostir og gallar þess að vera blaðamaður á íslandi? „Mér fannst allt skemmtilegt og hef verið í flestu nema leiðaraskrifum. En mér hefur alltaf þótt skemmtilegast þegar hægt hefur verið að sýna mannlegu hlið- arnar á málunum og tengja hlutina sam- an - við pólitík, heimsviðburði og svo framvegis. Mín blöð voru lítil, einsog reyndar öll blöð á íslandi miðað við heimsmælikvarðann. Það er bæði kostur og galli. Kostur vegna þess hve nálægt les- endum maður er, en galli vegna mann- fæðar og fátæktar - ekki alltaf hægt að fara á staðinn eða hitta persónurnar - og ekki ráðrúm til að kafa djúpt í einstök mál af því að hver blaðamaður þarf að sinna svo mörgu.” Hvað er eftirminnilegasta atvikið sem þú hefur lent í sem blaðamaður? „Þau eru mörg. Kannski innrásin í Tékkóslóvakíu vorið 1968. Ég komst þangað örfáum dögum síðar og varð að tala við fólk með dulnefni og smygla filmum og greinum úr landi með hinum og þessum. Það var átakanlegt og erfitt fyrir sósíalista að kyngja því að ríki sem kenndi sig við þá stefnu réðist á annað svokallað sósíalistaríki. Innrásin í Tékkó varð reyndar til þess að ég og við miklu fleiri snerumst endanlega gegn þessum austantjaldsríkjum og stefnunni þar. Eða þegar ritstjóri Þjóðviljans kom um nótt heim til mín og hrópaði: „Vest- mannaeyjar í ljósum logum! Vestmanna- eyjar í Ijósum logum - þú verður að fara!” Og eiginmaðurinn sagði : „Nú er það skeð, þú verður að fara með honum” - og átti þá ekki við gosið heldur að nú væri ritstjórinn búinn að tapa glórunni. Ég átti að fljúga nokkra hringi yfir Heimaey og taka myndir og var þess vegna bara með myndavélina með mér. Vísismaðurinn hafði þá hnuplað sætinu mínu svo ég var sett í vél með Almanna- vörnum sem lenti í Eyjum og þar var ég svo um kyrrt næstu vikuna. Engir fleiri fengu að koma þangað út og menn þorðu ekki að hætta á að hafa fleiri blaðamenn á staðnum. Fyrstu þrjá sólarhringana fór ég hvorki úr fötum né í rúm - síðan var mér lánað yfirgefið hús og ég stal þar tann- bursta frá barnabarni húseigendanna.” Þegar þú starfaðir sem blaðamaður, varðstu þá vör við fordóma vegna þess að þú ert kona? „Ég varð oft vör við fordóma gagnvart konum fyrstu árin - enda vorum við ör- fáar í þessu starfi þá. Aðallega voru þetta karlar sem vildu tala við blaðaniann og áttu erfitt með að taka því að maðurinn væri kona. Margir karlarnir voru líka afar tortryggnir þegar ég ætlaði að fjalla með þeim um eitthvað tæknilegt, vélar, skip, fiskveiðar og fleira „ókvenlegt”. Hefurðu einhvern tíma lent í ritskoðun? „Ég hef reyndar lent í ritskoðun, tvisvar, og seinna skiptið varð til þess að ég hætti sem fréttastjóri á Þjóðviljanum. Fyrra skiptið var út af skrifunum um Tékkó. Alþýðubandalagið sleit strax effir innrásina öllu sambandi við flokkana í Sovét og fylgiríkjum þess en þó voru margir óánægðir með það innan flokks- ins. Ég hélt áfram að skrifa um Tékkó eft- ir dvölina þar haustið 1968 og sumum þótti nóg um. Aðalritstjóri blaðsins var annar tveggja helstu leiðtoga flokksins. Hann var langt í frá á línu Rússa í þessu máli en fékk mikið ámæli og beinlínis árásir vegna þessara greina og fréttaskrifa frá mönnum innan flokksins, og heimt- aði að frekari skrif í þessa veru yrðu stöðvuð. Ég var ekki sammála og býsna sár, þótt ég skildi hans erfiðu aðstöðu gagnvart Rússavinunum. Hitt tilfellið var í Gervasoni-málinu svonefnda. Gervasoni var franskur flótta- maður sem hafði neitað herþjónustu og átti því að fara í fangelsi og kom huldu höfði hingað til lands. Ég vissi af honum áður en hann kom og meira að segja hjálpaði til að útvega honum aðstoð á Seyðisfirði. Ákveðið var að þegja alger- lega yfir þessu þar til hann væri óhultur í Reykjavík og gæti beðið um hæli. Hann var síðan búinn að vera hér í nokkra mánuði og ég vildi fara að segja frá mál- inu í blaðinu - fannst við eiga að vera fyrst með fréttina. Ég var þá fréttastjóri og lét minn besta blaðamann skrifa um þetta á baksíðu laugardagsblaðs með til- vísun á forsíðu. Menn utan blaðsins lögðust á ritstjór- ann og fengu hann til að taka þetta út, ekki af því að þeim fyndist enn ekki tíma- bært að segja frá málinu heldur af því að þeir töldu heppilegra að eitthvert annað blað en Þjóðviljinn segði frá því fyrst!” Þegar hún frétti af þessu brást hún illa við: „Mér ofbauð. Ég bað um að láta skera nafnið mitt út úr hausnum (þar sem get- ið er ábyrgðarmanns, ritstjóra, frétta- stjóra o.s.frv.). Sagði upp með tilskildum fyrirvara og kom ekki nálægt því blaði síðan.” 46/1. tbl. / 2005 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.