Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 47

Vera - 01.02.2005, Blaðsíða 47
Vilborg skrifaði mikið um um málefni kvenna í Þjóðviljann á áttunda áratugnum. Eru áhrif fjölmiðla orðin of mikil hér á landi? „Að vissu leyti held ég að þau geti verið það, og - að minnsta kosti hér á íslandi - of einhæf. Hér ráða sömu öfl nánast öllum fjölmiðlum. En áhrifin sem ég sé eru ekki endilega skoðanamyndandi, mér finnst þau frekar svæfandi og forheimskandi. Fjölmiðlarnir eru orðnir margir en of fáir hafa metnað til að vera upplýsandi, menntandi og umræðuhvetjandi. Þetta er mikið til sami grautur í mörgum skálum.” Vilborg segist vel geta hugsað sér að verða blaðamaður aftur, en þó ekki einsog áður, hún mundi frekar vilja vinna á sérhæfðu sviði. Aðdragandi og stofnun Rauð- sokkahreyfingarinnar Staða kvenna á íslandi fyrir 1970 var mjög léleg og mismunun á nær öllum sviðum. Launamismunur var miklu meiri en nú og aðeins örfáar konur voru í stjórnunarstöðum. Jafnrétti til náms var í orði en ekki á borði. Námslánakerfið var veikburða og ef námsmenn stofnuðu fjölskyldu varð það yfirleitt hlutskipti konunnar að vinna fyrir henni meðan karlinn var í námi. Fóstureyðingar voru bannaðar nema í undantekningartilvikum og einstæðar mæður fengu lítinn sem eng- an stuðning. Kynjahlutverkin voru hef'ð- bundin og haldið að uppvaxandi kynslóð- um í skólum, með námsbókum og í öllu umhverfinu. Rauðsokkahreyfmgin varð til 1970: „Það var eins og tíminn væri allt í einu kominn. Hvar sem maður kom voru hundóánægðar konur að rabba saman um misréttið og aðstöðumuninn, allt var á suðupunkti.” Og hún bætir við: „Við fórum að stinga saman nefjum nokkrar og svo kallaði hver á sínar kunningjakon- ur sem voru sama sinnis. Fyrstu um- ræðufundirnir voru í óinnréttuðum kjallara Norræna hússins þar sem við sát- um á gólfinu og ætluðum aldrei að geta hætt að tala.” Þær ákváðu að þær væru hluti af öðrum vinnandi stéttum og tóku þátt í 1. maí-göngunni um vorið. Þar voru þær með kröfuspjöld með áletrun- um eins og Vaknaðu kona! og Mantieskja - ekki markaðsvara! og báru styttu af konu úr leikritinu Lýsiströtu. Þær hvöttu konur til að mæta í rauðum sokkum í gönguna í útvarpsauglýsingu, og konurn- ar flykktust að. „Okkur var ekki fagnað af verkalýðsforingjunum, vægt sagt. Gvend- ur jaki reyndi að henda okkur útúr göng- unni.” Stefnan var að vinna að vitundarvakn- ingu hjá konum um stöðu sína. Og gagn- rýnin beindist líka að þeim sjálfum. „Við áttum að heita að hafa jafnrétti í lögum - reyndist nú ekki alveg vera þegar nánar var skoðað - en við stóðum ekki á þess- um rétti okkar og við létum undan beinni og óbeinni kúgun. Við höfðum rétt en ekki frelsi. Enginn getur frelsað mann nema maður sjálfur og þess vegna hlaut þetta að verða kvenfrelsisbarátta en ekki bara kvenréttindabarátta”. Rauðsokkahreyfmgin var skipulögð sem grasrótarhreyfmg, þar var engin for- maður eða kjörin stjórn heldur var í stað þess unnið í hópum unt ýmis málefni og tenglar valdir í miðstöð til að halda sam- bandi milli hópanna. Þær voru með óborganlegar uppákomur við ýmsa at- burði og gerðu eftirminnilegar kannanir. „Svo sem við fegurðarsamkeppnir, þar mættum við með kvíguna Perlu Fáfnis- Húsmæðrunum fannst að sér sneitt og lítið gert úr sínum störfum. Fegurðardísirnar brugðust hins vegar þannig við að um ára- bil lagðist fegurðarsamkeppnin niður af því stúlkur fengust ekki til að taka þátt í þessu vera / 1. tbl. / 2005 / 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.