Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 15

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 15
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / í nýársræöum viðruðu Karl biskup og Halldór forsætisráðherra áhyggjur sínar af fjölskyldunni. Slíkar áhyggjur hafa heyrst víðar, m.a. í nýársræöu biskups í fyrra, en nú hefur umræðan verið á allra vörum og hefur forsætisráðherra skipaö nefnd um málefni fjölskyld- unnar. Ég tók að mér að líta aðeins nánar á málið og skoðaði ræð- urnar á netinu. Hvað er það sem karlarnir eru að gagnrýna? Hvað finnst þeim að í íslenskum fjölskyldum í dag? Ræður karlanna Karl segir að æ fleiri ábyrgðarsvið for- eldra gagnvart börnum sínum séu fengin öðrum [„átsorsað” eins og það heiti á viðskiptamálinu.] Uppeldi og agi, menntun og fræðsla og umhyggja, sé fal- in dagmæðrum, leikskólunt og skólum og sérfræðingum. Biskupinn talar um að „æ fleiri foreldrar finni sig vanmáttuga í foreldrahlutverkinu og finnist sem þeir ráði ekki við verkefnið”. Sjónvarpið og vídeóið og tölvan verði sífellt mikilvægari gæslu- og uppeldisaðilar á heimilinu, samtöl milli foreldra og barna verði æ fá- tíðari. „Aldrei nokkru sinni hefur for- eldrahlutverkið verið í meira uppnámi en einmitt nú. Aldrei fyrr hafa eins margir foreldrar yfirgefið börn sín og nú, á mesta velmegunarskeiði íslandssögunnar,” sagði Karl og var töluvert mikið niðri fyrir. Síðan talar hann um móður sína sem alltaf var heimavinnandi húsmóðir en hafði þó eigi að síður alltaf nægan tíma fyrir hann og hin börnin sín sjö, „þó að hún sem heimavinnandi húsmóðir hafi satt best að segja verið metin sem hver annar ómagi á þjóðfélagi okkar.” Og svo segir hann að faðir hans [biskupinn] hafi í annasömum verkahring embættis og fræðistarfa alltaf haft tíma fyrir þau systkinin. Hvað hefur gerst? spyr Karl. Forsætisráðherra segir „ýmis teikn á lofti” um að „gömul og gróin fjölskyldu- gildi séu á undanhaldi með óæskilegum afleiðingum. Samheldni fjölskyldna virð- ist minni, þó að vitað sé að börn þarfnist umhyggju foreldra sinna og tíma fyrir leik og samræðu.” Hann veltir ástæðun- um fyrir sér og kemst að því að langur vinnudagur sé ekki eina skýringin. „Er mögulegt að ýmis konar afþreying tefji svo fyrir börnurn og fullorðnum að heimanám, elskulegur agi og uppeldi líði fyrir?” Síðan spyr Halldór lykilspurning- ar: „Er ástæða til að sjá fjölskyldugerð fyrri tíma í hillingum?” En bætir við: „Hefur stórfjölskyldan gefið um of eftir? Látum við aðra um uppeldi barna okkar - dýrmætustu eignina í lífinu?” Að endingu segir hann að samheldin og ástrík fjöl- skylda sé kjarninn í hverju þjóðfélagi. Þann kjarna þurfi að styrkja og treysta og það hafi m.a. verið gert með fæðingaror- loft fyrir báða foreldra, en orðum sínum lýkur Halldór með því að tilkynna: „Bet- ur má ef duga skal. Ég hef því ákveðið að setja af stað vinnu við að rneta stöðu ís- lensku fjölskyldunnar.” Þegar ræðurnar hafa verið lesnar situr maður og klórar sér í hausnum. Hvað eru mennirnir að tala um? Og hvers vegna? En þegar landsföðurlegur hátíðleikinn er skafinn frá kemur í ljós að m.a. þetta ligg- ur þeim báðum á hjarta: Þær vildu ekki eyða öllum deginum heima að elda og þrífa og hugsa um manninn sinn og börnin. Þær vildu kanna hæfileika sína og takast á við mörg hlutverk í lífinu eins og karlarnir vera / 1. tbl. / 2005 / 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.