Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 31

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 31
mabRETTLÆ?IÐ LEIÐARLJOSI Elísabet Þ o r g e ir s d ó 11 i r * g fæ Guðrúnu til að skreppa heim úr vinnu á miðjum degi til að spjalla við mig en víst er hún ekki vön því, vinnudagur hennar hefur löng- um verið langur, hún hefur nánast búið í Námsflokkunum. Hún býr á efri hæð í gömlu húsi við Mjölnisholt og kernur sér fyrir í lúnum sjónvarpsstól þegar hún býr sig undir að rifja upp þætti úr lífi sínu. Þegar hún talar horfir hún gjarna út um gluggann sem snýr að háhýsunum í Ás- holti. Hann er þakinn blómum en þar hanga líka gler-listaverk eftir hana sjálfa. Annað sýnir Jósep íyrir utan fjárhúsið hrópa: Ég hef eignast son - hitt er af páskamorgni við gröfina. Þegar ég spyr Guðrúnu hvort hún sé trúuð segist hún vera það á sinn hátt og hafi gaman af að velta fyrir sér táknum trúarinnar. En hvað var það í uppvexti Guðrúnar sem gerði hana að þeim réttlætissinna sem hún hefur síðan verið? „Ég fæddist og ólst upp í Laugarás- num sem þá var blönduð byggð sumar- húsa efnaðs fólks og húsa sem alþýðufólk hafði komið sér upp,” segir Guðrún. „Á veturna bjuggum við í sumarhúsi efnaðr- ar fjölskyldu sem bjó í Miðbænum en fluttum á sumrin í lítið hús sem faðir minn hafði byggt við og var upphaflega geymsluskúr. Til tíu eða tólf ára aldurs míns fluttum við vor og haust á milli þessara húsa en þegar sonur kaupmannshjónanna vildi gera sumarhúsið að heilsárshúsi gerði pabbi okkar hús að heilsárshúsi með því að einangra það að innan. Ég man aldrei eftir því að mér hafi verið kalt. Það var kannski kalt að stíga fram úr bólinu sínu á morgnana en svo var þetta allt í lagi.” Guðrún segir að húsið þeirra hafi staðið við Laugarásveg þar sem seinna voru byggð einkar stór og glæsileg einbýl- ishús. Faðir hennar átti hins vegar ekki lóðina þar sem húsið þeirra stóð og fékk ekki leyfi til að byggja þar en þarna bjó Guðrún til tvítugs með föður sínum og bróður en móðir hennar lést þegar hún var sautján ára. Þegar ég spyr um systkini segir Guðrún mér fallega ástarsögu for- eldra sinna sem voru bæði Húnvetningar. Faðir hennar hét Halldór Jónsson og var úr Víðidalnum en móðir hennar Þor- björg Jónsdóttir og var úr Vatnsdal. Þau giftust árið 1920 en faðir Þorbjargar var ekki hlynntur ráðahagnum enda erfiðir tímar. Þau höfðu eignast dóttur og nú var Þorbjörg barnshafandi aftur. „Foreldrar mínir Itjuggu á Sauðár- króld og pabbi var á vertíð þegar afi, sem hafði frétt að þröngt væri í búi og miklir erfiðleikar, fór og sótti mömmu. Þegar pabbi kom heim var enginn í húsinu. Næstu tólf ár voru þau aðskilin en þá fór mamma suður til pabba og skildi börnin eftir fyrir norðan. Hún hafði aldrei viljað skilja og pabbi hafði líka í sér þessa stað- festu - hann vildi þessa konu og enga aðra. Þegar ég fæddist, árið 1935, var það eins og sönnun fyrir sameiningu þeirra. „Ég varð að eignast Dúnu fyrir Halldór,” sagði mamma því pabbi hafði farið á mis við uppeldi eldri barnanna. Það var alltaf gott á milli okkar feðginanna,” segir Guð- rún og horfir blíðlega út um gluggann, „en systkini mín elskuðu afa meir en aðra inenn. Pabbi var srniður og hann var Sjálfstæðismaður en fyrst og fremst stóð hann með lítilmagnanum svo ég veit ekki hvað stjórnmálaskoðanir hans ristu djúpt. Hann kaus t.d. alltaf vinstrimenn í stjórn Dagsbrúnar þar sem hann var fé- lagi.” I litla húsinu þeirra var alltaf gest- kvæmt og algengt að sofið væri út um öll gólf á fiðurundirsængum sem héldu gólf- kuldanum frá. Það var frændfólk og vinir að norðan og þegar systir Guðrúnar var 15 ára kom hún til þeirra í skóla. Hún varð síðan bóndakona í Víðidalnum en bróðir hennar lærði söðlasmíði hjá afa þeirra. „Ég gekk í Laugarnesskólann sem ég tel að hafi verið góður skóli,” segir Guð- rún. „Börnum var raðað eftir námsgetu þegar þau komu í skólann og þar sem ég var ólæs fór ég í neðsta bekkinn. Ég er les- blind og það tók mig langan tíma að læra að lesa en rnannna var dugleg að hjálpa vera / 1. tbl. / 2005 / 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.